Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 28
Y F I R L I T uraðgerðar eru af skornum skammti en í tveimur rannsóknum á lungnameinvörpum frá ristil- og endaþarmskrabbameini mældist 5 ára lifun 25% og 54%.28,29 Enn betri árangri hefur verið lýst hjá sjúklingum með sarkmein en þar var 5 ára lifun 69% eftir endur- tekið brottnám.23 Eftirlit eftir skurðaðgerð Endurkoma krabbameins eftir brottnám á lungnameinvörpum er algeng. í IRLM-rannsókninni fengu til dæmis 53% sjúklinga þar sem náðist að fjarlægja allan æxlisvöxt endurtekin meinvörp. Breytilegt er á milli stofnana hvernig eftirliti þessara sjúklinga er háttað eftir aðgerð, enda vantar rannsóknir á því hvernig best er að haga slíku eftirliti. Tíðni endurtekinna lungnameinvarpa var mis- munandi eftir tegund frumæxlis og var hæst fyrir sarkmein eða í tveimur tilfellum af þremur.17 Mikilvægt er að greina ný meinvörp tímanlega þar sem endurtekið brottnám getur komið til greina í vissum tilfellum. 1 nýlegri yfirlitsgrein Detterbeck og félaga var mælt með eftirliti og TS á lungum á 6 mánaða fresti fyrstu tvö árin eftir brottnám og síðan árlega í 5 ár ef lungað var þreifað í aðgerð. Hafi aðgerðin hins vegar verið gerð með speglunartækni og lungað ekki þreifað er mælt með þéttara eftirliti.8 Önnur úrræði en skurðaðgerð í sumum tilvikum eru sjúklingar ekki taldir þola skurðagerð, til dæmis vegna skertrar lungnastarfsemi eða þeir ekki taldir uppfylla skilyrði brottnáms vegna dreifðra lungnameinvarpa. í slíkum tilvikum getur komið til greina að beita staðbundinni meðferð með rafbrennslu (radiofrecjuency ablaliorí), örbylgjum (microwave ablation) eða kælimeðferð (cryoablation). Einnig er í vax- andi mæli beitt hnitmiðaðri geislameðferð (sterotactic radiosurgery) við lungnameinvörp.30 Þessar aðferðir hafa fyrst og fremst verið notaðar á sjúklinga með óskurðtæk meinvörp eða þegar sjúklingi er ekki treyst í aðgerð.30 Við rafbrennslu er rafskauti komið fyrir í æxlinu með aðstoð ómunar eða TS og rafstraumur notaður til að brenna æxlið.30 Lungnameinvörp henta vel til brennslu því Ioft í nálægum lungna- vef einangra orkuna í æxlinu. Aðferðin hentar hins vegar ekki við meinvörp sem eru stærri en 3,5 cm.30 Rafbrennsla er almennt talin áhættulítil meðferð en tæplega helmingur sjúklinga fær loftbrjóst sem í rúmlega helmingi tilfella þarf að meðhöndla með brjósthols- kera.31 Við örbylgjumeðferð er skauti komið fyrir í æxlinu. Raf- segulbylgjur eru síðan notaðar til að örva vatnssameindir í vefnum sem valda núningi og hitamyndun sem drepur æxlisfrumurnar.30 Örbylgjumeðferð hentar oft betur en rafbrennsla þar sem leiðni rafstraums er takmörkuð í loftríkum vef eins og lunga. Auk þess getur hitaleiðni frá rafskautum verið skert vegna kolamyndunar umhverfis þau. Við kælimeðferð er komið fyrir nál og köldu argonlofti hleypt í æxlið. Við þetta sundrast æxlisfrumurnar þar sem ískristallar myndast í og utan æxlisfrumanna.30 Líkt og við rafbrennslu er hægt að framkvæma örbylgju- og kælimeðferð með ástungu í gegnum brjóstvegg og er þá ómskoðun eða TS notaðar til að staðsetja æxlið. Með hnitmiðaðari geislameðferð er unnt að gefa stærri geislaskammt á sjálft æxlið en valda um leið minni geislaskemmdum á nærliggjandi vefjum.30 í nýlegri rannsókn var Mynd 5. Lifun (Kaplan-Meier) eftir brottnám þriggja atgengustu lungnameinvarpa á íslandi 1984-2008,fyrir ristil- og endaþarmskrabbamein (CRC, colorectal carinoma), nýrnafrumukrabbamein (RCC, renal cell carcinoma) og sarkmein. Mynd er fengin úr lieimild 6. tveggja ára lifun um 50% og alvarlegur geislaskaði greindist að- eins hjá 2,6% sjúklinga.32 Krabbamein þarsem lungnabrottnám kemurtil greina Brottnámi hefur verið beitt við lungnameinvörp ýmissa krabba- meina en skurðaðgerð er best rannsökuð fyrir ristil- og enda- þarmskrabbamein, sarkmein og nýrnafrumukrabbamein, en einn- ig eistnakrabbamein, sortuæxli og brjóstakrabbamein. Hér verður stuttlega rakin faraldsfræði þessara krabbameina með áherslu á árangur lungnaskurðaðgerða og forspárþætti lifunar. Ristil- og endaþarmskrabbamein Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið hjá körlum á íslandi og fjórða algengasta krabbameinið hjá konum. í íslenskri rannsókn sem tók til áranna 1955-2004 reyndist tæpur fjórðungur (22,1%) sjúklinga vera með fjarmeinvörp við greiningu.33 Algeng- ust eru meinvörp í lífhimnu, lifur og lungum.34 Þar sem stór hluti þessara sjúklinga eru með meinvörp í fleiri en einu líffæri kemur brottnám lungnameinvarpa oftast ekki til greina. Undantekning á þessu eru skurðtæk meinvörp sem greinast samtímis í lifur og lungum.35 Margt bendir til þess að skurðaðgerð sé vannýtt með- ferð hjá þessum sjúklingum, en hér á landi gengust aðeins 1,4% sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein undir brottnám á meinvörpum í lungum á 15 ára tímabili.6 í nýlegri rannsókn sem tók til 20 rannsókna og samtals 1870 sjúklinga, létust innan við 2,5% sjúklinga innan 30 daga (skurð- dauði) og 5 ára lifun var tæplega 40% eða frá 24 til 56%.22 Til 140 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.