Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 86
hafa heyrstinnan úr samtökunum, aö konurgeti varið
kröftum sínum beturen í vonlausan slag við Davíð Odds-
son. Væntanlega verðurbúið að taka ákvörðun í þessu
máli þegar ÞJÓÐLÍF kemur út en Sólrún var spurð um
hvað umræðurnar snerust.
Sólrún: Eins og er stefnir allt í framboð. Spurningin er
hvort það verður í nafni Kvennaframboðsins eða Kvenna-
listans. Það má segja að það sé ekkert vit í að halda uppi
tveimur apparötum sem almenningur gerir ekki greinarmun
á. Af því er bara óhagræði. Á hinn bóginn hefur nafn
Kvennaframboðsins ákveðinn sess í huga kvenna, við það
eru bundnar ákveðnar tilfinningar. En málið er að konur í
Kvennalistanum hafa jafnvel meiri áhuga á framboði en við
í Kvennaframboðinu, svo e.t.v. er eðlilegt að framboð í
hans nafni verði ofaná.
Þjóðlíf: Erþá allur ágreiningur milli lista og framboðs úr
sögunni?
Sólrún: Það eimir auðvitað eftir af honum. Hann er
einkum tilfinningalegur og persónulegur og erfitt að festa
hönd á honum. Það eru til konur bæði í Kvennaframboðinu
og Kvennalistanum sem telja að það sé stefnumunur á
þessum tveimur samtökum. Ég var í þeim hópi sem taldi
ekki rétt að bjóða fram tii Alþingis, en nú tel ég fráleitt að
standa gegn Kvennalistanum. Það væri að leita uppi
ágreiningsefni og leiðir okkur í sama farið og vinstrihreyf-
ingin lenti í þegar hún klofnaði upp í ótal flokksbrot, maó-
ista, trotta o.s.frv. Fólk á að geta starfað saman þrátt fyrir
ágreining, ef hann er ræddur opinskátt. En eins og stendur
get ég ekki séð hvað verður ofan á í framboðsmálunum.
Þjóðlíf: Hvernig hefurinnra starf Kvennaframboðsins
verið ? Hafið þið forystukonurnar sætt svipuðum ásökunum
og forystumenn ísumum flokkunum, svo sem um valda-
græðgi og nefndasöfnun ?
Sólrún: Við höfum reynt að passa upp á að ekki verði til
nefndadrottningar í okkar röðum. Reglan hefur verið sú að
engin kona sitji í fleiri nefndum en einni. Einu undantekn-
ingarnar hafa verið að í stöku tilviki hefur kona verið
aðalfulltrúi í einni nefnd og varafulltrúi í annarri. En auðvit-
að hefur heyrst sú gagnrýni að sumar konur séu í of
mörgum nefndum. Til dæmis þegar Guðrún Jónsdóttir var í
borgarráði, þá fékk hún sjálfkrafa sæti í tveimur öðrum
nefndum. Við því var bara ekkert að gera, þetta er bundið í
samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgarog undan því
varð ekki komist að borgarráðsfulltrúinn sæti í þessum
nefndum, það gat engin önnur kona farið í þær.
Mér finnst það vera af hinu góða að þannig sé fylgst með
störfum okkar. Hins vegar hefur gengið misjafnlega að
skipta út konum í nefndum eins og við höfum viljað. Það er
ekki hægt að þröngva t.d. varafulltrúa til að verða aðalfull-
trúi, og hjá okkur er ekki slegist um nefndarsætin!
Þjóðlíf: Setjum svo að íhaldið missti meirihlutann. Með
hverjum mynduð þið starfa efþið lentuð í oddaaðstöðu?
Sólrún: Það myndi ráðast af málefnunum. í slíkri stöðu
myndum við setja ákveðin skilyrði fyrir samstarfi. Ef ekki
yrði gengið að þeim teldum við forsendur fyrir samstarfi
vera brostnar.
Þjóðlíf: Hveryrðu skilyrðin?
Sólrún: Við myndum krefjast endurmats á störfum
þeirra kvenna sem starfa hjá Reykjavíkurborg, stóraukinn-
ar uppbyggingar dagvistarstofnana, bygginga leiguíbúða
og aukinna áhrifa íbúasamtaka á stjórn borgarinnar. Þetta
eru helstu skilyrðin.
Þjóðlíf: Hvað með þig persónulega, - gætirþú hugsað
þérað taka upp meirihlutasamstarf með íhaldinu?
Sólrún: Nei, ég hef ekki áhuga á að starfa með Davíð
Oddssyni, og ég held að það sé nokkuð útbreidd skoðun
hjá okkur. Þó ekki væri vegna annars en alls þess sem við
höfum orðið að þola af hans hálfu, bæði pólitískt og per-
sónulega. Það gæti svo sem vel verið að við hefðum sömu
afstöðu til Sigurjóns Péturssonar ef hann hefði verið í
meirihluta, ég veit það ekki.
