Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 19
Y F I R L I T við íslendingar enn nokkuð langt í land, sérstaklega við merkingar matvæla og takmörkun á notkun salts í matvælaframleiðslu.18 Áfengi Að auka og samræma skattlagningu áfengis til að draga úr neyslu þess. Að takmarka aðgengi ungmenna að áfengi og banna áfengis- auglýsingar. Að koma á framfæri upplýsingum um skaðleg áhrif af ofnotkun áfengis, sérstaklega á lifrarsjúkdóma, geðsjúkdóma og þau félagslegu vandamál sem af áfengisneyslu geta hlotist. Hér hafa íslendingar löggjöf sem tryggir þessa þætti en engin rann- sókn hefur farið fram á árangri þessarar lagasetningar. Umhverfi Auka ber möguleika á því að ferðast bíllaust til og frá vinnu, með því að skipuleggja borgir með þeim hætti að auðvelda hjólandi og gangandi umferð á kostnað einkabíla. Að tryggja opin svæði og möguleika almennings til hreyfingar og íþróttaiðkunar án þess að vera meðlimur í íþróttafélögum.29-30 Dæmi um þetta eru opinberir sundstaðir og sparkvellir með frjálsu aðgengi fyrir almenning. Við skipulagningu opinberra bygginga, verslunar- og þjónustuhús- næðis mætti gera ráð fyrir að notaðir séu stigar til að komast á milli hæða fremur en lyftur og rúllustigar.29'30 Heilbrigði í allri stefnumörkun Lýðheilsa og forvarnir gegn langvinnum sjúkdómum takmarkast ekki við íhlutanir á sviði heilbrigðismála eingöngu. Stefnumörkun á sviði menntamála, landbúnaðar, matvælaframleiðslu, efnahags- mála, verslunar og þjónustu hefur allt bein eða óbein áhrif á þróun langvinnra sjúkdóma í samfélaginu. Þess vegna er nauðsynlegt að við alla stefnumörkun sé gætt þeirrar grundvallarforsendu að hagsmunir heilbrigðis séu ekki fyrir borð bornir. Dæmi um þetta er til dæmis þegar niðurskurður til menntamála leiðir til þess að kennsla í íþróttum er skert í námsskrá grunnskóla. Skipulag borga með tilliti til gangandi og hjólandi umferðar og opinna útivistarsvæða er annað dæmi þar sem hagsmunir einkaaðila og samfélagsins geta rekist á. Framleiðsla og verðlagning landbún- aðarafurða tekur ekki nægjanlega mið af þeim markmiðum sem sett hafa verið í manneldismálum. Verðlagning hollra matvæla, ávaxta, grænmetis og fisks ætti að vera með þeim hætti að þessar matvörur væru bæði ódýrari og aðgengilegri en óhollur skyndi- biti og sælgæti. í flestum íþróttahúsum, skólum og sjúkrahúsum landsins má finna sjálfsala þar sem kaupa má gos og sælgæti en ávexti er þar hvergi að finna. Til þess að breyta þessu þarf þverfag- lega nálgun þar sem lýðheilsa er ekki eingöngu á ábyrgð yfirvalda í heilbrigðismálum heldur samfélagsins í heild, bæði stjórnvalda, opinberra aðila, hagsmunasamtaka og einkageirans. Heilbrigði sem fyrsta val Það sem ræður því hversu útsett við erum fyrir langvinnum sjúk- dómum eru nokkrir vel skilgreindir áhættuþættir eins og rakið var í fyrri grein okkar. Að hluta til ákvarðast þessir áhættuþættir af því umhverfi sem við búum í og er utan við það sem við höfum sem einstaklingar stjórn á. Dæmi um þetta eru reykingar á opin- berum stöðum, transfitusýrur í tilbúnum matvælum, loftmengun og fleira. Á hinn bóginn er lífsstíll eða frjálst val einstaklingsins sem ákvarðar til dæmis hvort hann byrjar að reykja, hreyfir sig reglulega eða borðar hollan mat. En val er ekki eins frjálst og margir halda. Flestir