Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 60
„Ég tel ekki líkur á að þessar
tillögur fari í gegn núna en þær
gætu komist í gegn eftir næstu
kosningar. Ef það kæmi ti!
dæmis upp sú staða að það yrði
hér samstarfsstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Alþýðuflokks.“
Hrólfur Ölvisson varaformaöur Stúdentaráös í
samtali viö Þjóðlíf.
„Mönnum finnast lánin vera of
há, - það er alveg eining um
það í Sjálfstæðisflokknum. Það
er líka skoðun þeirra flokks-
manna sem starfa í náms-
mannahreyfingunni. En menn
eru ekki sammála um það á
hvern hátt á að breyta þessu,
- þetta hefur enn ekkert verið
rætt sérstaklega í þingflokkn-
um.“
Friörik Sophusson alþingismaður í samtali viö
Þjóðlíf, en hann var einn þeirra sem stóö aö
samningu núgildandi laga um LÍN.
„Ég er andvígur því að lögunum
verði breytt. Lögin eru ramma-
lög og þó ráðherra sjái ástæðu
til að breyta einhverju og
hækka lánin, getur hann gert
það án lagabreytinga. Ég geri
ráð fyrir því að í þingflokki
Framsoknarflokksins séu menn
sammála um þetta, Alþýðu-
bandalagsmenn líka, og þessi
skoðun á áreiðanlega hljóm-
grunn inn í þingflokk Sjálfstæð-
isflokksins.“
Ingvar Gíslason alþingismaöur og fyrrverandi
menntamálaráöherra í samtali viö Þjóölíf.
aö hafa t.d. fóstru- og vélstjóra-
nema inni annað hvert ár!
Einnig í þessum efnum kemur
fram sterkur vilji til miðstýringar
og trú á góöan ásetning ríkis-
valdsins í samskiptum viö
þegnana.
„VEIKINDI OG ÞESS
HÁTTAR . . .“
Fyrr er minnst á að við endur-
greiðslur námslána skuli skv.
þessum tillögum ekki tekið neitt
tillit til tekna lánþega, eins og
gert er í núgildandi kerfi. Sömu
stefnu skal fylgt við úthlutun lán-
anna. Ekkert tillit skal tekið til
tekna námsmanns við úthlutun
lána. Við núverandi kerfi dragast
sumartekjur námsmanns frá láni
þegar þær fara yfir þá upphæð
sem námsmaðurertalinn þurfa
sértil framfærslu. í Ragnhildar-
skýrslu er vikið að því félagslega
tilliti, sem LÍN tekur við úthlutun
lána. Barnafólk og þeir sem eiga
tekjulausan maka fá hærri lán,
meðan þeir sem eiga tekjuháan
maka fá lægra lán. Skýrslan
segir:
Námsaðstoð verði úthlutað með
það aðalmarkmið laganna I huga
að....veita íslenskum náms-
mönnum fjárhagsaðstoð til fram-
haldsnáms við stofnanir. ..“
Þannig vísi stjórn Lín kröfum um
aukin „lán“ vegna veikinda o.þ.h.
til hins almenna tryggingakerfis í
landinu.
í bréfi endurskoðunarnefndar-
innar til Sverris Hermannssonar
er minnst á þennan þátt:
Einnig var raett um það að hve
miklu leyti bæri að taka tillit til
búsetu s.s. þess hvort menn búa
í foreldrahúsum eða ekki og var
bent á að þessi og jafnvel fleiri
atriði byðu upp á að farið væri í
kringum lögin eins og þau eru
nú. Þá var nefnd sú hugmynd að
einfalda mætti útreikning náms-
lána ef, auk fyrrgreindra atriða,
væri tekin sá háttur að taka tillit til
fjölskyldustærðar með einfaldari
hætti en nú er.
Hér er ýjað að þeirri hugmynd,
að ekkert tillit skuli tekið til
„ómegðar" eða annarra að-
stæðna námsmanns. Það er þó
hvergi kveðið skýrt á um þetta.
Þannig er þess ekki getið í Morg-
unblaðinu, að ákvæði þess efnis
sé að finna í frumvarpsdrögun-
um. Þar er einungis getið þess
ákvæðis, að tekjur skuli ekki
skerða námslán. í Mbl. 6. febr.
varar Sigurbjörn Magnússon við
þessari hugmynd félaga sinna:
Það er talið að miðað við þá sem
nú taka lán þá spari tekjutillitið
um 150 milljónir. Þá eru þeir ekki
taldir með sem hafa vellaunaða
sumarvinnu og vita að þeir eiga
ekki kost á námsláni. Sá hópur
gæti verið töluvert stór, e.t.v. 2 -
3 þúsund. Ef tekjutillitinu væri
alfarið sleppt og allir ættu kost á
láni með um 3% vöxtum, er hætt
við að eftirspurnin ykist gífur-
lega...
MIÐSTÝRING -
OG FRJÁLSHYGGJA
Hér hefur verið farið yfir helstu
atriðin í þeim breytingatillögum
sem títtnefndur hópur hefur lagt
til. Aðrar tillögur hópsins eru
veigaminni og sumt flokkast
undir eðlileg leiðréttingaratriði á
tæknilegum göllum núverandi
kerfis.
En þessar hugmyndir líta ekki
út fyrir að vera allar frá sömu
hendi. Annars vegar örlar á
frjálshyggju, þarsem talað er
gegn því að tekið verði tillit til
tekna og félagslegra aðstæðna
við útborgun og endurgreiðslur
lánanna. Hins vegar eru á ferð-
inni „sovéskar" miðstýringar-
hugmyndir eða forræðishyggja
þar sem talað er um náms-
styrkjakerfi sem verða megi til
þess að ríkisvaldið geti stýrt
mönnum inn á ákveðnar brautir
þar sem reikna má með að þörf
sé fyrir ákveðna menntun. Hörð-
ustu andstæðingar ríkisafskipta
kynnu í þessu samhengi að
benda á vanhæfni ríkisvaldsins
til þess að sjá slíka þróun fyrir og
viðurkenna breytta þróun nógu
snemma.
Miðstýringarhugmyndirnar eru
þó enn sterkari þar sem lagt er til
að löggjafinn skammti sjóðnum
ákveðna upphæð sem lánsupp-
hæð hvers árs skuli svo taka mið
af. Höfundar þessarar tillögu
virðast trúa blint á markvissa
peningastjórn ríkisvaldsins, eins
og fram kemur í þeirri fullyrðingu
Árdísar að slíkt þurfi..ekki að
þýða lakari aðstoð til náms-
manna í heild þar sem ekki er
vitað hve þingið verður örlátt við
að veita sérstakar fjarveitingar til
námsmanna".
Hvergi er minnst á rétt náms-
manna gagnvart ríkisvaldinu, -
eða einstaklingsins til þess að
stunda nám og fá til þess nauð-
synlegt fé. Þess í stað er lagt ti!
grundvallar að enginn „þurfi" að
hverfa frá námi sökum efna-
leysis, - enda efli það hagvöxt-
inn að fólk gangi menntaveginn!
Bjarni Harðarson er blaðamaður
í Reykjavík.
60 ÞJÓÐLÍF