Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 21
Y F I R L I T Tafla I. Mælanleg markmið sett fram af Evrópusamtökum gegn langvinnum sjúkdómum. • Fækkun dauðsfalla vegna langvinnra sjúkdóma um 25% fyrir árið 2025. • Fækkun reykingamanna í minna en 5% fyrir 2040. • Draga úr meðal saltneyslu í minna en 5 g/dag fyrir árið 2025. • Draga úr neyslu mettaðrar fitu i minna en 10% af daglegri orkuneyslu fyrir 2025. • Útrýma notkun transfitusýra í matvælaframleiðslu fyrir 2025. • Minnka um helming neyslu sykurs í matvælum og drykkjarvöru fyrir 2025. • Innleiða varnaðartexta á alla áfenga drykki. • Draga úr sölu og neyslu áfengis um 10% og fækka lifrarsjúkdómum tengdum áfengi um 10% fyrir2025. • Veita þeim sem hafa langvinna sjúkdóma eða eru í aukinni áhættu að þróa slíka sjúkdóma ódýr, örugg, áhrifarík lyf, bóluefni og önnur meðferðarúrræði sem við eiga. • Stöðva núverandi fjölgun tilfella af sykursýki. er áherslan innan ESB á að viðhalda heilbrigði (health promotion) í víðum skilningi miklu fremur en á forvarnir einstakra sjúkdóma (diseaseprevention) en á þessu tvennu er gerður skýr greinarmunur. Læknar og aðrar heilbrigðisstéttir sem vinna á hinum pólitíska vettvangi verða að læra þennan hugsanagang og skilja hvernig ákvarðanir eru teknar innan Evrópusambandsins til þess að ná árangri. Fyrir okkur íslendinga skiptir ekki máli hvort við erum innan eða utan Evrópusambandsins að þessu leyti. Sú samleið sem við eigum með þeim þjóðum sem þar eru er augljós og því tökum við þátt í þessari vinnu og þeirri baráttu sem þar fer fram. Frá stofnun Evrópusamtaka gegn langvinnum sjúkdómum (Euro- pean Chronic Disease Alliance) árið 2010 hefur mikil vinna farið í að vekja athygli einstakra þingmanna Evrópuþingsins og leiðtoga- ráðs ESB (European Council) á vísindalegum rökum fyrir forvörn- um langvinnra sjúkdóma. Megináherslan í þessu starfi hefur verið að byggja röksemdafærsluna á traustum vísindalegum grunni og sýna fram á að inngrip á grundvelli lýðheilsu eru ódýr, fljótvirk og mjög áhrifarík í því að draga úr sjúkdómum og viðhalda heilsu (tafla I). Með því að beita ódýrum inngripum sem hafa jákvæð áhrif á heilsufar alls almennings má draga verulega úr sjúkdóms- byrði, ójöfnuði og útgjöldum til heilbrigðismála. Þetta starf að lýðheilsu hefur oft og tíðum mætt mikilli andstöðu hagsmuna- aðila, til dæmis tóbaksiðnaðar, matvælaiðnaðar og landbúnaðar, en einnig frá samtökum innan einkageirans, svo sem samtökum sjónvarpsstöðva, verslunar og þjónustu. Þrátt fyrir þetta hefur Evrópusamtökum gegn langvinnum sjúkdómum orðið verulega ágengt í málflutningi sínum og náð að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við heilbrigðisyfirvöld í Evrópusambandinu og í ein- stökum aðildarríkjum þess.47-48 Álitamál Hugmyndafræði lýðheilsu og forvarnaraðgerðir mæta oft mikilli andstöðu meðal almennings. Margir líta á það sem forsjárhyggju og takmörkun á sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins þegar reynt er að stuðla að heilbrigði með þeim aðferðum sem hér hafa verið raktar. Þó er enginn ágreiningur um að setja lagaramma utan um mengun umhverfis, geislavarnir, verndun hreins drykkjarvatns og lofts. Mikil umræða verður um loftmengun vegna sorpbrennslu- stöðva