Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 53
Læknaskólinn í Salernó. Á frásögnum af lækningum Hrafns er nokkur helgisagnablær enda segir í sögu hans: „Svo fylgdi hans lækningu mikill guðs kraftur að margir gengu heilir frá hans fundi, þeir er banvænir komu til hans fyrir vanheilsu sakir." Ýmsar lækningar hans teldust ekki gjaldgengar nú enda hefur fræðunum fleygt fram á 800 árum. Sú skurðaðgerð sem lýst er hér í rammagrein sýnist standa nútímanum mun nær. Þorvaldur - drápið Fljótlega eftir að Hrafn kom heim úr förinni með Guðmundi góða og hafði sest að búi sínu á Eyri skiptust þeir á heimboðum hann og Þorvaldur goði Snorrason í Vatnsfirði og mæltust til vináttu hvor af öðrum. Ekki leið þó á löngu áður en slettist á vinskapinn. Þorvaldur var ófyrirleitinn og tók óhikað það sem hann taldi sér Hrafn fjarlægir þvagrásarsteina „í sveit Hrafns var maður þrotráða ... Hann hafði steinsótt svo að því mátti hann ei þurft sækja er steinninn féll fyrir getnað- arliðu hans." Hrafn tók hann til sín og „létti hans meini með mikilli íþrótt. Og svo sótti meinið að honum að hann varð banvænn og lá bólginn sem naut." Þá leitaði Hrafn álits presta sinna og fleiri viturra manna. Þeir töldu manninn banvænan nema að væri gert. „En Hrafn sagði að hann mundi til taka með guðs forsjá og þeirra atkvæði. Og þá fór hann höndum um hann og kenndi steinsins í kviðinum og færði hann frá í getnaðarliðinn svo sem hann mátti og batt síðan fyrir ofan með hörþræði svo að eigi skyldi upp þoka steininn og öðrum þræði batt hann fyrir framan steininn. Og þá bað hann að allir skyldu syngja fimm pater noster, þeir er inni voru, áður en hann veitti aðgerðina. Og síðan skar hann um endilangt með knífi og tók í brott tvo steina. Síðan batt hann viðsmjör við sárið og græddi hann svo að hann varð heill." bera, oft ránshendi. Hrafn var friðsamur og sáttfús og vildi fara að lögum og fékk Þorvald dæmdan fyrir yfirgang. Óvild Þorvalds jókst og þar kom að hann reið til Eyrar og ætl- aði að brenna Hrafn inni. Hrafni barst njósn af ferðum Þorvalds og varð hann frá að hverfa er lið dreif að Hrafni. Lét Hrafn hlaða grjótvirki kringum bæinn og þegar Vatnsfirðingur gerði næstu atrennu var bærinn óárennilegri auk þess sem Hrafni barst enn liðsauki. Þorvaldur þóttist fús til sátta sem Hrafn þáði en hlaut ámæli fyrir að láta ekki drepa Þorvald meðan hann átti þess kost. I sögu Hrafns er lýst fjölda fyrirboða um dauða hans. Á lönguföstu, 4. mars 1013, reið Þorvaldur með lið sitt um nótt, í illu veðri, yfir Glámu til Arnarfjarðar. Hann batt fólk á öllum bæjum þar sem hann fór um, svo ekki bærist njósn. Þessa nótt var í fyrsta skipti þann vetur enginn vörður í virkinu því menn Hrafns töldu útilokað að nokkur sækti að bænum í óveðri á föstu. Óvinirnir gátu því óáreittir lyft manni upp á virkisvegginn og opnaði sá fyrir hinum. Þeir svældu síðan út heimilisfólkið. Þorvaldur lét fóthöggva tvo menn Hrafns og hálshöggva hann sjálfan. Varð hann karlmannlega við dauða sínum. Tólf árum síðar hefndu synir Hrafns, Sveinbjörn og Krákur, föður síns er þeir brenndu inni Þorvald Vatnsfirðing. Heimildir Bjarnason Ö. Kristinn heimur miðalda og Hrafn Sveinbjamarson. Læknablaðið 2004; 90:167-70. Bjarnason Ö. Hrafn Sveinbjarnarson - líkn og lækningar. Læknablaðið 2004; 90: 253-7. Hrafns saga Sveinbjamarsonar hin sérstaka. Sturlunga saga II. Ritstj. Thorsson Ö. Svart á hvítu, Reykjavík 1988:883-931. Blöndal LH, Jónsson V. Læknar á íslandi. Sögufélagið, Reykjavík, 1944. Professor of Pathology, specializing in digital pathology Associated with employment as chief physician/specialist at University Hospital Linköping This appointment is specifically directed toward teaching in the MD program and also in devel- oping the future MD programs. Furthermore, the holder of this position is to actively intro- duce digital pathology for research and routine diagnostics in histopathology. Further information www.liu.se/en/job Last application day is March 22, 2013 ^ Linköping University j expanding reality 1 LÆKNAblaðið 2013/99 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.