Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2013, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.03.2013, Qupperneq 28
Y F I R L I T uraðgerðar eru af skornum skammti en í tveimur rannsóknum á lungnameinvörpum frá ristil- og endaþarmskrabbameini mældist 5 ára lifun 25% og 54%.28,29 Enn betri árangri hefur verið lýst hjá sjúklingum með sarkmein en þar var 5 ára lifun 69% eftir endur- tekið brottnám.23 Eftirlit eftir skurðaðgerð Endurkoma krabbameins eftir brottnám á lungnameinvörpum er algeng. í IRLM-rannsókninni fengu til dæmis 53% sjúklinga þar sem náðist að fjarlægja allan æxlisvöxt endurtekin meinvörp. Breytilegt er á milli stofnana hvernig eftirliti þessara sjúklinga er háttað eftir aðgerð, enda vantar rannsóknir á því hvernig best er að haga slíku eftirliti. Tíðni endurtekinna lungnameinvarpa var mis- munandi eftir tegund frumæxlis og var hæst fyrir sarkmein eða í tveimur tilfellum af þremur.17 Mikilvægt er að greina ný meinvörp tímanlega þar sem endurtekið brottnám getur komið til greina í vissum tilfellum. 1 nýlegri yfirlitsgrein Detterbeck og félaga var mælt með eftirliti og TS á lungum á 6 mánaða fresti fyrstu tvö árin eftir brottnám og síðan árlega í 5 ár ef lungað var þreifað í aðgerð. Hafi aðgerðin hins vegar verið gerð með speglunartækni og lungað ekki þreifað er mælt með þéttara eftirliti.8 Önnur úrræði en skurðaðgerð í sumum tilvikum eru sjúklingar ekki taldir þola skurðagerð, til dæmis vegna skertrar lungnastarfsemi eða þeir ekki taldir uppfylla skilyrði brottnáms vegna dreifðra lungnameinvarpa. í slíkum tilvikum getur komið til greina að beita staðbundinni meðferð með rafbrennslu (radiofrecjuency ablaliorí), örbylgjum (microwave ablation) eða kælimeðferð (cryoablation). Einnig er í vax- andi mæli beitt hnitmiðaðri geislameðferð (sterotactic radiosurgery) við lungnameinvörp.30 Þessar aðferðir hafa fyrst og fremst verið notaðar á sjúklinga með óskurðtæk meinvörp eða þegar sjúklingi er ekki treyst í aðgerð.30 Við rafbrennslu er rafskauti komið fyrir í æxlinu með aðstoð ómunar eða TS og rafstraumur notaður til að brenna æxlið.30 Lungnameinvörp henta vel til brennslu því Ioft í nálægum lungna- vef einangra orkuna í æxlinu. Aðferðin hentar hins vegar ekki við meinvörp sem eru stærri en 3,5 cm.30 Rafbrennsla er almennt talin áhættulítil meðferð en tæplega helmingur sjúklinga fær loftbrjóst sem í rúmlega helmingi tilfella þarf að meðhöndla með brjósthols- kera.31 Við örbylgjumeðferð er skauti komið fyrir í æxlinu. Raf- segulbylgjur eru síðan notaðar til að örva vatnssameindir í vefnum sem valda núningi og hitamyndun sem drepur æxlisfrumurnar.30 Örbylgjumeðferð hentar oft betur en rafbrennsla þar sem leiðni rafstraums er takmörkuð í loftríkum vef eins og lunga. Auk þess getur hitaleiðni frá rafskautum verið skert vegna kolamyndunar umhverfis þau. Við kælimeðferð er komið fyrir nál og köldu argonlofti hleypt í æxlið. Við þetta sundrast æxlisfrumurnar þar sem ískristallar myndast í og utan æxlisfrumanna.30 Líkt og við rafbrennslu er hægt að framkvæma örbylgju- og kælimeðferð með ástungu í gegnum brjóstvegg og er þá ómskoðun eða TS notaðar til að staðsetja æxlið. Með hnitmiðaðari geislameðferð er unnt að gefa stærri geislaskammt á sjálft æxlið en valda um leið minni geislaskemmdum á nærliggjandi vefjum.30 í nýlegri rannsókn var Mynd 5. Lifun (Kaplan-Meier) eftir brottnám þriggja atgengustu lungnameinvarpa á íslandi 1984-2008,fyrir ristil- og endaþarmskrabbamein (CRC, colorectal carinoma), nýrnafrumukrabbamein (RCC, renal cell carcinoma) og sarkmein. Mynd er fengin úr lieimild 6. tveggja ára lifun um 50% og alvarlegur geislaskaði greindist að- eins hjá 2,6% sjúklinga.32 Krabbamein þarsem lungnabrottnám kemurtil greina Brottnámi hefur verið beitt við lungnameinvörp ýmissa krabba- meina en skurðaðgerð er best rannsökuð fyrir ristil- og enda- þarmskrabbamein, sarkmein og nýrnafrumukrabbamein, en einn- ig eistnakrabbamein, sortuæxli og brjóstakrabbamein. Hér verður stuttlega rakin faraldsfræði þessara krabbameina með áherslu á árangur lungnaskurðaðgerða og forspárþætti lifunar. Ristil- og endaþarmskrabbamein Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið hjá körlum á íslandi og fjórða algengasta krabbameinið hjá konum. í íslenskri rannsókn sem tók til áranna 1955-2004 reyndist tæpur fjórðungur (22,1%) sjúklinga vera með fjarmeinvörp við greiningu.33 Algeng- ust eru meinvörp í lífhimnu, lifur og lungum.34 Þar sem stór hluti þessara sjúklinga eru með meinvörp í fleiri en einu líffæri kemur brottnám lungnameinvarpa oftast ekki til greina. Undantekning á þessu eru skurðtæk meinvörp sem greinast samtímis í lifur og lungum.35 Margt bendir til þess að skurðaðgerð sé vannýtt með- ferð hjá þessum sjúklingum, en hér á landi gengust aðeins 1,4% sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein undir brottnám á meinvörpum í lungum á 15 ára tímabili.6 í nýlegri rannsókn sem tók til 20 rannsókna og samtals 1870 sjúklinga, létust innan við 2,5% sjúklinga innan 30 daga (skurð- dauði) og 5 ára lifun var tæplega 40% eða frá 24 til 56%.22 Til 140 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.