Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2013, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.03.2013, Qupperneq 13
RANNSÓKN Mynd 2. Orsakir sjónskeröingar sem er einskorðuð við annað augað (46 einstaklingar, 46 augu). l,7-8,3; p=0,001). Tæp 80% (eða 7 af 9) þeirra sem höfðu þróað með sér sjónskerðingu árið 2001 höfðu betri sjónskerpu en 6/12 árið 1996. Árið 1996 voru alls 46 einstaklingar með sjónskerðingu sem einskorðaðist við eitt auga (4,4% algengi; 19 hægri augu og 27 vinstri augu) og 18 manns voru blindir á aðeins öðru auganu (1,7% algengi; 5 hægri augu og 13 vinstri augu). Fimm árum síðar höfðu 28 einstaklingar (3,5% algengi; 17 hægri augu og 11 vinstri augu) hlotið sjónskerðingu sem bundin var við eitt auga og 10 orðið blindir (1,2% algengi; fjögur hægri augu og 6 vinstri augu ). Við augnskoðun árið 2001 hafði sjónskerpa batnað um tvær eða fleiri Snellen-línur í báðum augum hjá 12,9% og í öðru auganu hjá 26% þátttakenda. Um þriðjungur þeirra sem hlaut bætta sjón á 5 ára tímabilinu hafði farið í augasteinaskipti. Þegar kannað var sjóntap sem var bundið við bæði augu, var aldursbundin hrörnun í augnbotnum helsta orsök bæði sjónskerð- ingar og blindu. Af 10 sjónskertum einstaklingum orsakaði aldurs- bundin augnbotnahrörnun sjónskerðinguna í báðum augum hjá 5 manns en í einu tilviki var aldursbundin augnbotnahrörnun aðal- orsökin í öðru auganu en bláæðalokun í sjónhimnu í hinu auganu. Aðrar orsakir má sjá á mynd 1. Þegar einnig voru skoðaðir þeir þátttakendur sem höfðu sjónskerpu á bilinu 6/18 til <6/12 mátti sjá að 38,1% (8 einstaklingar, 16 augu) af þessu vægara formi sjón- skerðingar stöfuðu af skýmyndun á augasteini. Af þeim sem voru blindir á báðum augum árið 1996 olli aldursbundin augnbotna- hrörnun blindunni í 5 af 6 tilvikum (83,4%) og einn var blindur vegna bólgusjúkdóms í æða- og sjónhimnu (ctiorioretinitis). Fimm árum síðar höfðu 5 einstaklingar (55,6%) hlotið sjón- skerðingu vegna aldursbundinnar augnbotnahrörnunar, þrír vegna skýmyndunar á augasteini (33,3%) og einn af völdum sjónhimnuskemmda vegna sykursýki (11,1%). Aðeins þrír ein- staklingar höfðu orðið blindir, einn vegna aldursbundinnar augnbotnahrörnunar, einn vegna örs á hornhimnu og einn vegna Lebers-sjóntaugarrýrnunar. Mynd 2 sýnir orsakir sjónskerðingar sem er aðeins bundin við annað augað. Latt auga var orsök sjónskerðingar í 43,5% til- vika (20 augu af 46) og skýmyndun á augasteini í 30,4% (14 augu af 46). Aldursbundin augnbotnahrörnun var sjaldgæfari orsök og olli 10,9% (5 augu af 46) af sjónskerðingu sem aðeins var til staðar í öðru auganu. Við eftirfylgdarskoðun 5 árum síðar var skýmyndun á augasteini orsök sjóntaps í 50,0% tilfella (14 augu) og aldursbundin augnbotnahrörnun í 32,1% tilfella (9 augu). Aðrar sjaldgæfari orsakir sjónskerðingar í einu auga voru hornhimnu- sjúkdómur (bullous keratopathy; tvö augu), æðalokun í sjónhimnu (eitt auga), sjónhimnulos (eitt auga) og áverki (eitt auga). Þegar könnuð var blinda sem var eingöngu bundin við annað augað árið 1996 var latt auga orsökin í þriðjungi tilfella (6 augu af 18), gláka í 5 augum og aldursbundin augnbotnahrörnun í fjórum augum. Aðeins einn einstaklingur var blindur á öðru auga vegna áverka. Umræða Algengi og 5 ára nýgengi sjónskerðingar og blindu eykst með aldri. Samkvæmt okkar niðurstöðum eru bæði algengi og 5 ára nýgengi sjónskerðingar meðal 50 ára og eldri Reykvíkinga um 1%. Algengi blindu er 0,6% og 5 ára nýgengi 0,4%. Þegar tekið er tillit til mismunar í skilgreiningum sjóntaps og augnsjúk- dóma milli rannsókna eru niðurstöður Reykjavíkuraugnrann- sóknarinnar svipaðar og sjá má í evrópskum,8 bandarískum6-22'23 og áströlskum7-24'25 rannsóknum á hvítum miðaldra og eldri ein- staklingum. Þegar Reykjavíkuraugnrannsóknin hófst árið 1996 var algengi blindu 0,4% samkvæmt ársyfirliti Sjónstöðvar íslands og algengi lögbiindu (sjónskerpa s6/60) var 0,6%. Þetta er örlítið lægra algengi en í Reykjavíkuraugnrannsókninni, enda vel þekkt að blinduskrár vanmeti að einhverju leyti blindu sökum þess að erfitt getur verið að ná til þeirra sem búa á dvalarheimilum fyrir aldraða, lifa við hreyfihömlun eða vitsmunalega hrörnun. Klein og félagar sýndu fram á að þeir sem bjuggu á dvalarheimilum fyrir aldraða voru 5 sinnum líklegri til að vera lögblindir en þeir sem bjuggu á eigin heimili.22 Þátttökuhlutfall í Reykjavíkuraugnrann- sókninni var hátt í öllum aldurshópum, nema meðal þeirra sem voru 80 ára eða eldri árið 1996. Allir sem kusu að taka ekki þátt í augnskoðuninni samþykktu þó að svara spurningalista og sýndi sig að aðalástæða þess að þátttaka var afþökkuð var sú að margir í elsta aldurshópnum voru of veikir eða hreyfihamlaðir til þess að taka þátt en Reykjavíkuraugnrannsóknin var hátæknirannsókn og ekki mögulegt að ferðast með tækjabúnað milli staða. Þekkt er að LÆKNAblaðið 2013/99 125

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.