Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 27
Mynd 3. Brjóstholsskurður. Mynd: Tómas Guðbjartsson. Mynd 4. Brjóstholsspeglunaraðgerð. Mynd: Tómas Guðbjartsson. Meinvörp í miðmætis- eða porteitlum Meinvörp í miðmæti og lungnaporti (hilus) eru algeng hjá sjúk- lingum með lungnameinvörp en í nýlegum rannsóknum er tíðnin á bilinu 14-33%.13 Eitlameinvörp eru slæmt teikn hvað varðar horfur en ekki hefur verið sýnt fram á að brottnám á eitlum bæti lifun sjúklinga.14'16 Einnig er umdeilt hvort fjarlægja eigi lungna- meinvörp hafi krabbameinið borist í miðmætiseitla.13 Stigun fyrir aðgerð er oftast framkvæmd með miðmætisspeglun (mediastinos- copy) þar sem tekin eru sýni úr eitlum. Einnig er hægt að ná sýni með ómun í gegnum berkjuspeglun (endoscopic bronchial ultrasound, EBUS) eða vélindaspeglun (endoscopic ultrasound, EUS).13 í aðgerð er æskilegt að taka sýni úr eða fjarlægja eitla sem eru í sama lunga og meinvarpið, en einnig eitla sem er að finna í miðmæti þeim megin sem æxlið er. Sýnatöku úr eitlum er oft ábótavant, en ein- ungis voru tekin sýni úr eitlum í 4,6% tilfella í gagnagrunni Inter- national Registry of Lung Metastases (IRLM) sem náði til 5206 sjúk- linga.17 í íslensku rannsókninni voru eitlar fjarlægðir í aðgerð hjá þriðjungi sjúklinga en miðmætisspeglun var aðeins framkvæmd í einu tilfelli.6 Tegundir skurðaðgerða Lungnameinvörp eru oftast fjarlægð með fleygskurði (wedge resec- tion ) (mynd 2) og er hlutfallið 56-82% í erlendum rannsóknum.17'19 Hér á landi er hlutfall fleygskurða í kringum 60% en blaðnám (lobectomy) (mynd 2) er framkvæmt í tæplega þriðjungi tilfella, sem er frekar hátt hlutfall.6 Blaðnám hentar vel þegar æxli liggur miðlægt í lunga eða þegar fleiri en eitt meinvarp er að finna í sama lungnablaði. Við miðlæg æxli má þó stundum framkvæma geira- skurð (segmentectomy). Einnig getur komið til greina að fjarlægja allt lungað (pneumonectomy) þegar meinvarp teygir sig á milli blaða í miðju lungans. Slík meðferð er þó umdeild.20 Ástæður fyrir því að reynt er að forðast lungnabrottnám er há tíðni fylgikvilla og að langtímahorfur eru lakar. Þannig var 5 ára lifun þessara sjúklinga aðeins 20% í IRLM rannsókninni, en 3% sjúklinga höfðu gengist undir lungnabrottnám sem er svipað hlutfall og hér á landi.wl Aðgerðir á lungnameinvörpum eru oftast framkvæmdar með brjóstholsskurði þar sem farið er í gegnum 4. eða 5. rifjabil (mynd 3). Allt lungað er þreifað og hnútar sem taldir eru meinvörp fjar- lægðir. Við fleyg- eða geiraskurð er notast við heftibyssu og mein- varpið fjarlægt ásamt umlykjandi lungnavef með 1-2 cm skurð- brúnum. Mikilvægt er að skurðbrúnir séu hreinar því annars eru horfur sjúklingsins mun lakari en ella.17'22'23 Þegar meinvörp eru staðsett í báðum lungum og talin er ábending fyrir brottnámi er oftast gerður fleygskurður í gegnum brjóstholsskurð beggja vegna, oftast með 3-6 vikna millibili. í þeim tilfellum er mælt með TS af lungum á milli aðgerða.24 Stundum kemur þó til greina að gera fleygskurð beggja vegna í sömu aðgerð og þá í gegnum bringu- beinsskurð. Aðgengi að aftari hlutum lungna er þá oft síðra en við brjóstholsskurð.1 Á síðustu árum hefur færst í vöxt að fjarlægja lungnameinvörp með brjóstholsspeglun (video assisted thoracosocpic surgery, VATS) (mynd 4). Við þessar aðgerðir eru skurðir minni en við brjósthols- skurð og sjúklingar því fljótari að jafna sig eftir aðgerðina.25 Með þessari aðferð er auðvelt að fjarlægja meinvörp nálægt yfirborði lungans en erfiðara er að eiga við meinvörp sem staðsett eru dýpra í lunganu, enda ekki hægt að þreifa lungað eins og við opna aðgerð. Þetta takmarkar notagildi speglunaraðgerða en talið er að allt að þriðjungur sjúklinga hafi þreifanlega hnúta sem ekki sjást á TS, og að helmingur þeirra sé illkynja.2627 Þótt rannsóknir sýni sambærilega lifun og tíðni endurkomu krabbameins og við opna aðgerð,25 eru margir sem telja að brjóstholsspeglunaraðgerð eigi aðeins að beita í undantekningartilfellum hjá sjúklingum með lungnameinvörp.24-26'27 Hér á landi gengust aðeins fjórir sjúklingar af 81 undir slíka aðgerð á tímabiliinu 1984-20086 Endurtekin lungnameinvörp Sjúklingar sem greinast aftur með lungnameinvörp geta í völdum tilvikum komið til greina í enduraðgerð svo fremi sem viðmið Thomford og Clagett eru uppfyllt.3 Rannsóknir á árangri end- LÆKNAblaðið 2013/99 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.