En ég sé ekki að við eigum neina samleið með íhaldinu.
Mitt pólitíska uppeldi miðar allt að því að slást við íhaldið.
Ég vandist á það í Stúdentaráði. Og það stressar mig
minna að rífast í borgarstjórn en innan Kvennaframboðs-
ins.
Þjóðlíf: Ermikið rifistþar?
Sólrún: Nei, alls ekki, en auðvitað koma upp ágrein-
ingsmál þar eins og á öllum góðum bæjum og þá er
kannski tekist á um ólík sjónarmið. Ég er bara því marki
brennd, eins og margar konur, að taka ágreiningsmál mjög
nærri mértilfinningalega.
Þjóðlíf: En hvað um aðra flokka?Hvernig hefursam-
komulagið verið?
Sólrún: Það hefur ekki verið formlegt samstarf hjá minni-
hlutaflokkunum, en við hringjumst oft á til að sameinast um
bókanir. Samstarfið hefur gengið þokkalega nema hvað
gætt hefur nokkurrar togstreitu milli okkar og Alþýðubanda-
lagsins. Hún stafar e.t.v. af því að Alþýðubandalagið hefur
litið á sig sem leiðandi afl í minnihlutanum, en við ekki verið
tilbúnar að hlíta því. Við höfum stundum varpað skugga á
þau og kannski stolið senunni sem andófsafl í borgarstjórn.
Það hefur svo ekki bætt úr skák að Davíð hefur strítt þeim á
því.
Þjóðlíf: Dæmi?
Sólrún: Þegar aðild borgarinnar að ísfilm var til umræðu
neituðum við að taka trúnaði um svo stórpólitiskt mál. Við
töldum trúnaðinn engum þjóna nema íhaldinu, en Alþýðu-
bandalagið neitaði að vera með okkur í því.
Þjóðlíf: Þessi togstreita sem þú nefndir, erþetta slagur
umatkvæði?
Sólrún: Milli kosninga er ekki verið að slást um atkvæði.
Þetta er frekar spurning um „eignarrétt" á ákveðnum mála-
flokkum.
Þjóðlíf: Stundum hlýturþað að flökra að þér að þetta
puð í borgarstjórn, sem bersvona lítinn árangur, sé dálítið
leiðinlegt?
Sólrún: Stundum finnst mér það hundleiðinlegt! Vissu-
lega er þreytandi að fá ekki viðurkenningu fyrir það sem
maður gerir. En ég hef gaman af slagnum að vissu leyti, því
get ég ekki neitað.
Ég er hins vegar ekki á þeirri skoðun að starf okkar hafi
borið lítinn árangur. Þvert á móti finnst mér að okkur hafi
tekist að vekja upp umræðu um kvennamál og kvennabar-
áttu og færa hana inn í sali borgarstjórnar. Sjónarmiðum
kvenna er ekki tekið þar lengur eins og um sé að ræða
hagsmuni Marsbúa, en það var óneitanlega sú tilfinning
sem maður hafði fyrst. Það, að þessi sjónarmið heyrist á
borgarstjórnarfundum, held ég að auðveldi konum í
stjórnmálaflokkunum að taka upp þessi mál á sínum vett-
vangi. Eyru karlanna eru farin að venjast málflutningi
kvenna.
Þjóðlíf: Mérersagtað sumir fulltrúarhinna minnihluta-
flokkanna semji bak við tjöldin við meirihlutann um að þoka
málum áleiðis, sem ekki hefurgengið á borgarstjórnarfund-
unum. Hafiðþið reynt að fara þessa leið?
Sólrún: Nei, við höfum ekki stundað neitt baktjalda-
makk, enda erum við ekki í neinu kallfæri við íhaldið. Það
eru ákveðin óformleg tengsl á milli karlanna og þeir geta
t.d. rættsaman ájafnréttisgrundvelli. Ég veitekki hvernig
þau samskipti fara fram og hef reyndar engan áhuga á
þeim. Ég get ekki rætt við Davíð á jafnréttisgrundvelli, það
er óhugsandi. Það er ekki bundið persónu Davíðs heldur
höfum við svo ólíka reynslu og hugmyndir um hlutina. Ég vil
heldur ekki að hann eigi neitt inni hjá mér.
Þjóðlíf: Að lokum, Sólrún, ætlarðu að gefa kost á þér
aftur ef til þín verður leitað ?
Sólrún: Ég veit það ekki. Ég hef í sjálfu sér ekki áhuga á
að sitja áfram í borgarstjórn og myndi gjarnan vilja takast á
við önnur verkefni. En ef sú staða kæmi upp, að engin
þeirra sem borið hafa hitann og þungann af starfinu á
þessu kjörtímabili gæfi kost á sér, myndi ég hugsa málið
aftur. Það verður einhver að halda áfram svo reynslan skili
sér í starfinu. En þetta ræðst af uppstillingunni.
86 ÞJÓÐLÍF