Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 12
RANNSÓKN Mynd 1. Orsakir sjónskerðittgar. Úrvinnsla byggð á fjölda einstak- linga með sjónskerðingu í báðum augum (10 einstaklingar, 20 augu). auk þess að svara spurningalista um almennt heilsufar, lífsvenjur, augnheilsu, lyfjanotkun og fyrri augnskurðaðgerðir. Fengið var samþykki Tölvunefndar og Siðanefndar fyrir rann- sókninni. Augnskoðunin fólst meðal annars í mati á sjónskerpu í hvoru auga fyrir sig með Snellen-sjónmælingatöflu í 6 metra fjarlægð. Ef þátttakendur sáu ekki neðstu línu á kortinu (samsvarandi 6/6 í sjónskerpu) var besta-sjónskerpa metin með aðstoð sjónglerja. Ef einstaklingur gat ekki greint neinn bókstaf á Snellen-töflunni, það er ef sjónskerpa var verri en 6/60, var fjarlægðin minnkuð í þrjá metra, síðan tvo og að lokum einn metra. Ef enn var ekki hægt að meta sjónskerpu var kannað hvort þátttakandi gæti talið fingur, metið handarhreyfingu eða skynjað ljós í eins eða hálfs metra fjarlægð. Aðrir þættir augnskoðunarinnar fólust meðal annars í rauflampaskoðun sem gerð var af augnlækni, Scheimpflug-sneið- myndatöku (Nidek EAS 1000; Nidek Co. Ltd, Gamagori, Japan) af augasteini og fremri hluta augans, ásamt þrívíddarmyndatöku af sjóntaug og augnbotni (Nidek 3Dx/NM; Nidek Co. Ltd, Gamagori, Japan). Sjónsviðsmæling var gerð (Octopus GIX; Interzeag AG, Schilieren, Sviss) ef þátttakandi hafði sögu um gláku eða ef útlit sjóntaugar vakti grun um sjúkdóminn. Tafla I. Algengi (%) og 5 ára nýgengi sjónskerðingar og blindu samkvæmt skil- greiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Fjöldi = fjöldi þátttakenda; n = fjöldi einstaklinga með sjónskerðingu eða blindu; 95% Cl = 95% öryggismörk. Sjónskerðing - algengi Sjónskerðing - 5 ára nýgengi Aldur Fjöldi n % 95% Cl Fjöldi n % 95% Cl 50-59 360 0 0 - 303 0 0 - 60-69 355 2 0,6 0,0-1,4 301 2 0,7 0,0-1,6 70-79 254 2 0,8 0,0-1,9 203 5 2,5 0,3-4,6 80+ 76 6 7,9 1,7-14,1 35 2 5,7 0,0-13,8 Alls 1045 10 1,0 0,4-1,6 842 9 1,1 0,4-1,8 Blinda - algengi Blinda - 5 ára nýgengi Aldur Fjöldi n % 95% Cl Fjöldi n % 95% Cl 50-59 360 0 0 - 303 0 0 - 60-69 355 0 0 - 303 1 0,3 0,0-1,0 70-79 254 1 0,4 0,0-1,2 204 1 0,5 0,0-1,5 80+ 76 5 6,6 0,9-12,3 36 1 2,8 0,0-8,4 Alls 1045 6 0,6 0,1-1,0 846 3 0,4 0,0-0,8 Stuðst er við skilgreiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) við mat á sjóntapi." Sjónskerðing er skilgreind sem besta-sjónskerpa (með sjónglerjum ef þörf er á) <6/18, en þó ekki verri en 3/60, eða sjónsvið sem er eingöngu 5° til <10° frá miðju- punkti. Besta-sjónskerpa sem er <3/60, eða sjónsvið minna en 5° frá miðjupunkti flokkast sem blinda. A Islandi er lögblinda skil- greind sem besta-sjónskerpa s6/60. Orsök sjóntaps var metin út frá rannsóknargögnum,213og hefur greiningarskilmerkjum aldursbundinnar augnbotnahrörnunar1415, gláku16, skýmyndunar á augasteini17'18 og sjónlagskvillum19'21 í Reykjavíkuraugnrannsókninni verið lýst áður. Ef þátttakandi hafði tvo eða fleiri sjúkdóma sem valdið geta sjónskerðingu mátu höfundar út frá sjúkraskrám og augnbotnamyndum hvaða sjúk- dómur var líklegasta orsök sjóntapsins. Algengi og 5 ára nýgengi var metið í 10 ára aldurshópum og notuð var lýsandi tölfræði við útreikning á 95% öryggismörkum. Stuðst var við kí-kvaðrat próf og lógistíska aðhvarfsgreiningu við samanburð milli hópa. Niðurstöður í töflu I er algengi og 5 ára nýgengi sjónskerðingar og blindu lýst í 10 ára aldurshópum. Árið 1996 var algengi sjónskerðingar 1,0% og blindu 0,6%. Fimm ára nýgengi sjónskerðingar var 1,1% og blindunýgengið var 0,4%. Algengi lögblindu (sjónskerpa s6/60) var 0,8%. Eins og sjá má í töflunni eykst algengi sjóntaps gríðarlega í elstu aldurshóp- unum og sem dæmi má nefna að engin sjónskerðing er til staðar hjá þeim sem eru 50-59 ára við upphafsskoðun en í elsta aldurs- hópnum hefur algengið stigið í tæp 8%. Allir þeir sem voru blindir við skoðunina 1996 voru eldri en 75 ára. Fyrir hvert ár yfir 50 ára jukust líkur á sjónskerðingu við upp- hafsskoðun árið 1996 um 18% (95% öryggismörk 9-28%; p<0,001) og blindulíkur um 28% (95% öryggismörk 13-45%; p<0,001). Svipað mátti sjá við 5 ára eftirfylgdarskoðun þar sem líkurnar á sjónskerðingu jukust um tæplega 15% á ári eftir fimmtugt (95% öryggismörk 6-24%; p<0,001). Eftir leiðréttingu fyrir aldri voru meiri líkur á að einstaklingur með verri sjónskerpu en 6/12 árið 1996 hefði látist á 5 ára tímabilinu en þeir sem sáu betur (hlufallslíkur-hlutfall 3,8; 95% öryggismörk J 124 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.