Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 46
LÖGFRÆÐI 3. PISTILL Læknar eru hvattir til að koma á framfæri við ritstjórn eða pistlahöfund ábendingum um efni sem þeir vilja að fjallað verði um. Ymislegt gagnlegt um börn og lækna Nýlega leitaði læknir til LÍ með spurningu um það hvaða upplýsingar um barn hann mætti gefa forsjárlausu foreldri þess. Um síðustu áramót gengu í gildi breytingar á barnalögum nr. 76/2003 sem snerta meðal annars samþykki foreldra fyrir heilbrigðis- þjónustu barns og um rétt forsjárlausra foreldra til upplýsinga um heilsufar barns- ins. Á þetta getur reynt í samskiptum lækna og foreldra og því gagnlegt að fara yfir þessar reglur. í nýrri 28. gr. a. barnalaga er fjallað um inntak sameiginlegrar forsjár. Þegar for- eldrar fara sameiginlega með forsjá barns taka þeir sameiginlega allar meiriháttar ákvarðanir um barnið. Búi foreldrar með sameiginlega forsjá ekki saman, er það lögheimilisforeldrið sem tekur afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins, meðal annars um venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Foreldrarnir eiga þó að leitast við að hafa samráð áður en ákvarðanir um barnið eru teknar. Með því eru foreldrar hvattir til að taka tillit til skoðana og sjónarmiða hvors annars. Ef foreldrar með sameiginlega forsjá ná ekki samkomulagi um þau atriði sem þar eru tilgreind, meðal annars heilbrigðis- þjónustu fyrir barnið, tekur lögheimilis- foreldrið ákvörðunina. Barnalögin gera greinarmun á „venjulegri" og „nauðsyn- legri" heilbrigðisþjónustu. Með „venjulegri heilbrigðisþjónustu" er átt við minniháttar heilbrigðisþjónustu, svo sem reglubundið ungbarnaeftirlit, læknisaðstoð vegna minniháttar kvilla og reglubundna tann- læknaþjónustu. Með „nauðsynlegri heil- brigðisþjónustu" er átt við þá þjónustu sem heilbrigðisstarfsmenn mæla með en undir hana geta fallið hvers konar rann- sóknir og greining en einnig meðferð, lyfjagjöf og aðgerðir. Af þessum lagabreytingum leiðir að hvað sem sameiginlegri forsjá líður tekur lögheimilisforeldrið allar ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu barnsins, náist ekki samkomulag milli foreldranna um hana. í 1. mgr. 26. gr. laga um réttindi sjúklinga 158 LÆKNAblaðið 2013/99 nr. 74/1997 segir: „Foreldrar sem fara með forsjá barns skulu veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára. Eftir því sem kostur er skulu sjúk börn höfð með í ráðum og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri." Af nýrri 28. gr. a. barnalaga leiðir að þegar foreldrar búa ekki saman er nægilegt að afla samþykkis lögheimilis- foreldris fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára. Þessi nýju ákvæði vekja spurningu um hvað gildi um heilbrigðisþjónustu sem barn þarf á að halda meðan það er í umgengni hjá hinu foreldrinu. Kemur þá til skoðunar 3. mgr. 46. gr. barnalaga þar sem segir: „Foreldri sem nýtur umgengni er heimilt að taka þær nauðsynlegu ákvarðanir um daglegt líf barnsins sem fylgja umgengninni. Foreldri sem barn býr hjá ber að tryggja að foreldri sem nýtur umgengni fái nauðsynlegar upplýsingar til þess að umgengnin þjóni hag og þörfum barnsins." Telja verður að af þessu leiði að hvað sem líður forsjá barnsins taki umgengnisforeldrið að minnsta kosti allar ákvarðanir sem lúta að venjulegri heilbrigðisþjónustu meðan barnið er í umgengni. Um upplýsingarétt forsjárlauss foreldris er fjallað í 52. gr. barnalaga. Mikilvægt er að draga það fram að forsjárlaust foreldri á rétt á því að fá frá hinu foreldrinu munn- legar upplýsingar um hagi barnsins, þar á meðal varðandi heilsufar þess. Eðlilegast er að forsjárforeldrið veiti forsjárlausa foreldrinu upplýsingar af þessu tagi. En stundum er það svo að foreldrar eiga erfitt með að halda uppi eðlilegum samskiptum um hvaðeina er viðkemur barninu. For- sjárlausa foreldrinu er því veittur réttur til að fá munnlegar upplýsingar um barnið frá öðrum aðilum sem fara með mál þess, meðal annars heilsugæslu, sjálfstætt starf- andi sérfræðingum og sjúkrahúsum. I þessum rétti felst ekki heimild til að fá upplýsingar um hagi forsjárforeldrisins. Heimilt er að synja um heilsufarsupp- lýsingar ef hagsmunir foreldris af því að Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Læknafélags islands DoggP@lis.is notfæra sér þær þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmun- um, þar á meðal ef telja verður að upp- lýsingagjöf sé skaðleg fyrir barn. Ef læknir neitar því að veita heilsufarsupplýsingar um barn af því að hann telur upplýsinga- gjöfina geta orðið skaðlega fyrir barnið, getur forsjárlausa foreldrið skotið málinu til sýslumanns. Þegar sérstaklega stendur á getur forsjárforeldrið farið þess á leit við sýslumann að hann svipti forsjárlausa for- eldrið upplýsingarétti, svo sem frá sjúkra- húsum eða heilsugæslu. I því tilviki væri lækni óheimilt að veita upplýsingarnar. Af þessum ákvæðum leiðir að leiti for- sjárlaust foreldri til læknis barns varðandi heilsufarsupplýsingar um það, ber lækn- inum að veita foreldrinu þessar upp- lýsingar munnlega, enda telji læknirinn að upplýsingagjöfin sé barninu ekki skaðleg. Lækninum ber ekki að ræða við forsjárfor- eldrið um upplýsingagjöfina og þarf ekki leyfi þess. Um heilbrigðisþjónustu barna og upplýsingarétt forsjárlauss foreldris til heilsufarsupplýsinga um barnið gilda eftirfarandi meginreglur: Ef foreldrar barns sem lýtur sameigin- legri forsjá búa ekki saman er það lög- heimilisforeldrið sem tekur allar ákvarð- anir um heilbrigðisþjónustu barnsins, bæði venjulega og nauðsynlega heil- brigðisþjónustu. Umgengnisforeldri tekur þó ákvarðanir varðandi að minnsta kosti venjulega heilbrigðisþjónustu þegar barn er í umgengni hjá því. Forsjárlaust foreldri á rétt á munn- legum upplýsingum um heilsufar barnsins frá öðrum aðilum, svo sem heilsugæslu, sjálfstætt starfandi sérfræðingum og sjúkrahúsum. Þessum aðilum er heimilt að synja um þessar upplýsingar ef hagsmunir foreldris af því að fá upplýsingarnar eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum, til dæmis ef telja verður að upplýsingagjöfin sé skaðleg fyrir barnið. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.