þeir sem reykja á fullorðinsárum byrjuðu til dæmis að reykja sem börn eða unglingar, langt fyrir sjálfræðis- aldur og hafa síðar ánetjast fíkninni, þannig að þeir geta ekki hætt að reykja. Það er því í fæstum tilfellum frjálst val sjálfráða ein- staklings sem ræður því hvort fólk reykir eða ekki. Margar af þeim ákvörðunum sem við tökum í daglega lífinu eru teknar í fljótfærni vegna þess að valið hefur á einn eða annan hátt verið tekið fyrir okkur (default option).31 Dæmi um þetta er hvernig vörum er stillt upp í verslunum. Sælgætishillur við búðarkassann auka sölu sæl- gætis en ef ávextir væru í boði í staðinn mundi það hafa jákvæð áhrif á neyslu þeirra.32 Sömu sögu er að segja um tóbak. Þar sem tóbak er sýnilegt bak við búðarborð er meira selt af tóbaki. Við teljum okkur trú um að við ákveðum sjálf hvaða vöru við veljum en í raun er það að miklu leyti háð úthugsaðri markaðssetningu og því hvernig vörum er raðað í hillur verslana. Aðgengi að vöru og þjónustu og öflug markaðssetning hefur þannig mun meiri áhrif á hegðunarmynstur okkar en við höldum. Börn eru sérstaklega útsett fyrir neyslustýringu af þessu tagi og þarf að vernda sér- staklega. Hjartavernd hefur tekið þátt í alþjóðlegu rannsóknar- verkefni á vegum Evrópusamtaka hjartaverndarfélaga (European Henrt Netivork) um markaðssetningu á matvælum frá árinu 2004 þar sem sérstaklega er kannað hvaða áhrif auglýsingar sem bein- ast að börnum hafa á offitu á meðal þeirra. Atferlishagfræði Til þess að ná árangri með lýðgrunduðum inngripum er gagnlegt að taka mið af kenningum atferlishagfræði (behavioral economics). Þessi fræðigrein á rætur bæði í sálfræði og hagfræði og skilgreinir atferli fólks þegar það stendur frammi fyrir valkostum, meðal annars í sambandi við heilsu.33 Hér á eftir verða rakin nokkur hug- tök úr þessari fræðigrein og tekin dæmi um hvernig hún getur komið að gagni við lýðgrunduð inngrip í lýðheilsu.33 Tvenns konar ákvaröanataka Samkvæmt Nóbelsverðlaunahafanum Daniel Kahneman stjórn- ast val okkar og hegðun af tveimur aðskildum kerfum.34 Fyrra kerfið sem kalla má innsæi einkennist af hraðri ákvarðanatöku, óígrundaðri og ómeðvitaðri, sem byggir oft á tilfinningu frekar en rökhugsun. í síðara kerfinu byggir ákvarðanataka á rök- hugsun, meðvituðu mati á kostum og göllum, hún er hægvirkari og útheimtir meiri athygli. Þessi tvö kerfi koma bæði við sögu í daglegum ákvörðunum fólks, til dæmis varðandi val á neyslu- vöru. Flestar ákvarðanir sem teknar eru í flýti, undir álagi eða í streituvekjandi umhverfi fylgja fyrra kerfinu. Þetta á við um val á matvöru í verslunum til dæmis. Rannsóknir hafa sýnt að einföld skilaboð um næringarinnihald, til dæmis með umferðarljósakerfi, eru mun áhrifaríkari en nákvæmar töflur um innihald fjölmargra næringarefna. Tóbaksframleiðendur og skyndibitakeðjur notfæra sér þessa hugmyndafræði í markaðssetningu sinni. Höfðað er til huglægra þátta, svo sem gleði, hamingju og vellíðunar þegar þessar vörur eru auglýstar, og þær eru settar fram á þann hátt að „valið" að kaupa þær verði tekið í flýti, óígrundað og ómeðvitað. Dæmi um þetta eru tóbak og sælgæti við búðarkassann í matvöru- verslunum, skyndibitastaðir við þjóðveginn og sælgætissjálfsalar LÆKNAblaðið 2013/99 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.