Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 18
Y F I R L I T lyfjaiðnaðar, heilbrigðisstarfsfólks, sjúklingasamtaka, foreldra og almennings. Pólitísk inngrip eru nauðsynleg til þess að ná árangri en þau verða að vera byggð á upplýstri ákvarðanatöku fremur en hagsmunagæslu þrýstihópa. Hér geta hagsmunir augljóslega rekist á. Hagsmunir matvælaiðnaðar eru til dæmis ekki endilega í samræmi við manneldismarkmið sem byggja á því að draga úr neyslu mettaðrar fitu og sykurs. Um 75% af öllu því salti sem við neytum kemur úr tilbúnum matvælum en einungis fjórðungi er bætt í við matseld eða við matarborðið. Saltneysla á dag er um það bil tvöfalt til þrefalt það magn sem mælt er með (6-7 g/dag) og hefur mikil áhrif til hækkunar á meðaltalsblóðþrýstingi meðal þjóðarinnar.1417 Matvælaiðnaðurinn hefur því umtalsverð áhrif á það hvort við borðum heilnæma fæðu eða ekki. Nauðsynlegt er að stjórnvöld hafi eftirlit með og setji regluverk um framleiðslu tilbúinna matvæla. Á það bæði við um innihald salts, sykurs og mettaðrar fitu. Þó að neytandinn beri sjálfur ábyrgð á því hvaða matvöru hann velur í verslun eða veitingahúsi getur verið erfitt fyrir hann að gera sér grein fyrir því af merkingum eða matseðli hvort unnin matvæli stuðli að háum blóðþrýstingi eða hækkun á kólesteróli í hverju einstöku tilviki. Það sem skiptir þó meira máli eru áhrifin sem tilbúin matvæli hafa á stöðu áhættuþátta að meðaltali hjá þjóðinni allri. Hér er ábyrgðin ekki einstaklingsins, heldur verða stjórnvöld að hafa eftirlit með og setja reglugerð um innihald tilbúinna matvæla. Með neyslustýringu geta stjórnvöld dregið úr neyslu óhollra fæðutegunda en aukið í staðinn neyslu ávaxta og grænmetis.18 Þetta hefur til dæmis verið gert með sér- stökum sykurskatti með það að markmiði að draga úr heildar- neyslu sykraðra gosdrykkja og annarrar matvöru með miklum viðbættum sykri. Óhófleg neysla sykurs stuðlar að þeim offitufar- aldri sem flest lönd búa við í dag. Offita og afleidd sykursýki er ein helsta undirrót margra langvinnra sjúkdóma. Það er því lýðheilsu- markmið að draga úr sykurneyslu þjóðarinnar til að stemma stigu við þessari sjúkdómsþróun. Þessi sykurskattur hefur verið gagn- rýndur, ekki síst af matvælaiðnaðinum, og er gott dæmi um það hvernig almannahagsmunir og hagsmunir einkageirans geta rek- ist á. Sýnt hefur verið fram á að við neyslustýringu er skattlagning óhollustu mun áhrifameiri aðferð en afslættir eða niðurgreiðsla á hollari matvöru þar sem fólk leitast almennt við að draga úr fjár- hagslegu tjóni (loss aversion).'9 Annað vel heppnað inngrip er takmörkun á notkun trans- fitusýra í matvælaiðnaði. Þessi tegund fitusýra sem verður til við hýdroxýleringu ómettaðrar fitu, til dæmis við upphitun mjúkrar ómettaðrar fitu, hefur reynst stuðla að æðakölkunarsjúkdómi.20'22 Það er nokkurn veginn ómögulegt fyrir neytandann að gera sér grein fyrir því hvort hann er að neyta transfitusýruríkra matvæla því að þessi tegund fitu er bæði bragð- og lyktarlaus. Bann við notkun transfitusýra í matvælaiðnaði hefur nánast útrýmt þessari auknu hættu og er dæmi um vel heppnað inngrip stjórnvalda eftir ábendingar fagfólks í heilbrigðisstétt.21 Inngripið kostar nánast ekkert en sparar nokkra tugi mannslífa á hverju ári á íslandi. ís- land var fjórða landið í Evrópu til að taka upp slíka löggjöf, næst á eftir Dönum, Svisslendingum og Austurríkismönnum.20'22 Nærtækasta dæmi um pólitísk inngrip sem hafa skilað árangri er þó bann við reykingum á opinberum stöðum. Fyrsta þjóðin í Evrópu til