Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 50
UMFJÖLLUN O G GREINAR að ætla hægt sé að leysa öll vandamál og svara hvers kyns spurningum í stuttu við- tali. Ef vel tekst til má þó ná býsna langt. Að auki sinna fleiri starfsstéttir en læknar upplýsingagjöf til sjúklinga fyrir aðgerð, meðal annars hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar. Svæfingalæknir sem aðeins sinnir einum sértækum þætti í meðferð sjúklingsins hefur ekki endilega innsýn inn í alla meðferðarþætti eftir aðgerð. í öllum viðtölum svæfingalækna er for- gangsatriði að fá upplýsingar til að tryggja öryggi sjúklingsins þannig að undir- búningur sé sem bestur fyrir fyrirhugaða svæfingu og aðgerð. Þannig er reynt að draga úr líkum á fylgikviilum. Gefnar eru upplýsingar um hvað sé í vændum svo sjúkiingurinn viti við hverju megi búast hvað varðar svæfinguna og líðan strax eftir aðgerð. Þannig er reynt að draga úr kvíða og svara spurningum sem brenna á sjúklingnum. Ef hann hefur sérstakar óskir er reynt að verða við þeim en forsendur sjúklinga til að velja milli meðferða eru oftast takmarkaðar og þeir háðir ráðlegg- ingum læknis. í tilfellinu sem Rún lýsti útskýrði svæf- ingalæknirinn hvorki tilgang viðtalsins né vinnutilhögun deildarinnar þannig að sjúkiingurinn hafði hugsanlega ekki réttar væntingar. Þegar sjúklingurinn óskar eftir svæfingu svarar læknirinn því til að deyfing sé besta aðferðin. Hann hefði jafnframt átt að upplýsa sjúklinginn um að hægt sé að gefa slævandi lyf í dreypi meðan á aðgerð stendur og þá viti sjúk- lingurinn lítið af sér. Læknirinn fullyrðir að „allt verði í lagi". Slíkt ber að forðast en útskýra heldur að öllum aðgerðum fylgi einhver áhætta. Viðtalinu sé einmitt ætlað að undirbúa aðgerðina sem best og reyna að koma í veg fyrir að eitthvað óvænt komi upp á. Oftast tek ég líka fram að á deild- inni starfi úrvalsfólk sem ég treysti vel. Það muni sinna sjúklingnum af kostgæfni og vaka yfir honum allan tímann. Stöðugt verði fylgst með lífsmörkum og því hægt að bregðast hratt við ef með þarf. Yfirleitt forðast svæfingalæknar að ræða náið um sjálfa aðgerðina eða útkomu hennar enda gæti það stangast á við upplýsingar skurð- læknisins. Verði svæfingalæknir var við að sjúklingur sé ekki nægilega vel upplýstur um aðgerðina og hugsanlegar afleiðingar hennar ber honum að vekja athygli skurð- læknis á því. Til að bæta þjónustu við sjúklinga sem gangast undir valaðgerðir hafa sums staðar verið settar upp innritunar- stöðvar. Þangað mæta sjúklingar eftir að dagsetning aðgerðar hefur verið ákveðin, fara í viðtöl og gangast undir skoðanir og rannsóknir sem nauðsynlegar eru til undirbúnings. Slíkt skipulag stuðlar að betri upplýsingasöfnun og upplýsingagjöf og sparar tíma fyrir sjúklinginn. Hann er þá undirbúinn fyrir aðgerðina en þarf ekki að leggjast inn fyrr en að morgni aðgerðar- dags. Á innritunarstöðinni eru gjarnan veittar ítarlegar upplýsingar á skömmum tíma. Erfitt getur verið að meðtaka allt og skilja. Til að bæta úr því eru sjúklingum þá stundum afhentir bæklingar, þeim vísað á vefsíður og kynningarmyndbönd eða upp- lýsingagjöfinni fylgt eftir með símtali. Við bráðaaðgerðir hefur einn þeirra svæfingalækna sem er á vaktinni oft það hlutverk að ræða við og undirbúa slíka sjúklinga fyrir aðgerð. Þannig er betur tryggt að því sé vel sinnt og um leið dregið úr fjölda hlutverka sem hver og einn svæf- ingalæknir hefur á sinni könnu. Með því að skipta með sér verkum næst sérhæfing, betra verkskipulag og hagkvæmni. Sjúklingar þurfa þá sjaldnar að bíða lengi eftir lækni sem hefur í of mörg horn að líta. Helsti ókosturinn er að óvíst er að svæfingalæknirinn sem hittir sjúkling fyrir aðgerð muni sjá um að svæfa hann. Á móti kemur að sá sem svæfir hefur betra næði til að sinna því verkefni. Til að tryggja sem best öryggi sjúklinga og nýtingu skurðstofa er rekstur þeirra því óhjákvæmilega með vélrænt yfirbragð. Að minnsta kosti getur upplifunin af vand- lega skipulagðri starfsemi orðið sú, þótt okkur sem þar störfum finnist það ekki. Markmiðið er að sem flestir sjúklingar komist í aðgerðir og í gegnum þær áfalla- laust. Það er bæði hagkvæmast fyrir sjúk- linginn og þjóðfélagið en ekki síður mikil- vægt fyrir alla þá sem eru á biðlista eftir aðgerðum. Til að tryggja öryggi sjúklinga eru meðal annars notaðir gátlistar, líkt og gert er í flugi fyrir flugtak og lendingu. Þetta getur virst ópersónulegt. Starfsfólki á skurðstofu er þó öllu umhugað um mann- legu hliðina á starfseminni og kappkostar að sinna henni af kostgæfni. Eins og ég lýsi hér að ofan ráða kringumstæður því oft að læknar geta virst ópersónulegir í samskiptum sínum við sjúkling. Hið sama getur átt við um sérhæfingu sem þó er nauðsynleg til að geta veitt sjúklingum betri og öruggari þjónustu. Mikilvægt er að læknar séu með- vitaðir um þetta og hugi að viðmóti sínu í samskiptum við sjúklinga. Nám lækna hefur löngum snúist um fræðilega þekk- ingu og tæknilega færni en nú er ekki síð- ur lögð áhersla á góð samskipti og hæfni til samvinnu til að tryggja hag sjúklinga. 5 ^ E Umeá universitet ''t. a éa j UmeS universitet satsar pá kreativa miljöer för studier och arbete. Hos oss finns attraktiva utbildningar, varldsledande forskning och utmárkta innovations- och samverkansmöjligheter. Fler an 4 000 medarbetare och 36 000 studenter har redan valt UmeS universi- tet. Válkommen med din ansökan! Bitrádande universitetslektor vid medicinska fakulteten i kombination med specialiseringstjánstgöring (ST) för lákare eller tandlákare inom valfri specialitet Lás mer: www.jobb.umu.se 162 LÆKNAblaöið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.