og bálkasta um áramót. Áhrif þessara hluta á heilbrigði landsmanna er þó hverfandi í samanburði við þá áhættuþætti langvinnra sjúkdóma sem hér hafa verið til umfjöllunar. Ef áhrif óheilsusamlegs mataræðis, tóbaksnotkunar og hreyfingarleysis eru borin saman við áhættuna sem skapast til dæmis af geisla- virkum úrgangi verður mönnum betur ljóst að um raunverulega og fyrirbyggjanlega áhættuþætti er að ræða sem sjálfsagt er að stemma stigu við með stjórnvaldsaðgerðum í samvinnu við fag- fólk og hagsmunaaðila. Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna óumdeilanlega samband milli vissra áhættuþátta og þróunar langvinnra sjúkdóma. Það sem faraldsfræðilegar rannsóknir geta hins vegar ekki gert er að sanna að orsakasamband sé á milli áhættuþáttar og sjúkdóms. Til þess þarf slembiraðaða rannsókn (randomized clinical trial) með að- ferðum gagnreyndrar læknisfræði (evidence based medicine). Það er oftast illframkvæmanlegt að beita slembiröðuðum rannsóknarað- ferðum í lýðheilsurannsóknum. Annars vegar vegna þess að þá þarf að rannsaka gríðarlega stóran hóp fólks með ærnum tilkostn- aði og sömuleiðis þarf að bíða í langan tíma eftir því að mælanleg- ur sjúkdómur komi fram. Mjög erfitt er að framkvæma slembirað- aðar rannsóknir á atferli fólks, til dæmis mataræði eða hreyfingu, því margir munu ekki fylgja mataræðisforskrift eða hreyfingar- plani. Þess vegna er oft stuðst við athuganir aftur í tímann (lii- storical experiments) sem er ekki eins sterk sönnun á orsakasam- bandi áhættuþáttar og sjúkdóms eins og slembiröðuð rannsókn. Þess vegna verða margir til að draga í efa niðurstöður rannsókna í lýðheilsuvísindum.25-46-49 Framskyggnar rannsóknir, eins og Hóp- rannsókn Hjartaverndar á Reykjavíkursvæðinu, eru hins vegar taldar gefa mun sterkari vísbendingar um samband áhættuþátta við sjúkdóma en afturskyggnar rannsóknir. Margar sambærilegar rannsóknir eru til víða um heim og þegar flestar rannsóknir hafa komist að sömu niðurstöðu hefur það leitt til stjórnvaldsaðgerða sem hafa skilað miklum árangri. Áhrif reykinga á nýgengi hjarta- sjúkdóma og lungnakrabbameins eru kannski skýrustu dæmin um nýtingu slíkra rannsóknarniðurstaðna. Niðurlag Langvinnir sjúkdómar eru stærsta ógn við heilbrigði, framfarir og hagvöxt um allan heim á komandi árum. Mestur hluti þess- ara sjúkdóma er áunninn vegna óheppilegra lifnaðarhátta sem við höfum tamið okkur á síðustu 50 árum. Miklum árangri má ná með einföldum og ódýrum stjórnvaldsaðgerðum sem takmarka nokkra vel þekkta áhættuþætti í umhverfi okkar. Auka þarf áherslu á það að viðhalda heilbrigði í stað þess að meðhöndla einungis sjúkdóma enda er það mun ódýrari og áhrifaríkari nálgun til bættrar lýð- heilsu. Hér hafa læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk mikilvægu hlutverki að gegna við að upplýsa heilbrigðisyfirvöld um orsakir sjúkdóma og ekki síður hvaða inngrip eru áhrifamest til þess að koma í veg fyrir þróun langvinnra sjúkdóma í samfélaginu. Með því að sameina krafta fagaðila, stjórnmálamanna og almennings sem láta sig málið varða munum við ná árangri í baráttunni við þá langvinnu sjúkdóma sem ógna heilsu komandi kynslóða. LÆKNAblaðið 2013/99 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.