Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 51
f Réttlæti er það sem hver og einn á skilið heimsendingar UM ALLT LAND Vegna athugasemda læknanna Péturs Heimissonar og Eyjólfs Þor- kelssonar í síðasta blaði* sem sagðar eru vera vegna umsagnar okkar um frumvarp um breytingar á lögum um tóbaksvarnir og Wgum um verslun meö áfengi og tóbak er mikilvægt að fá birta umsögn okkar í heild til þess að hver og einn geti metið fyrir sig hversu viðeigandi athuga- semdir þeirra félaga eru. Efni: Athugasemdir/ábendingar varðandi frumvarp til laga um breytingar á lögum um tóbaksvarnir og lögum um verslun með áfengi og tóbak (reyklaust tóbak, ungt fólk o.fl.) Þingskjal 641,499. mál. Breytingar þær sem lagðar eru til í frumvarpinu tengjast til- skipun sem er hluti af EES-samningnum og því erfitt að verjast þeim. Breytingin er ekki mikil, en verið er meðal annars að bæta skrotóbaki við munntóbak sem bannað er þegar í núgildandi lögum. Samt sem áður er nauðsynlegt að spyrja sig hvers vegna verið er að banna, vegna heilsufarsáhrifa, allt munntóbak sem er mun saklausara en reyktóbak sem er leyfð vara. Vel hreinsað efni eins og sænska snusið hefur mun lægri sjúkdómatíðni í för með sér en annað minna hreinsað munntóbak. Ennfremur er rétt að benda á að krabbamein sem eru gerð að umtalsefni í tengslum við tóbaksnotkun eru ekki nema hluti þeirra vandamála sem fylgja reykingum. Langvinnur lungnasjúkdómur (COPD) sem fylgifiskur reykinga er ekki fylgikvilli munntóbaks. Hjarta- og æðasjúkdómar eru það ekki heldur, að minnsta kosti þá í óverulegum mæli. Þó ekki sé verið að mæla með tóbaksnotkun yfirleitt eða nikótínfíkn verður ekki hægt að fullyrða annað en að ávinningur sé í því fyrir hvern og einn að nota alfarið munntóbak í stað reykinga. Niðurstaða okkar er því sú að ekki sé ávinningur af því að banna munntóbak meðan mun hættulegri og mjög svo aðgengileg vara er á markaðnum. Það hljóti að vera ávinningur í því að hafa á boð- stólum minna hættulega vöru í samkeppni við reyktóbakið. Samkvæmt Talnabrunni hjá Embætti landlæknis (sjá heima- síðu) reyktu 22% karla daglega á aldrinum 18-24 ára fyrri hluta árs 2012. Á sama tíma notuðu 15% munntóbak daglega í þessum sama aldursflokki á fyrri hluta ársins 2012. Hluti þeirra reykir einnig en hluti þeirra gerir það ekki. Spurningin er hvað þeir sem ekki reykja í þessum hópi geri ef munntóbak verður ekki lengur fáanlegt. Viljum við benda á grein sem vekur athygli á að skaðsemi reyk- lauss tóbaks er hverfandi miðað við skaðsemi reykinga. Benowitz NL. Smokeless Tobacco as a Nicotine Delivery Device: Harm or Harm Reduction? Clin Pharmacol Ther 2011; 90: 491-3. (doi:10.1038/ clpt.2011.191). Mikilvægt er að hugleiða þetta vel áður en frumvarpið er sam- þykkt í óbreyttri mynd. f.h. Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Þorsteinn BWndal, yfirlæknir *Heimisson P, Þorkelsson E. Er reyklaust tóbak lyf að mati lækna? Læknablaðið 2013; 99:101. Lyfjaskömmtun Enn hagkvæmari kostur 2013 í nýju greiðsluþátttökukerfi lyfja á árinu 2013 verður lyfjaskömmtun Lyfjavers enn hagkvæmari kostur og þar njóta viðskipta- vinir bestu kjara. Fylgist vel með á Lyfjaver.is LYFJAVER APDTEK + LYFJASKDMMTUN SUÐURLANDSBRAUT 22 + SÍMI 533 6100 + LYFJAVER.IS LÆKNAblaðið 2013/99 163 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.