Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 22
Gúttóslagurinn 1932. Teikning úrSpeglinum. meðal annars Gúttóslagurinn 9. nóvember 1932, þegar verkamenn höfðu betur í átökum við lög- reglu og knúðu borgarstjórnina til að falla frá áætlunum um að lækka stórlega kaupið í atvinnu- bótavinnunni á vegum borgarinnar. Ólafur R. Ein- arsson og Einar Karl Haraldsson lýstu Gúttó- slagnum meðal annars þannig í bókinni Gúttó- slagurinn 9. nóvenber 1932: Lögreglumennirnir eiga við ofurefli að etja. En þeir berja duglega frá sér með kylfunum. Andstæðingar þeirra í dag verða margir fyrir alvarlegum meiðslum. Að minnsta kosti sex verkamenn eru illa særðir ... Miklu fleiri hljóta minniháttar skurfur og merjast illa í bardaganum. Lögregluliðið hefur beðið fullkominn ósigur i götuslagnum. Það er engin lögregla lengur í bænum. Lögregluvaldið er með öllu óvirkt. Valdstjórnin er með öllu varnarlaus. 21 lögregluþjónn er svo mikið slasaður að hann er ófær til starfa. Þeir eru með Ijóta höfuðskurði, kúlur um allt höfuð, marðir á höndum og limlestir, sumir brotnir. Það er með engu móti hægt að halda uppi lögum og reglu í borginni. (Bls. 16) Meirihluti Sjálfstæðismanna í borginni hefur ekki lifað allan þennan tíma sem liðinn er án þess að taka mið af nýjum kringumstæðum. í dag er svo komið, að Sjálfstæðisflokkurinn hefursenni- lega meiri ítök í verkalýðsfélögum í Reykjavík en nokkur annar flokkur; meðal annars er Magnús L. Sveinsson, formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, jafnframt forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og verður í öðru sæti framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, næstur borgarstjóranum. Mikla og fróðlega sögu er að segja af samskiptum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við verkalýð borgarinnar og verkalýðs- félög. Sú saga er um leið saga stöðugleika og breytinga á langlífasta valdakerfi landsins: veldi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. U ndir lok fjórða áratugarins var Sjálfstæðisflokkurinn orðinn nokkuð áhrifamikill innan ýmissa verkalýðsfé- laga, einkum í Reykjavík. Frá upphafi hafði Sjálfstæðisflokkurinn umtals- vert verkalýðsfylgi og raunar hafði flokkurinn fengið það fylgi í arf eftir þá stjórnmálaflokka í landinu, sem höfðu áður barist gegn „stéttahatri" Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, eins og þess- irflokkar nefndu stefnu þeirra. Hin borgaralegu öfl í landinu höfðu snemma sýnt nokkurn vilja til þess að koma til móts við kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar. Þannig samþykkti til dæmis Alþingi Vökulögin árið 1921, en þau kváðu á um sex stunda lágmarkshvíld á sólarhring fyrir togarasjó- menn. Ein ástæðan fyrir umbótavilja ýmissa ráðamanna var án efa sú, að þeir höfðu dregið nokkurn lærdóm af hatrömmum stéttaátökum í öðrum löndum; að þeirra mati var nauðsynlegt að sýna nokkurn sveigjanleika í samskiptum við verkalýðinn, því væri „sanngjörnum kröfum" ekki sinnt gæti svo farið - eins og Jón Magnússon, forsætisráðherra, sagði á Alþingi um Vökulögin: „að kröfurnar verði hærri fyrir það, að nú er ekki vel tekið svo sanngjörnu máli, sem þetta er.“ Á fyrstu árum Sjálfstæðisflokksins höfðu for- ystumenn hans hins vegar ekki tileinkað sér stjórnvisku og mýkt Jóns Magnússonar og skoð- anabræðra hans. Stefna Sjálfstæðisflokksins virtist ráðast mikið af beinum stéttarhagsmunum atvinnurekenda, enda voru ýmsir af helstu for- ystumönnum flokksins, einkum í Reykjavík, í þeirra hópi. Fyrsti formaðurflokksins, Jón Þor- láksson, vart.d. verslunareigandi (J. Þorláksson og Norðmann); eftirmaður hans í formannssæt- inu var Ólafur Thors, en hann var einn aðal- eigandi og framkvæmdastjóri Kveldúlfs, stærsta útgerðarfyrirtækis landsins. Báðir stóðu þeir framarlega í áhrifamestu, og í þá tíð nánast einu, samtökum atvinnurekenda, Jón í Verslunarráði íslands og Ólafur í Félagi íslenskra botnvörpuskipaeigenda. Sjálfstæðisflokkurinn aðhylltist hugmynda- fræði stéttasamvinnu; eitt kunnasta slagorð flokksins var einmitt Stétt með stétt. Flokksfélag- ið í Reykjavík, Landsmálafélagið Vörður, lagði til dæmis áherslu á „að vinna að andlegum skilningi og samúð milli verkamanna og atvinnurekenda og réttlátum samskiptum þeirra", eins og einn af forystumönnum Varðarorðaði þessa hugsun. Hins vegar fylgdi forysta flokksins stéttasam- vinnuhugmyndum ekki eftir með sveigjanlegri stefnu gagnvart verkalýðsfélögum á fyrstu árum kreppunnar - enda má segja að tíðarandinn hafi ekki beint blásið byrlega fyrir málamiðlanir. Stefnubreyting Fyrir Gúttóslaginn hafði borgarstjórnarmeiri- hlutinn unnið samkvæmt þeirri stefnu, að útgjöld- um borgarinnar skyldi haldið í lágmarki; að hans mati var atvinnubótavinnan orðin of þungur baggi á borgarsjóði og brýna nauðsyn bæri til að lækka tímakaupið úr 1,36 krónum í 1 krónu. Meirihlutinn misreiknaði hins vegar gjörsamlega hug verka- lýðsins. Harðvítug átök brutust út þar sem fjöldi manns, lögregla og verkamenn, hlutu áverka, einsog áðurvar sagt. Hvernig sem á þennan atburð er litið er eitt augljóst: borgarstjórnarmeirihlutinn vareinangr- aður, vissi ekki hug fólksins í borginni. Embætt- ismennirnirog atvinnurekendurnir, sem næreinir sátu í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, virt- ust þannig hvorki hafa getu né vilja til að ná einhverju sambandi við fólk í verkalýðsfé- lögunum. Á nokkrum árum breyttust þessir stjórnar- hættir. Undir lok fjórða áratugarins var Sjálfstæð- isflokkurinn orðinn nokkuð áhrifamikill innan ým- issa verkalýðsfélaga, einkum þó í Reykjavík. Flokkurinn breytti stefnu sinni og uppskar meðal annars hljómgrunn meðal launafólks. í grein um Ólaf Thors segir Birgir Kjaran frá mati Ólafs á fyrstu árum Sjálfstæðisflokksins: ....sagði Ólafur mér eitt og annað af stjórn- málaferli sínum. Dró hann enga dul á, að hann taldi flokk sinn hafa verið steinrunnið íhald, þegar hann fyrst kynntist honum og nefndi þar ýmsa til. 22 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.