Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2013, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.03.2013, Qupperneq 12
RANNSÓKN Mynd 1. Orsakir sjónskerðittgar. Úrvinnsla byggð á fjölda einstak- linga með sjónskerðingu í báðum augum (10 einstaklingar, 20 augu). auk þess að svara spurningalista um almennt heilsufar, lífsvenjur, augnheilsu, lyfjanotkun og fyrri augnskurðaðgerðir. Fengið var samþykki Tölvunefndar og Siðanefndar fyrir rann- sókninni. Augnskoðunin fólst meðal annars í mati á sjónskerpu í hvoru auga fyrir sig með Snellen-sjónmælingatöflu í 6 metra fjarlægð. Ef þátttakendur sáu ekki neðstu línu á kortinu (samsvarandi 6/6 í sjónskerpu) var besta-sjónskerpa metin með aðstoð sjónglerja. Ef einstaklingur gat ekki greint neinn bókstaf á Snellen-töflunni, það er ef sjónskerpa var verri en 6/60, var fjarlægðin minnkuð í þrjá metra, síðan tvo og að lokum einn metra. Ef enn var ekki hægt að meta sjónskerpu var kannað hvort þátttakandi gæti talið fingur, metið handarhreyfingu eða skynjað ljós í eins eða hálfs metra fjarlægð. Aðrir þættir augnskoðunarinnar fólust meðal annars í rauflampaskoðun sem gerð var af augnlækni, Scheimpflug-sneið- myndatöku (Nidek EAS 1000; Nidek Co. Ltd, Gamagori, Japan) af augasteini og fremri hluta augans, ásamt þrívíddarmyndatöku af sjóntaug og augnbotni (Nidek 3Dx/NM; Nidek Co. Ltd, Gamagori, Japan). Sjónsviðsmæling var gerð (Octopus GIX; Interzeag AG, Schilieren, Sviss) ef þátttakandi hafði sögu um gláku eða ef útlit sjóntaugar vakti grun um sjúkdóminn. Tafla I. Algengi (%) og 5 ára nýgengi sjónskerðingar og blindu samkvæmt skil- greiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Fjöldi = fjöldi þátttakenda; n = fjöldi einstaklinga með sjónskerðingu eða blindu; 95% Cl = 95% öryggismörk. Sjónskerðing - algengi Sjónskerðing - 5 ára nýgengi Aldur Fjöldi n % 95% Cl Fjöldi n % 95% Cl 50-59 360 0 0 - 303 0 0 - 60-69 355 2 0,6 0,0-1,4 301 2 0,7 0,0-1,6 70-79 254 2 0,8 0,0-1,9 203 5 2,5 0,3-4,6 80+ 76 6 7,9 1,7-14,1 35 2 5,7 0,0-13,8 Alls 1045 10 1,0 0,4-1,6 842 9 1,1 0,4-1,8 Blinda - algengi Blinda - 5 ára nýgengi Aldur Fjöldi n % 95% Cl Fjöldi n % 95% Cl 50-59 360 0 0 - 303 0 0 - 60-69 355 0 0 - 303 1 0,3 0,0-1,0 70-79 254 1 0,4 0,0-1,2 204 1 0,5 0,0-1,5 80+ 76 5 6,6 0,9-12,3 36 1 2,8 0,0-8,4 Alls 1045 6 0,6 0,1-1,0 846 3 0,4 0,0-0,8 Stuðst er við skilgreiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) við mat á sjóntapi." Sjónskerðing er skilgreind sem besta-sjónskerpa (með sjónglerjum ef þörf er á) <6/18, en þó ekki verri en 3/60, eða sjónsvið sem er eingöngu 5° til <10° frá miðju- punkti. Besta-sjónskerpa sem er <3/60, eða sjónsvið minna en 5° frá miðjupunkti flokkast sem blinda. A Islandi er lögblinda skil- greind sem besta-sjónskerpa s6/60. Orsök sjóntaps var metin út frá rannsóknargögnum,213og hefur greiningarskilmerkjum aldursbundinnar augnbotnahrörnunar1415, gláku16, skýmyndunar á augasteini17'18 og sjónlagskvillum19'21 í Reykjavíkuraugnrannsókninni verið lýst áður. Ef þátttakandi hafði tvo eða fleiri sjúkdóma sem valdið geta sjónskerðingu mátu höfundar út frá sjúkraskrám og augnbotnamyndum hvaða sjúk- dómur var líklegasta orsök sjóntapsins. Algengi og 5 ára nýgengi var metið í 10 ára aldurshópum og notuð var lýsandi tölfræði við útreikning á 95% öryggismörkum. Stuðst var við kí-kvaðrat próf og lógistíska aðhvarfsgreiningu við samanburð milli hópa. Niðurstöður í töflu I er algengi og 5 ára nýgengi sjónskerðingar og blindu lýst í 10 ára aldurshópum. Árið 1996 var algengi sjónskerðingar 1,0% og blindu 0,6%. Fimm ára nýgengi sjónskerðingar var 1,1% og blindunýgengið var 0,4%. Algengi lögblindu (sjónskerpa s6/60) var 0,8%. Eins og sjá má í töflunni eykst algengi sjóntaps gríðarlega í elstu aldurshóp- unum og sem dæmi má nefna að engin sjónskerðing er til staðar hjá þeim sem eru 50-59 ára við upphafsskoðun en í elsta aldurs- hópnum hefur algengið stigið í tæp 8%. Allir þeir sem voru blindir við skoðunina 1996 voru eldri en 75 ára. Fyrir hvert ár yfir 50 ára jukust líkur á sjónskerðingu við upp- hafsskoðun árið 1996 um 18% (95% öryggismörk 9-28%; p<0,001) og blindulíkur um 28% (95% öryggismörk 13-45%; p<0,001). Svipað mátti sjá við 5 ára eftirfylgdarskoðun þar sem líkurnar á sjónskerðingu jukust um tæplega 15% á ári eftir fimmtugt (95% öryggismörk 6-24%; p<0,001). Eftir leiðréttingu fyrir aldri voru meiri líkur á að einstaklingur með verri sjónskerpu en 6/12 árið 1996 hefði látist á 5 ára tímabilinu en þeir sem sáu betur (hlufallslíkur-hlutfall 3,8; 95% öryggismörk J 124 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.