Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 26
Y F I R L I T
Mynd 1. Tölvusneiömynd sem sýnir 3,5 cm meinvarp (ör) frá ristilkrabbameini. Sjúk-
lingurgekkst undir blaðnám þar sem æxliö var of miðlægt í lunganu til þess að liægt
væri aöfjarlægja þaö mcö fleyg- eöa geiraskurði.
Almennt er litið svo á að fyrirferð eða hnútur í lunga hjá ein-
staklingi sem áður hefur greinst með krabbamein sé meinvarp uns
annað sannast. Þessa sjúklinga verður því að rannsaka nánar til
að staðfesta að um meinvarp sé að ræða en ekki góðkynja hnút
eða lungnakrabbamein. TS af brjóstholi (mynd 1) er lykilrann-
sókn í þessu tilliti en næmi hennar er háð stærð hnúta og er allt
að 95% fyrir hnúta sem eru stærri en 6 mm í þvermál.7 í nýlegri
samantekt Detterbeck og félaga er mælt með tölvusneiðmyndum
sem eru ekki eldri en fjögurra vikna gamlar áður en aðgerð er
framkvæmd. Yfirleitt dugar hefðbundin TS-rannsókn en ávinn-
ingur af háskerpu TS-rannsókn þykir ekki sannaður við leit að
meinvörpum.8 Erlendis er víða gerð jáeindaskönnun (positron-
emission tomography, PET) en hún bætir yfirleitt litlu við TS þegar
kemur að greiningu lungnameinvarpa, enda næmi einungis 30%
fyrir hnúta undir 1 cm að stærð. Jáeindaskönnun kemur því fyrst
og fremst að gagni við að útiloka meinvörp utan lungna og í mið-
mæti.910 Þannig reyndust 15% sjúklinga sem fóru í jáeindaskönnun
fyrir fyrirhugaða aðgerð á lungnameinvörpum með sjúkdóm sem
hafði dreift sér utan brjósthols og 2% höfðu meinvörp í miðmæt-
iseitlum.9 í annarri rannsókn reyndust 9% sjúklinga sem höfðu
lungnameinvörp frá sortuæxli vera með meinvörp utan brjóst-
hols." Jáeindaskanni er ekki til hér á landi en sjúklingar eru sendir
erlendis í rannsóknina ef þörf er talin á.
Tafla II. Helstu rannsóknir til mats og undirbúnings aðgerðar.
Stigun sjúkdóms Líkamlegt ástand
Tölvusneiðmynd, ómun, beinaskann, jáeindaskann Blásturspróf
Berkjuspeglun Hjartalínurit
Sértækar rannsóknir eins og segulómun og Hjartaómun
ristilspeglun
Tafla III. Karnofsky-skali til að meta almennt ástand sjúklings.
Eðlileg færni við athafnir og vinnu; engin þörf fyrir aðstoð 100 Eðlileg færni, engin einkenni sjúkdóms
90 Eðlileg færni, minniháttar einkenni og teikn um sjúkdóm
80 Eðlileg færni með áreynslu, nokkur einkenni og teikn um sjúkdóm
Ófær um að stunda vinnu; fær um að búa heima og sjá um persónulegar þarfir; mismikil þörf fyrir aðstoð 70 Sér um athafnir daglegs lífs, ófær um að stunda vinnu
60 Þarfnast einstaka sinnum aðstoðar en annars fær um að sinna persónulegum þörfum
50 Þarfnast töluverðar aðstoðar og tíðrar læknisþjónustu
Ófær um að sjá um sig; þarfnast sjúkrahús- umönnunar; sjúkdómur versnar hratt. 40 Óvirkur, þarf sérstaka umönnun og aðstoð
30 Mjög óvirkur, þarfnast innlagnar á sjúkrahús en er ekki deyjandi
20 Mjög veikur, sjúkrahúsinnlögn nauðsynleg, virk stuðningsmeðferð nauðsynleg
10 Dauðvona
0 Látinn
Undirbúningur fyrir skurðaðgerð
Áður en tekin er ákvörðun um brottnám lungnameinvarpa þarf
fjölda rannsókna og eru þær helstu sýndar í töflu II. Mynd-
rannsóknir eru notaðar til að meta hvort lungnameinvörpin séu
skurðtæk en einnig verður að útiloka að sjúkdómurinn hafi dreift
sér til annarra líffæra en lungna. Fengnar eru TS af kviðarholi,
þar sem sérstaklega er litið á lifur og nýrnahettur, TS af heila og
beinaskann eða segulómun af beinum. Berkjuspeglun er gjarnan
framkvæmd, sérstaklega ef meinvörp eru staðsett nálægt miðju
lungans. Sérhæfðari rannsóknir eins og ristilspeglun hjá sjúkling-
um með fyrri sögu um ristil- og endaþarmskrabbamein koma til
greina til að meta hvort krabbameinið hafi tekið sig upp. Auk rann-
sókna til stigunar er mikilvægt að meta ástand hjarta og lungna
fyrir hugsanlega aðgerð. Öndunarmæling (spirometry), og þá sér-
staklega fráblástursgeta á sekúndu (FEV,, forced expiratory volume
in 1 second), veitir mikilvægar upplýsingar um ástand lungna og
áhættu við aðgerð.12 Einnig er fengið hjartalínurit og eftir atvikum
hjartaómun og þolpróf með mælingu á hámarkssúrefnisupptöku
(VÖ2 max, maximal oxygen uptake) (tafla II). Einnig er hægt að meta
almennt ástand sjúklings og má gera það með Karnofsky-skala
sem metur færni sjúklingsins (100=eðlileg færni og 0=látinn)
(tafla III).
Mynd 2. Algengustu tegundir skuröaögeröa við lungnameinvörpum: A) fleygskurður
og B) blaðnám. Mynd: Bjarni Þór Pétursson.
138 LÆKNAblaöið 2013/99