Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2013, Side 32

Læknablaðið - 15.11.2013, Side 32
UMFJOLLUN O G GREINAR Complement C3 Complement Boctertum Macroptxage Periosteum (P) Höfuðkúpubrot. Birtist í Tlie Journal of Cranio- Maxillofacial Trauma 1999; 5: tölublað 4. Lifur. Birtist í Tlie Journal ofPractical Hygiene, júli/ágúst 1999. Temporal resuspension. Birtist íThe Journal of Cranio-Maxillofacial Trauma 1999; 5: tölublað 3. þurfa að forgangsraða. Ég settist niður og reiknaði út hve miklum tíma ég gæti varið með dóttur minni fram að því að hún yrði tvítug, byggi ég í Bandaríkjunum eða á fs- landi. Munurinn hljóp á árum, hann var svo mikill að það var aldrei nein spurning - ég varð að fara heim. Þegar ég svo kom heim var ég ekki með kúnnahóp sem ég gat snúið mér að vegna samningsins sem ég hafði undirritað. Ég þurfti eiginlega að byrja alveg upp á nýtt og þá héðan frá ís- landi. Greinin er eðlilega nánast óþekkt hér á landi." Hjördís hefur nýlokið rannsókn á notkun myndefnis við heilbrigðisfræðslu á íslandi með þeirri niðurstöðu að mikil þörf sé fyrir markviss samskipti í heil- brigðisfræðslu, fræðsluþarfir eru mis- munandi og möguleikar læknisfræðilegra teikninga eru að stórum hluta ónýttir á íslandi. „Á íslandi er nánast engin útgáfa á fræðsluefni fyrir aðra en sjúklinga, sem er eðlilegt. Hins vegar skiptir notkun mynd- máls í samskiptum og fræðslu sjúklinga gífurlega miklu máli og gefur þeim tækifæri til að taka ábyrgð á eigin meðferð og eykur öryggi þeirra. Allir geta notið góðs af aukinni notkun skýringarmynda í fræðslu en þó sérstaklega þeir sem eiga við náms- eða tungumálaörðugleika að stríða, eiga við lestrarvanda að etja eða skerta möguleika til að tjá sig." Viðskiptavinir erlendis - starfstöð á islandi „Það hefur tekið mig langan tíma að byggja upp starfsgrundvöll að nýju en það er reyndar komið á það stig að ég get ágætlega unnið hér á íslandi fyrir viðskiptavini erlendis, enda ekkert mál að vera í samskiptum við fólk í gegnum tölvubúnað hvar sem er í veröldinni nánast." Hún hampar nýútkomnu tölublaði af hinu þekkta lýtalækningatímariti Plastic artd Reconstructive Surgery - Joumal ofthe American Society ofPlastic Surgeons þar sem hún teiknaði skýringarmyndir við grein Þóris Auðólfssonar lýtalæknis og fleiri lækna sem starfa í Svíþjóð. Forsíðu tíma- ritsins prýðir ein af teikningum Hjördísar og inni í blaðinu eru svo 6 aðrar teikningar hennar er fylgja grein Þóris og félaga. „Ég var mjög ánægð með að fá forsíðumyndina því þetta er auðvitað mjög góð kynning fyrir mig í þessari grein lækninga." Grein Þóris fjallar um lýtaaðgerðir á fólki sem orðið hefur fyrir alvarlegum skaða á andliti. Hjördís segir að þörfin fyrir sérhæfðar teikningar komi skýrt í ljós þegar fræðimenn vilja miðla ákveðinni þekkingu. Ekki síst þegar lýsa á mörgum stigum flókinna aðgerða, þar sem draga þarf fram tiltekin smáatriði sem engin leið er að sýna með ljósmyndum. „Ljósmyndir sýna yfirborð hlutanna og geta verið yfirfullar af smáatriðum sem draga athyglina frá aðalatriðinu. Með teikningu er hægt að sýna handtök eða aðferð frá sjónarhorni sem aldrei sést í aðgerðinni sjálfri, og velja úr eingöngu það sem skiptir máli. Þegar verið er að lýsa aðferð eða aðgerð vinn ég í mjög nánu samstarfi við höfund efnisins, hvort sem hann er hjúkrunarfræðingur, læknir, tal- meinafræðingur eða eitthvað annað. Hlut- verk mitt er að miðla því sem fræðarinn vill koma á framfæri á sem skýrastan hátt. Þess vegna þarf ég að þekkja mannslíkam- ann út í hörgul og kunna líffærafræðina til að vita nákvæmlega hvaða taugar, æðar, líffæri og bein er um að ræða. í náminu vorum við heilan vetur að kryfja lík, 30 tíma á viku í 9 mánuði og annan vetur að fylgjast með skurðaðgerðum og teikna þær upp frá öllum mögulegum sjónarhornum. í Bandaríkjunum vinna teiknarar við alla helstu spítalana og teikna skurðaðgerðir þegar þess er óskað. Það er vegna þess að teikning gefur aðra möguleika á miðlun þekkingar en ljósmynd, en svo fá ljós- myndarar alls ekki alltaf að vera við- staddir skurðaðgerðir, svona svipað og í bandaríska dómskerfinu." Samstarf þeirra Hjördísar og Þóris var að hennar sögn með þeim hætti að hann bað hana um að gera teikningar við greinina. „Þetta er mjög tímafrek og þarafleiðandi kostnaðarsöm vinna en í alþjóðlegum læknisfræðilegum sérgreina- tímaritum eru gerðar strangar kröfur um gott myndefni með greinum. Annars fást þær einfaldlega ekki birtar. Þetta getur því verið kostnaðarsamt fyrir höfundinn/ 520 LÆKNAblaðið 2013/99 j

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.