Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 13
RANNSÓKN Mynd 2. Orsakir sjónskeröingar sem er einskorðuð við annað augað (46 einstaklingar, 46 augu). l,7-8,3; p=0,001). Tæp 80% (eða 7 af 9) þeirra sem höfðu þróað með sér sjónskerðingu árið 2001 höfðu betri sjónskerpu en 6/12 árið 1996. Árið 1996 voru alls 46 einstaklingar með sjónskerðingu sem einskorðaðist við eitt auga (4,4% algengi; 19 hægri augu og 27 vinstri augu) og 18 manns voru blindir á aðeins öðru auganu (1,7% algengi; 5 hægri augu og 13 vinstri augu). Fimm árum síðar höfðu 28 einstaklingar (3,5% algengi; 17 hægri augu og 11 vinstri augu) hlotið sjónskerðingu sem bundin var við eitt auga og 10 orðið blindir (1,2% algengi; fjögur hægri augu og 6 vinstri augu ). Við augnskoðun árið 2001 hafði sjónskerpa batnað um tvær eða fleiri Snellen-línur í báðum augum hjá 12,9% og í öðru auganu hjá 26% þátttakenda. Um þriðjungur þeirra sem hlaut bætta sjón á 5 ára tímabilinu hafði farið í augasteinaskipti. Þegar kannað var sjóntap sem var bundið við bæði augu, var aldursbundin hrörnun í augnbotnum helsta orsök bæði sjónskerð- ingar og blindu. Af 10 sjónskertum einstaklingum orsakaði aldurs- bundin augnbotnahrörnun sjónskerðinguna í báðum augum hjá 5 manns en í einu tilviki var aldursbundin augnbotnahrörnun aðal- orsökin í öðru auganu en bláæðalokun í sjónhimnu í hinu auganu. Aðrar orsakir má sjá á mynd 1. Þegar einnig voru skoðaðir þeir þátttakendur sem höfðu sjónskerpu á bilinu 6/18 til <6/12 mátti sjá að 38,1% (8 einstaklingar, 16 augu) af þessu vægara formi sjón- skerðingar stöfuðu af skýmyndun á augasteini. Af þeim sem voru blindir á báðum augum árið 1996 olli aldursbundin augnbotna- hrörnun blindunni í 5 af 6 tilvikum (83,4%) og einn var blindur vegna bólgusjúkdóms í æða- og sjónhimnu (ctiorioretinitis). Fimm árum síðar höfðu 5 einstaklingar (55,6%) hlotið sjón- skerðingu vegna aldursbundinnar augnbotnahrörnunar, þrír vegna skýmyndunar á augasteini (33,3%) og einn af völdum sjónhimnuskemmda vegna sykursýki (11,1%). Aðeins þrír ein- staklingar höfðu orðið blindir, einn vegna aldursbundinnar augnbotnahrörnunar, einn vegna örs á hornhimnu og einn vegna Lebers-sjóntaugarrýrnunar. Mynd 2 sýnir orsakir sjónskerðingar sem er aðeins bundin við annað augað. Latt auga var orsök sjónskerðingar í 43,5% til- vika (20 augu af 46) og skýmyndun á augasteini í 30,4% (14 augu af 46). Aldursbundin augnbotnahrörnun var sjaldgæfari orsök og olli 10,9% (5 augu af 46) af sjónskerðingu sem aðeins var til staðar í öðru auganu. Við eftirfylgdarskoðun 5 árum síðar var skýmyndun á augasteini orsök sjóntaps í 50,0% tilfella (14 augu) og aldursbundin augnbotnahrörnun í 32,1% tilfella (9 augu). Aðrar sjaldgæfari orsakir sjónskerðingar í einu auga voru hornhimnu- sjúkdómur (bullous keratopathy; tvö augu), æðalokun í sjónhimnu (eitt auga), sjónhimnulos (eitt auga) og áverki (eitt auga). Þegar könnuð var blinda sem var eingöngu bundin við annað augað árið 1996 var latt auga orsökin í þriðjungi tilfella (6 augu af 18), gláka í 5 augum og aldursbundin augnbotnahrörnun í fjórum augum. Aðeins einn einstaklingur var blindur á öðru auga vegna áverka. Umræða Algengi og 5 ára nýgengi sjónskerðingar og blindu eykst með aldri. Samkvæmt okkar niðurstöðum eru bæði algengi og 5 ára nýgengi sjónskerðingar meðal 50 ára og eldri Reykvíkinga um 1%. Algengi blindu er 0,6% og 5 ára nýgengi 0,4%. Þegar tekið er tillit til mismunar í skilgreiningum sjóntaps og augnsjúk- dóma milli rannsókna eru niðurstöður Reykjavíkuraugnrann- sóknarinnar svipaðar og sjá má í evrópskum,8 bandarískum6-22'23 og áströlskum7-24'25 rannsóknum á hvítum miðaldra og eldri ein- staklingum. Þegar Reykjavíkuraugnrannsóknin hófst árið 1996 var algengi blindu 0,4% samkvæmt ársyfirliti Sjónstöðvar íslands og algengi lögbiindu (sjónskerpa s6/60) var 0,6%. Þetta er örlítið lægra algengi en í Reykjavíkuraugnrannsókninni, enda vel þekkt að blinduskrár vanmeti að einhverju leyti blindu sökum þess að erfitt getur verið að ná til þeirra sem búa á dvalarheimilum fyrir aldraða, lifa við hreyfihömlun eða vitsmunalega hrörnun. Klein og félagar sýndu fram á að þeir sem bjuggu á dvalarheimilum fyrir aldraða voru 5 sinnum líklegri til að vera lögblindir en þeir sem bjuggu á eigin heimili.22 Þátttökuhlutfall í Reykjavíkuraugnrann- sókninni var hátt í öllum aldurshópum, nema meðal þeirra sem voru 80 ára eða eldri árið 1996. Allir sem kusu að taka ekki þátt í augnskoðuninni samþykktu þó að svara spurningalista og sýndi sig að aðalástæða þess að þátttaka var afþökkuð var sú að margir í elsta aldurshópnum voru of veikir eða hreyfihamlaðir til þess að taka þátt en Reykjavíkuraugnrannsóknin var hátæknirannsókn og ekki mögulegt að ferðast með tækjabúnað milli staða. Þekkt er að LÆKNAblaðið 2013/99 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.