Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 13
deildarþingmaðurinn Robert Dole frá Kansas, Howard Baker, fyrrum öldung- ardeildarþingmaður frá Tennes- see, og Jack Kemp, full- trúardeildarþingmaðurfrá New York. Aðrir sem nefndir hafa ver- ið sem líklegirframbjóðendur eru sjónvarpsprédikarinn Pat Robertson, öldungardeildarþing- mennirnir John Danforth frá Mis- souri, Paul Laxalttrá Nevada, Richard Lugartrá Indiana, Bob Packwood frá Oregan og John Heinztrá Pennsylvaníu. Ríkis- stjórinn í lllinois, James Thomp- son, svo og fyrrum ríkisstjóri frá Delaware, Pierre du Pont II, og Jeane Kirkpatrick, fyrrum sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, hafa og verið nefnd sem hugsanlegirfram- bjóðendur. Enginn ofantalinna aðila hefur enn tilkynnt formlega að þeir hyggist reyna að ná útnefningu, en ásetningur þeirra leynir sér ekki. Þeir vekja á sér athygli með ræðuhöldum en reyna einnig að komast hjá því að taka á sig þá byrði, sem fylgir því að hafa for- ystuna innan síns flokks í slagnum um útnefningu til for- setaframboðs. Slík forysta er af sumum talin jafngilda dauða- dómi, ef frambjóðandi þarf að axla hana mjög snemma í kapp- hlaupinu um Hvíta húsið - því allir frambjóðendurnir beina gagnrýni sinni að þeim frambjóð- anda, sem nýtur mestra vin- sælda meðal kjósenda. En sá frambjóðandi, sem talinn er sig- urstranglegastur, nýtur einnig ýmissa forréttinda. Hann á auð- veldara með að safna áheitum í kosningasjóði og þarf lítið að hafa fyrir því að komast í fjöl- miðla. Eyrnamerki á borð við demó- kratareða repúblikanar, frjáls- lyndi eða íhaldsemi, duga skammt til þess að gefa vísbend- ingu um hvarframbjóðendur standa. í hópnum má finna fram- bjóðendur, sem fylgja frjáls- hyggju (Kirkpatrick), nýfrjáls- lyndisstefnu (Hart), íhaldsamri sjálfsstjórnarstefnu (Kemp) og hægfara félagshyggjumenn (Gephardt). Oft á tíðum er erfitt að henda reiður á því hvað þessi slagorð tákna í raun og víst er að merking þeirra kann að breytast á næstu tveimur árum, svo og afstaða þeirra stjórnmálamanna sem hafa gert þau að'Sínum. „Orð dagsins" í bandarískum stjórnmálum þessa stundina er endurmat. Demókratar eru, að því er sagt er, að þoka sér nær miðju í stjórnmálum, en Repúblikanaflokkurinn mjakast lengratil hægri. Ástæðan er augljós: yfirburðasigur Reagans forseta í 49 fylkjum Bandaríkj- anna í síðustu kosningum undir mjög íhaldsömum slagorðum. „Þetta endurmat er greinilegt viðbragð við hinni pólitísku þró- un undanfarinna ára,“ segir Terry Wade, sem sér um al- mannatengsl fyrir Landssamtök repúblikana. „Það fer ekki á milli mála, að frjálslyndirdemókratar eru að hafa fataskipti." En Wade telur ólíklegt, að hægfara demó- kratargeti breytt afstöðu þeirra kjósenda, sem nýlega hafa yfir- gefið Demókrataflokkinn og gengið til liðs við repúblikana. En það eru fleiri en demókrat- ar sem hafa stigið skref til hægri. Bush varaforseti, er á sínum tíma kallaði stjórnarstefnu Reag- ans í efnahagsmálum „woodo- economics", sem á íslensku mætti útleggja sem „svartagalls- raus“, styður nú þessa sömu efnahagsstefnu. Þessadagana reynir varaforsetinn að sann- færa hægri öflin innan Repúblik- anaflokksins um að hann sé í raun jafn íhaldsamurog sjálfur forsetinn. Nýlega lýsti Bush því yfir á fundi með stuðnings- mönnum Jerry Falwell, leiðtoga Siðferðilega meirihlutans í Bandaríkjunum, að Ameríka „hefði mikla þörf fyrir hin sið- ferðilegu sjónarmið“, sem hinn umdeildi bókstafstrúarmaður og fylgisveinar hans boða. Hið pólitíska endurmat nú er hluti af þróun, sem hefur átt sér stað yfir lengri tíma, segir Wade. „Ég held alls ekki að það sé séð fyrir endann á þessari þróun. Ég tel, að sigur Reagans 1984 hafi verið hápunkturinn, enn sem komið er.“ Tom Wicker, pólitískurdálka- höfundur New York Times, bendir á að endurmatið nú sé ekkert svipað því er fylgdi í kjöl- far „New Deal“ efnahagsstefnu Roosevelts forseta á fjórða ára- tugnum. Wicker benti á stuttu eft- ir forsetakosningarnar 1984, að Flokksþing í Bandaríkjunum eru ólík því sem við eigum að venjast. Blöðrur og fánar setja svip sinn á þing- in. Frá síðasta flokksþingi repú- blikana. ÞJÓÐLÍF 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.