að taka upp slíkt bann voru írar árið 2004, en fljótlega eftir það fylgdu Englendingar, íslendingar og fleiri í kjölfarið. Alls staðar þar sem slíkt bann hefur verið innleitt hefur tilfellum kransæðastíflu fækkað um 17-19% innan nokkurra vikna, bæði meðal reykingamanna og hinna sem ekki reykja.23'25 Þessi löggjöf, sem í fyrstu var sett til að bæta vinnuumhverfi þeirra sem ekki reykja, varð þannig að mjög áhrifamiklu lýðheilsulegu inngripi. Árangursríkasta leiðin til að stemma stigu við faraldri lang- vinnra sjúkdóma er að beita pólitískum inngripum sem miða að því að koma í veg fyrir þróun sjúkdóma, með því að móta það um- hverfi sem við búum í. Slík inngrip eru bæði fljótvirk og hagkvæm og skila betri árangri í lýðheilsu en meðferð sjúkdóma.1226 Stefnumörkun á alþjóðavettvangi Á leiðtogafundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í september 2011 var því beint til aðildarlanda að móta stefnu um forvarnir langvinnra sjúkdóma og skila árangursskýrslu fyrir næsta þing árið 2014.27 Helstu áhersluþættir í þessari vinnu eru eftirfarandi: Tóbaksvarnir Að framfylgja rammaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, WHO, um tóbaksvarnir frá 2003 (Framezvork Convention on Tobacco Control, FCTC).28 í þessu felst meðal annars að samræma og auka skatta og smásöluálagningu á tóbaki til þess að draga úr neyslu þess. Að takmarka aðgengi ungmenna að tóbaki og minnka sýnileika þess með því að banna tóbaksauglýsingar og kostun tóbaksfyrirtækja á íþróttakappleikjum. Að innleiða bann við sölu tóbaks á internetinu og í sjálfsölum. Rétt er að benda á að í ramma- áætluninni er ekki gerður greinarmunur á reyktóbaki og reyklausu hvað þetta varðar. Mælt er með að aðildarlönd taki upp reglugerð sem bannar tóbaksreykingar á opinberum stöðum. Þetta hefur víðast leitt til þess að fækka tilfellum hjartaáfalla um 17-19%. Að gera skylt að merkja tóbak með upplýsingum og varnaðartexta um skaðsemi reykinga, að fjarlægja öll vörumerki af tóbakspökkum og selja þessar vörur í stöðluðum einsleitum brúnum pakkning- um. Islendingar hafa nú þegar uppfyllt flest ákvæði rammaáætl- unar um tóbaksvarnir. Þannig hefur bann við tóbaksauglýsingum verið í gildi á Islandi um margra ára skeið og hefur stuðlað að þvf að reykingamönnum hefur fækkað um meira en helming á síðasta aldarfjórðungi. Þessi fækkun reykingamanna skýrir um 22% af þeirri fækkun ótímabærra dauðsfalla vegna kransæðastíflu sem varð á íslandi á árunum 1981-2006.6 Það er þó full ástæða til að vera á varðbergi gagnvart þeirri markaðssetningu á reyklausu tóbaki sem beinist að ungu fólki í dag. Fullyrðingar um að munn- tóbak sé skaðlaust heilsunni minna óþægilega á andvaraleysið við markaðssetningu reyktóbaks um miðja síðustu öld. Mataræði Stefna ber að því að draga úr notkun salts í tilbúnum matvælum þannig að heildarneysla salts fari niður fyrir 5g á dag. Að taka upp merkingarkerfi á tilbúnum matvælum sem gerir neytendum kleift að lesa upplýsingar um innihald salts, fitu og næringarefna í til- búnum matvælum. Að heildarinntaka mettaðrar fitu fari ekki yfir 10% af heildarorkuneyslu á dag. Að draga verulega úr eða koma í veg fyrir notkun transfitu í tilbúnum matvælum. Að tryggja að í lögum og reglugerðum um landbúnað og matvælaframleiðslu séu áhrif á hollustu og heilbrigði höfð að leiðarljósi. Takmarka ber aug- lýsingar á óhollum mat- og drykkjarvörum sem beinast að börn- um, sérstaklega í sjónvarpi og netmiðlum. I þessum efnum eigum 130 LÆKNAblaöið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.