Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 3
Helgafellsspítali viðgatnamól Vesturiandsvegar og Þingvallavegar árið 1942.
Hvar á nýr Landspítali að rísa?
Þessi mynd er tekin vorið 1942 af Helgafellsspítala sem breski og ameríski herinn reisti við gatnamót
Vesturlandsvegar og Þingvallaafleggjara við Köldukvísl, og var starfræktur þar til í júní 1944. Þar má
enn sjá nokkur ummerki um starfsemi og sagan segir að reimleikar séu þarna í holtinu, bresk hjúkrunar-
kona með kappa og hitamæli lætur víst stundum á sér kræla. Spítalinn var vel búinn af lækningatækjum
og 660 manna starfsliði, og þar voru um 1000 sjúkrarými í stórum sjúkrastofum með 40 til 40 rúmum.
Spítalinn var í 160 bröggum sem voru tengdir með göngum svo fólk kæmist á milli bragganna hratt og
örugglega án tillits til veðurs og færðar. Heitt vatn var leitt frá Suður-Reykjum og þótti mikill munaður
að hafa óþrjótandi sjóðheitt baðvatn fyrir sjúklinga og starfsmenn.
Helgafellsspítali var einskonar landspítali ameríska hersins hér á landi og veitti fullkomnustu spítala-
þjónustuna. Ekki er annað hægt að segja en að staðsetningin sé miðsvæðis á Stór-Reykjavíkursvæðinu. í
blaðinu núna er viðtal við Friðþór Eydal um herspítalana á íslandi á stríðsárunum, bls. 150-4.
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS
Verk Daníels Karls Björnssonar (f. 1974) ber ekki sér-
stakt heiti en það var kynnt á sýningu
sem var kölluð Endurskin frá garði í
febrúar 2013. Það samanstendur af
ýmsum þáttum en burðarrásinn er stór
og mikil trekt smíðuð úr timbri. Hún er full
af stórum rauðum eplum sem glampar á
því þau eru sykurhúðuð eins og þau sem
maður getur stundum keypt á mörkuðum
eða götuhátíðum. Undir trektinni er bakki
þar sem rauðleitur vökvi rennur saman
eftir því sem eplin hrörna og gerjast á
meðan á sýningunni stendur. Verkið tekur
sem sagt breytingum frá opnunardegi
og til lokunar, frá því að vera aðlaðandi
yfir í eitthvað síður girnilegt. Aðrir þættir
verksins felast í gerðarlegri krukku sem
er full af vökva; maður getur sér þess
til að þar sé á ferð síróp frá fyrri sam-
bærilegum tilraunum listamannsins með sama efni. Þá er
lítil teikning nálægt sem sýnir sporbaug jarðar í kringum
sólu undir yfirskriftinni Progress. Teikningin gerir grein
fyrir því þegar jörð og sól eru næst og fjærst hvort öðru.
Loks leikur lýsing stórt hlutverk, en verkinu er komið fyrir
við glugga þar sem dagsbirtan flæðir inn. í kring er síðan
komið fyrir rafljósum sem varpa annars
vegar útfjólubláu Ijósi á verkið og hins
vegar innrauðu. Þegar degi hallar
sést verkið að utan í gegnum rúðuna,
baðað hinu sérstaka Ijósi. Daníel Karl
endurspeglar í verki sínu áhuga á
óstöðugleika efnis og aðstæðna. Verkið
felur í sér ýmsar andstæður, eða gagn-
stæðar hliðar á sama peningi. Hann
bendir á hina viðvarandi undiröldu
breytinga og ummyndana allt í kringum
okkur þar sem efnisheimurinn er ýmist
í vexti eða niðurbroti, tekur stöðugt
á sig nýja mynd í mislangvinnu ferli
og verður að einhverju allt öðru. Eins
sjáum við hlutina sifellt í nýju Ijósi, allt
eftir sjónarhól, stund og stað þar sem
ótal þættir hafa áhrif á upplifun okkar
og skilning. Raflýsingin í kringum verkið er á öndverðum
mörkum sýnilegs Ijóss og undirstrikar loks þá staðreynd
að skynjun okkar eru takmörk sett og að ekki er allt sem
sýnist.
Markús Þór Andrésson
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL jOURNAL
www. laeknabladid. is
Hlíðasmára 8,
201 Kópavogi
564 4104-564 4106
Útgefandi
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Anna Gunnarsdóttir
Gylfi Óskarsson
Hannes Hrafnkelsson
Sigurbergur Kárason
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Þórunn Jónsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og
Ijósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@iis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Dögg Árnadóttir
dogg@iis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@iis.is
Upplag
1700
Áskrift
12.400,- m. vsk.
Lausasala
1240,- m. vsk.
Prentun, bókband
og pökkun
Oddi,
umhverfisvottuð
prentsmiðja
Höfðabakka 3-7
110 Reykjavík
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu
formi, svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita með neinum
hætti, hvorki að hluta né í heild, án
leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru
skráðar (höfundar, greinarheiti og
útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Library of Medicine),
Science Citation Index (SciSearch),
Journal Citation Reports/Science
Edition og Scopus.
The scientific contents of the lcelandic
Medical Journal are indexed and abst-
racted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
LÆKNAblaðið 2013/99 115