Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 45
UMFJÖLLUN O G GREINAR um hugrekki og hjartastærð Þorgeirs eru skráðar af miklu innsæi og líklegt að læknislærður maður hafi gert það. Annars staðar í sögunni er þessi til- vitnun í líffærafræði samtímans: „Öll bein hans skulfu þau er voru í hans líkama en það voru tvö hundruð beina og fjórtán bein. Tennur hans nötruðu, þær voru þrír tigir. Allar æðar í hans hörundi pipruðu fyrir hræðslu sakir. Þær voru fjögur hundruð og fimmtán." Þarna skýtur höf- undurinn inn almennum læknisfræðileg- um fróðleik lesendum til skemmtunar. Sjúkdómalýsingar eru nokkrar í bókinni. Þannig slær ástkona Þormóðar, Þorbjörg Kolbrún, hann með ógurlegum augnverk eða höfuðkvölum þegar hann snýr kvæði hennar upp á lof til annarrar konu. Af lýsingum að dæma er um heiftarlegt mígreni að ræða sem lagast ekki fyrr en Þormóður játar sviksemi sína fyrir fólki. Faðir hans, Bersi læknir, ráð- leggur honum að gera það og greinilegt að hann er sammála mörgum nútímalæknum sem telja að mígreni eigi sér að einhverju leyti andlegar skýringar. Annars staðar er lýsing á sárum sem Þormóður hlaut í bardaga og hversu lengi hann var að jafna sig. Hér heldur læknir um pennann, sem þekkir dynti ýmissa veikinda sem lúta ekki neinum almennum lögmálum heldur fara sínar eigin leiðir. Margt bendir til að höfundur hafi haft talsverða reynslu af konum og þekkt vel sálarlíf þeirra. Hann skýtur inn setningum sem sýna innsæi í mannlega hegðun og samband kynjanna. Þegar Þormóður hafði móðgað Þórdísi segir sagan að hún hafi reigt sig og skotið öxl við honum „eins og konur eru jafnan vanar, þá er þeim líkar eigi allt við karla". í sögulok er frásögnin af hetjudauða Þormóðar. Hann gekk vel fram í bardag- anum að Stiklastöðum enda vildi hann falla með konungi sínum. Þormóður fékk ör í síðuna og leitaði til kornhlöðu þar sem sárir menn lágu og kona nokkur bjó um áverkana. Hún vildi gefa Þormóði lauk- Á Læknadögum í Hörpu um dagiim lét Óttar Guðmundsson gamminn geisa um þá svarabræð- ur Þormóð Kolbrúnarskátd og Þorgeir Hávarsson ogliöfund sögunnar afþeim. Spurning hvort inn- kirtlalæknir liafi skrifað Fóstbræðrasögu ? graut að drekka til að sjá hvort hann hefði holsár eða ekki. En Þormóður sýndi lækn- inum litla virðingu og sagðist ekki ekki hafa grautsótt. Þegar hún spurði hverju það sætti að hann væri svo fölur svaraði hann með vísu og útúrsnúningum. Hún reyndi að draga út örina með spennitöng en ekkert gekk. Þormóður bað hana þá að skera til járnsins svo að hann næði betra tangarhaldi á ör- inni. Hún gerði svo en hann gaf henni þá gullhring að launum svo að læknisverkin voru betur launuð á þessum tíma en nú. Hann kippti þá örinni úr sárinu og lágu tágar af hjartanu á krókunum, sumar rauð- ar, aðrar hvítar, gular og grænar. Þá mælti Þormóður þau orð sem uppi munu verða meðan land byggist: „Vel hefur konungurinn alið oss, hvítt er þessum karli um hjartarætur." Hann kastaði fram einni vísu og dó eftir það standandi og féll ekki til jarðar fyrr en hann var dauður. Lýsingin á viðskiptum Þormóðar og læknisins er mjög skemmtileg og greini- legt að höfundurinn þekkir vel til erfiðra og hrokafullra sjúklinga sem hlýða engum fyrirmælum. Læknirinn sýnir mikið lang- lundargeð með þessum stæriláta manni sem svarar ráðleggingum með skætingi. Mér finnst þetta samtal minna helst á reynslu mína af slysadeild þegar læknar reyna eftir mætti að ræða við óþekka og drukkna gesti sem haga sér eins og stór börn. Þannig má segja að Fóstbræðrasaga sé margslungin bók þar sem blandað er saman hetjusögu, læknisfræði og margs konar speki úr heimi sállækninga. Ég tel líklegt að höfundurinn hafi verið skemmti- legur læknir sem bjó yfir mikilli þekkingu í fræðunum og hafði reynslu af veiku fólki og sjúkdómum. Hann hafði ríka kímni- gáfu og bjó yfir miklu innsæi í mannlegt eðli. Engin önnur íslendingasaga hefur að geyma svo mikla læknisfræðilega kunn- áttu. Loksins eignaðist læknastéttin rit- snilling þótt seint væri! LÆKNAblaðið 2013/99 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.