Læknablaðið - 15.11.2013, Síða 9
RITSTJÓRNARGREIN
Nýjar aðferðir við meðferð geðsjúkdóma
- samvinna og sérhæfing utan spítala
Ólafur Þór
Ævarsson
geðlæknir og ráðgjafi um
geðheilbrigði,
Forvarnir ehf,
Lágmúla 5, Reykjavík
olafurfbstress.is
Ef hlaupið er hratt yfir sögu sjúkdóms-
greininga geðsjúkdóma og sálrænna með-
ferða má segja að fyrst hafi verið um ein-
staka frumkvöðla að ræða sem sátu einir
á meðferðarstofum sínum. Með aukinni
þekkingu og skipulagi heilbrigðisþjón-
ustu færðist starfsemin inn á stofnanir og
sjúkrahús. Þar fór síðan fram þjálfun geð-
heilbrigðisstéttanna og samvinna þeirra
þróaðist í teymisvinnu sem líkja mætti við
hvert annað teymi nútímasjúkrahúss, til
dæmis skurðstofuteymið. Við þessar að-
stæður skapaðist ný þekking og sérhæfing
í geðheilbrigðisþjónustu og má í þessu
sambandi nefna sem dæmi bráðateymi
eða teymi sem starfa að endurhæfingu
geðsjúkra. Að auki hefur orðið vaxandi
sérhæfing í meðferð ákveðinna sjúkdóma,
til dæmis geðhvarfa- eða kvíðasjúkdóma,
og er þessi þróun hliðstæð við framfarir í
öðrum sérgreinum læknisfræðinnar.
Fyrir nokkrum áratugum, þegar með-
ferðastofnunum var lokað og legudeildum
fækkaði, fluttist hin geðræna meðferð aftur
út í samfélagið í meira mæli. Nýjungar í
meðferðum, sérhæfing í geðheilbrigðis-
þjónustu og teymisvinna er því í vaxandi
mæli að þróast utan veggja spítala og í
ýmsu formi, til dæmis í samfélagsteymi,
á endurhæfingarstöðvum og í samvinnu
geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga, sál-
fræðinga, iðjuþjálfa og fleiri starfsstétta
við starfsfólk heilsugæslunnar og félags-
þjónustunnar og við aðstandendur. Á
undanförnum árum hefur verið gert átak í
að auka slíka teymisvinnu á heilsugæslu-
stöðvum. Sérstaklega má þar nefna aukin
störf sálfræðinga í heilsugæslunni sem
hefur reynst vel. Aukin samvinna og sér-
hæfing af þessu tagi er einnig líkleg til að
efla endurmenntun og starfsþjálfun starfs-
fólks heilbrigðiskerfisins.
Álag í heilsugæslunni er mikið. Lækn-
arnir hafa of stuttan tíma til að greina og
meðhöndla einstaklinga með flókin vanda-
mál eins og geðsjúkdómar eru oft. Þó er
það svo að langstærsti hópur sjúklinga
með milda og meðaldjúpa þunglyndis- og
kvíðasjúkdóma eru greindir og meðhöndl-
aðir í heilsugæslunni. Til heilsugæslunnar
koma einnig margir með geðræn einkenni
þó það sé ekki ástæða heimsóknarinnar.
Þar eru því kjörin tækifæri til forvarna
og fræðslu og snemmgreiningar varðandi
streitutengda geðræna sjúkdóma, áfengis-
fíkn og mörg önnur geðræn veikindi.
Aukinn stuðningur við heilsugæslu-
lækninn með teymisvinnu, sérhæfingu eða
vel skipulögðum háþróuðum sálrænum
meðferðum er því mjög mikilvæg, hefur
reynst vel þar sem hún hefur verið prófuð
og mun vonandi þróast enn lengra.
I þessu tölublaði Læknablaðsins er áhuga-
verð grein þar sem fjallað er um áhrif
sérhæfðrar sálrænnar hópmeðferðar og
sagt frá nýrri íslenskri rannsókn á áhrifum
hópmeðferðar og samspili hennar við hefð-
bundnar lyfjameðferðir gegn sjúklegum
kvíða og depurð. Umfjöllun höfunda og
niðurstöður rannsóknarinnar eru hvetj-
andi til þess að efla samvinnu lækna og sál-
fræðinga í heilsugæslunni og að nota megi
í meira mæli hópmeðferð sem hagkvæmt
meðferðarform. Fram kemur að hópmeð-
ferðarformið er áhrifaríkt við þessar að-
stæður og að lyfjameðferðin styrkir áhrifin.
Rannsóknir af þessu tagi, sem meta
meðferðarárangur við raunverulegar að-
stæður í heilbrigðiskerfi okkar, eru mikil-
vægar og hvetja til aukinnar samvinnu
og sérhæfingar og eru Iíklegar til að bæta
skipulag og meðferðarferla og efla þannig
þjónustuna við hinn sjúka.
Vitað er að of stór hluti þeirra sem þjást
af þunglyndissjúkdómum og sjúklegum
kvíða fær ekki sjúkdómsgreiningu og
einungis um helmingur þeirra sem fá
sjúkdómsgreiningu býðst viðhlítandi með-
ferð. Viðbótarmeðferðir og sérhæfðar, svo
sem hópmeðferð, styrkja þá meðferð sem í
boði er hjá heilsugæslunni og auka líkur á
að sjúklingunum bjóðist áhrifamikil með-
ferð. Og þegar spurst hefur út að sérhæfð
meðferð af þessu tagi er í boði, eykur það
eftirspurn eftir greiningu og meðferð og
bætir líkur á að fleiri leiti sér meðferðar
við geðsjúkdómum og eykur von um bata.
Þetta er mikilvægt atriði, því þrátt fyrir að
fordómar hafi dvínað er enn talsvert um
að einstaklingar með geðsjúkdóma leiti sér
ekki aðstoðar, sem er slæmt þegar haft er í
huga að til eru áhrifaríkar meðferðir sem
stöðugt eru í þróun.
Heímildir
1. Grumbach K, Bodenheimer T. Can health care teams
improve primary care practice. JAMA 2004; 291:1246-51.
2. Rosenthal TC. The medical home: growing evidence to
support a new approach to primary care. J Am Board Fam
Med 2008; 21:427-40.
3. Vermani M, Marcus M, Katzman M. Rates of detection of
mood and anxiety disorders in primary care: a cescriptive,
cross-sectional study. Prim Care Comp CNS Disord 2011;
13.
A new approach in treatment of mental disorders.
Teamwork and specific treatments
Olafur Aevarsson, MD, PhD.
Psychiatrist and Consultant in Mental Health.
Forvamir-Preventia. Treatment, psychoeducation and
rehabilitation,
Lágmúla 5,108 Reykjavík.
www.forvarnir.net
LÆKNAblaðið 2013/99 497