Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 50
HEILBRIGÐISSTOFNUN
■VESTURLANDS
Yfirlæknir kvennadeildar
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Akranesi. Sérfræðiréttindi í kvensjúkdómum og
fæðingarhjálp er áskilin, svo og staðgóð reynsla af stjórnunarstörfum. Þátttaka í bakvöktum er hluti af starfi yfirlæknis.
Staðan er laus frá 1. mars n.k. eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember, 2013.
Upplýsingar gefa: Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 432 1000, netfang thorir.bergmundsson@hve.is og Guðjón S.
Brjánsson, forstjóri í s. 432 1010, netfang gudjon.brjansson@hve.is. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist for-
stjóra.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi er ein af átta starfsstöðvum stofnunarinnar á Vestur- og Norðvesturlandi og skiptist í sjúkrasvið
og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkrahús með vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir
almenna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, kvennadeild, öldrunarlækningadeild og
á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuðáhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Norðvesturlands. Á heilsugæslusviði er veitt almenn
heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness, heilsuvernd og forvarnarstarf. HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta
í samvinnu við Háskóla íslands og aðrar menntastofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar á Akranesi eru um 240 talsins. Sjá nánar heimasíðu
www.hve.is
HEILBRIGÐISSTOFNUN
AUSTURLANDS
Framkvæmdastjóri lækninga
Staða framkvæmdastjóra lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) er laus til umsóknar.
Framkvæmdastjóri lækninga ber, ásamt framkvæmdastjóra hjúkrunar, faglega ábyrgð á þjónustu stofnunarinnar gagnvart forstjóra og tekur
þátt í faglegri stefnumótun og rekstri. Hann stýrir starfi lækna, er forsvarsmaður læknisþjónustu HSA og hefur m.a. umsjón með sjúkraskrá
stofnunarinnar.
Staðan er veitt frá 1. janúar 2014 eða eftir nánara samkomulagi.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Læknafélags íslands.
Menntunar- og hæfniskröfur:
íslenskt lækningaleyfi.
Sérfræðimenntun á sviði læknisfræði.
Stjórnunarreynsla í heilbrigðisþjónustu.
Góðir samskipta- og leiðtogahæfileikar.
Umsóknir skulu berast á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Embættis landlæknis. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um nám, fyrri störf og
reynslu af stjórnunarstörfum, auk upplýsinga um fræðilegar rannsóknir, ritstörf og önnur þau atriði sem máli kunna að skipta.
Stöðunefnd lækna metur hæfni umsækjenda, sbr. 35. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Ákvörðun um ráðningu í stöðu framkvæmda-
stjóra lækninga verður tekin eftir viðtöl við umsækjendur, skoðun á innsendum gögnum og umsögn stöðunefndar.
Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2013.
Upplýsingar um starfið veita:
Stefán Þórarinsson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 470-3050 & 892-3095, netf. stefanth@hsa.is
Kristín Björg Albertsdóttir, forstjóri, s. 470-3050, netf. kba@hsa.is
Emil Sigurjónsson, forstöðumaður mannauðssviðs, s. 470-3050 & 895-2488, netf. emils@hsa.is.
HSA starfar á þremur fagsviðum: heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Lögð er áhersla á faglega samvinnu þvert á byggðarlög. Starfsmenn
eru um 320. Stofnunin þjónar alls um 10.500 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim.
538 LÆKNAblaðið 2013/99