Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 25
Y F I R L I T Skurðmeðferð lungnameinvarpa - yfirlitsgrein um ábendingar og árangur meðferðar Halla Viðarsdóttir1 læknir, Páll Helgi Möller2 4 læknir, Tómas Guðbjartsson3 '1 læknir ÁGRIP Á Islandi greinist þriðji hver einstaklingur með krabbamein á lífsleiðinni. Illkynja sjúkdómar um fjórðungur dánarmeina og eingöngu hjarta- og æðasjúkdómar eru algengari dánarorsök. Um þriðjungur krabbameins- sjúklinga greinist með meinvörp í lungum sem er ein algengasta stað- setning meinvarpa. Hjá sumum þessara sjúklinga getur komið til greina að fjarlægja meinvörpin með skurðaðgerð í þeim tilgangi að bæta lifun. ( þessari yfirlitsgrein er farið yfir helstu ábendingar fyrir brottnámi lungnameinvarpa, rannsóknir fyrir aðgerð og árangur aðgerða. Greinin er ætluð breiðum hópi lækna og er byggt á nýjustu þekkingu og vísað til íslenskra rannsókna. ’Skurðdeild Sjúkrahússins í Helsingborg, Svíþjóð, 2skurðlækningadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, “læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir: Halla Viðarsdóttir halla. vidarsdottir@ skane.se Greinin barst 28. september 2012, samþykkt til birtingar 20. febrúar 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Aðferðafræði Leitað var að heimildum í PubMed-gagnagrunninum undir leitarorðunum pulmonary metastasectomy, pulmonary resection og pulmonary metastases. Einungis var stuðst við vís- indagreinar á ensku. Engar framskyggnar slembivalsrannsóknir fundust en sérstaklega var stuðst við greinabálk um skurðmeðferð lungnameinvarpa sem birtist í Journal of Thoracic Oncology 2010 og var samstarfsverkefni á vegum European Society of Thoracic Surgeons. Ábendingar og val sjúklinga fyrir aðgerð Brottnám lungnameinvarpa hefur verið reynt við ýmis krabbamein en þó aðallega við lungnameinvörp sarkmeina, ristil- og endaþarmskrabbameins, nýrna- frumukrabbameins og kímfrumuæxla (germ cell tumo- urs). Framan af var árangur þessara aðgerða lítið rann- sakaður en á síðustu árum hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á góðan árangur, eða á bilinu 30 til 70% 5 ára lifun fyrir hinar ýmsu gerðir æxla.1 Fyrsta rannsókn á árangri skurðmeðferðar við lungnameinvörpum birtist árið 1947, en þar var jafnframt getið um hvaða sjúklingar gætu hugsanlega haft gagn af henni.2 Árið 1965 birtu Thomford og Clagett endurbættar ábendingar fyrir skurðmeðferð sem enn eru í fullu gildi með lítilsháttar breytingum.3 Samkvæmt þeim á skurðaðgerð við þegar: a) frumæxli er skurðtækt, b) meinvörp eru ekki til staðar utan lungna (undantekning eru skurðtæk lifrarmein- vörp ristil- og endaþarmskrabbameins), c) það er tækni- lega framkvæmanlegt að fjarlægja lungnameinvörpin, d) áhætta tengd aðgerð er ásættanleg fyrir sjúklinginn og e) önnur læknandi meðferð er ekki í boði.3 Tíðni og greining Lungu eru ásamt lifur, beinum og heila þau líffæri sem krabbamein dreifa sér oftast til. Eins og sést í töflu I er tíðni lungnameinvarpa mismunandi eftir krabbamein- um og er hún hæst fyrir sarkmein, eistnakrabbamein og sortuæxli.4 Líkur á því að hnútur í lunga sé meinvarp fer eftir tegund frumæxlis. Ef upprunalega æxlið er sarkmein eða sortuæxli er tífalt líklegra að um sé að ræða meinvarp en lungnakrabbamein og um helmings- líkur ef frumæxlið er ristil- eða endaþarmskrabbamein.5 Lungnameinvörp geta valdið einkennum eins og hósta og brjóstverk. Mun algengara er þó að sjúklingar séu án einkenna og greinist við eftirlit í kjölfar meðferðar á frumæxli eða þegar gerðar eru myndrannsóknir vegna óskyldra sjúkdóma. í íslenskri rannsókn á 81 sjúklingi sem gekkst undir brottnám á lungnameinvörpum á árunum 1984 til 2008 voru 81,5% án einkenna, og greindust langflestir þeirra við krabbameinseftirlit þar sem gerðar voru tölvusneiðmyndir (TS) eða röntgen- myndir af lungum.6 Tafla I. Tíðni (%) lungnameinvarpa fyrirhelstu æxlistegundir.4 Beinsarkmein 75 Eistnakrabbamein 70-80 Sortuæxli 60-80 Brjóstakrabbamein 60 Nýrnakrabbamein 50-75 Ristil- og endaþarmskrabbamein 20-43 Þvagblöðrukrabbamein 25-30 Lungnakrabbamein 20-30 Höfuð-og hálskrabbamein 13-40 LÆKNAblaðið 2013/99 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.