Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR NÝJUNGAR í LÆKNISFRÆÐI Nýtt dálkur í Læknablaðinu þar sem nýjungum í rannsóknum og tækni verða gerð skil. Með gangráð í segulómun? ■ ■ ■ Gunnþóra Gunnarsdóttir Þótt segulómtæki séu mikil þarfaþing við margskonar rannsóknir nýtast þau ekki öllum. Á Landspítala er fólk með ísetta hjartagangráða almennt ekki sett í segul- ómun því í þeim flestum eru málmar sem segulmagnast auðveldlega. Sums staðar erlendis er það þó gert og nýlega birtist grein í ameríska hjartalæknatímaritinu* með samantekt eins spítala sem hafði sett fólk með gangráða og bjargráða í 1,5 T segulsvið án þess að lenda í alvarlegum óhöppum. Maríanna Garðarsdóttir sér- fræðingur á röntgendeild Landspítalans var spurð út í öryggi fólks með gangráða og bjargráða í slíku segulsviði. „Hér á spítalanum hefur það verið opinber stefna þeirra sem eru yfir segul- ómuninni að mynda ekki fólk með ísetta gangráða þannig að það hefur alltaf verið bannað. En víða erlendis eru gerðar segulómanir á fólki með gangráða í 1,5 T segulsviði, algengasta segulsviði sem er notað við klínískar rannsóknir, og þær eru tiltölulega öruggar undir vel vökt- uðum kringumstæðum," segir Maríanna Garðarsdóttir læknir sem kveðst hafa kynnst því þegar hún vann á á Sahl- grenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg á árunum 2004 til 2007. Þar hafi fólk með gangráða verið sett í segulómun, jafnvel í segulómun á hjörtum. „En auðvitað var fylgt ströngum varúðarreglum," tekur hún fram. Cohen JD, Costa HS, Russo RJ. Determining the Risks of Magnetic Resonance Imaging at 1.5 Tesla for Patients With Pacemakers and Implantable Cardioverter Defibrillators. Am J Cardiol 2012; 110:1631-6. Gangráðar eru tæki sem notuð eru til að stilla af hjartslátt hjá fólki ef hinn líf- fræðilegi gangráður hjartans er að gefa sig. Maríanna segir vandann við að setja ísetta gangráða í segulómun þann að allir málm- ar og tæki og leiðslur þeirra segulmagnist mjög auðveldlega og erfitt sé að vita fyrir- fram hvernig þeir hlutir hagi sér. Bæði geti þeir hitnað, færst úr stað og þar með losnað og snúist, jafnvel eyðilagt eða skaðað líf- færi. Þeir geti lika hætt að virka eða virkað rangt þannig að óvissan sé mikil. „Það versta er að við vitum ekki hvernig hlutur hegðar sér í segulsviðinu inni í hverjum einstaklingi. Við getum tekið málmhlut og prófað að setja hann í segulsviðið til að sjá hvað gerist en hvað hann gerir svo inni í fólki vitum við ekki." En hvernig gekk þetta þá fyrir sig þegar Maríanna var á Sahlgrenska? „Þar voru teknar ákvarðanir í hvert og eitt skipti um hvort ætti að setja sjúkling í þessa áhættu. Þörfin fyrir segulómunarrannsókn varð að vera mjög brýn til að henni væri beitt. Þá þurfti líka góða samvinnu með fólki sem vann að gangráðsmálum því það varð að stilla gangráðana sérstaklega bæði fyrir og eftir rannsóknina og helst vildum við hafa einhvern viðstaddan frá gangráðseftirlitinu eða hjartalækni því það þarf að vakta sjúklinga mjög vandlega meðan segulómun fer fram. Auðvitað vildu menn ekki setja fólk sem var alveg háð gangráði í segul- ómun því ekki er hægt að treysta því að gangráðurinn virki í segulsviðinu. En gangráðar eru í mörgum tilfellum bara til að grípa inn í, svo ekki eru allir sem bera þá algerlega háðir þeim." Ekki lent í neinum óhöppum En er hún að berjast fyrir því að segul- ómun á fólki með gangráða verði beitt á Landspítala? „Nei, ekkert endilega. Ég hef ákveðið að láta yfirlækninn hér á segulómun ráða þessu. Því miður hefur það oft komið upp að mér hefur fundist þurfa að gera segul- ómun, en þetta er ákvörðun sem verður að koma að ofan. Á Sahlgrenska-sjúkrahús- inu réð ég ekki heldur en sá sem var yfir mér og ég vann mikið með, treysti sér til að taka ákvarðanir um það hverjir þyldu þær og hverjir ekki og það gekk vel. Við höfum verið það heppin hér á segulómun hjá okkur að við höfum ekki lent í neinum óhöppum enda fylgjum við mjög stífum öryggisreglum og erum oft mjög þreytandi fyrir aðra lækna og sjúklinga því við þaulspyrjum fólk, meðal annars um íhluti, til dæmis vissar æða- klemmur, kuðungsígræðslur og ventla í höfði sem eru stilltir með seglum sem afstillast í ómuninni en hægt er að stilla 154 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.