Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 68

Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 68
voru. Kom brátt upp mikið ósamlyndi milli þeirra Bjarna og Jóns, og fór það ekki heldur framhjá vinnuhjúunum. Sveitungarnir urðu þessa einnig áskynja, og orðrómurinn lét ekki á sér standa. Hinn 1. apríl 1802 hvarf Jón Þorgrímsson. Bjarna Bjarnasyni sagðist svo frá, að Jón hefði gengið út í Skorarhlíðar að sækja hey, þar eð báðir bændurnir voru orðnir heylitlir. Þegar Steinunn fer að kvarta undan því síðar um daginn að Jón komi ekki heim, fer Bjarni að leita hans. Heim kemur hann með þær upplýsingar, að hann hafi séð far í Rauðaskriðum svo sem eftir óhreina drægju og ályktar Bjarni að Jón hafi hrapað úr hlíðunum. Heimafólk lætur sér þessa skýringu nægja og er ekki fengist meira um afdrif Jóns. Hinn 5. júní 1802 andaðist Guðrún Egilsdóttir, kona Bjarna Bjarnasonar, með mjög snöggum hætti. Hún hafði lengi þjáðst af brjóstveiki og verið lasin dagana áður en hún lést. Nokkru áður hafði hún haft orð á því við tvo sveitunga sína, að þau Bjarni og Steinunn ætluðu að byrla sér eitur, en því var lítt trúað á þeirri stundu. En í Ijósi þessa, svo og hvarf Jóns og alkunns samdráttar Bjarna og Steinunnar, sá prófasturinn, síra Jón Ormsson í Sauðlauksdal, sig knúinn til aðgerða. Þegar kista Guðrúnar hafði verið flutt til Saurbæj- ar, lét prófastur brjóta hana upp og skoðaði líkið ásamt tveimur mönnum öðrum. í skriflegum vitn- isburði hans sagði, að lík Guðrúnar hefði verið svo sem lík vanalega eru, utan þess að „fyrir ofan hægra brjóstið, uppi undir viðbeini, var svo að sjá sem á holdið slægi nokkurskonar bláleitum farfa". Prófasturinn sendi síðan Guðmundi Scheving Bjarnasyni, stúdent og aðstoðarmanni Davíðs Scheving sýslumanns, bréf með tilkynningu við- víkjandi andláti Guðrúnar Egilsdóttur. Guðmund- ur Scheving var dóttursonur Davíðs, liðlega tví- tugur að aldri, og lét hann þegar í stað taka upp málið er honum barst bréfið í hendur, sem var ekki fyrr en í september sama ár. Þann 26. septemberfannst sjórekið lík af manni í Saur- bæjarlandi og var af fatnaði ráðið að það væri af Jóni Þorgrímssyni. Aðstoðarmaður síra Jóns Ormssonar, síra Eyjólfur Kolbeinsson, og fjórir menn aðrir skoðuðu líkið og lét síra Eyjólfur þess getið í bréfi til Guðmundar Scheving, að þeim hefði þótt undarlegt að maðurinn væri hvergi beinbrotinn og átti þó að hafa hrapað hátt. í byrjun október var Bjarni Bjarnason á Sjö- undá handtekinn, en Steinunni hafði áður verið komið fyrir í Hrísnesi, þar sem foreldrar hennar bjuggu. Guðmundur Scheving sýslumaður tók til óspilltra málanna við réttarhöld. Þau hófust 8. nóvember 1802 og lauk þann 12. með dauða- dómi yfir þeim Bjarna og Steinunni. Þá lá fyrir játning þeirra um að hafa tekið líf sinna ekta- maka. Drýgstan hlut í því að fá fram játningu átti aðstoðarpresturinn, síra Eyjólfur Kolbeinsson, þá kornungur maður. Gunnar Gunnarsson beitir þeirri aðferð í Svartfugli að leggja honum söguna í munn og útkoman verður persónulegur harm- leikur prestsins, þar sem velt er upp spurningunni um ábyrgð manns á manni. Sjöundármorðin, réttarhöldin yfir þeim Bjarna og Steinunni, þáttur síra Eyjólfs íjátningunni og örlög þeirratveggja sitja ætíð í prestinum og þar kemur, að þegar hann fimmtán árum síðar missir einkason sinn í sjóinn, spyr presturinn hvort sá atburður boði, að Drottinn stefni sértil dóms. En áfram skal haldið að rekja söguna. Um örlög þeirra Steinunnar og Bjarna er það að segja að líflátsdómur var felldur yfir báðum. Bjarni skyldi „klípast þrisvar með glóandi töngum frá gerningsplássinu til aftökustaðarins, hans hægri hönd skal af honum lifandi afhöggvast, og þar næst hans höfuð með öxi, sem hvorttveggja festist á stjaka, en kroppurinn leggist á steglur". Steinunn var dæmd til að „missa sitt höfuð með öxi, sem festist á stjaka á aftökustaðnum, hvar kroppurinn grafist". Bjarni og Steinunn voru flutt að Haga eftir réttarhöldin, en Guðmundur Scheving bjó þar á hálfum bænum. Guðmundur Scheving tók að sér tvö barna Bjarna og Guðrúnar, en ekki getur um afdrif þriðja barns þeirra né barna Steinunnar og Jóns. Haustið 1803 voru Bjarni og Steinunn flutt í tugthúsið í Reykjavík (þar sem nú er stjórnar- ráðið). Síðla sumars 1804 braust Bjarni úr tugt- húsinu og flúði úr bænum. Er þessa atburðar getið í Öldinni sem leið (bls. 21) og segir þar að Bjarna hafi verið sleppt úr járnum í ágústmánuði þar sem honum hafi orðið illt í fótunum. Bjarni segir svo frá, að hann hafi legið í heila viku í Sogamýrinni, svo illa hafi fætur hans verið farnir eftir fangavistina. Bjarni náðist í Borgarfirði. Sumarið 1805 barst til landsins staðfesting konungs á hæstaréttardómi yfir þeim Steinunni og Bjarna. Áformað var að flytja þau til aftöku í Noregi, því hér á landi fékkst enginn til að höggva þau. Þann 31. ágúst 1805 lést Steinunn í tugthús- inu í Reykjavík. Thomas Klog, landlæknir, krufði líkið og taldi hann Steinunni hafa látist úr hugsýki. Tólf dögum eftir andlát Steinunnar var Bjarni Bjarnason færður úr tugthúsinu í Reykjavík til aftöku í Noregi. Síra Hjörtur Jónsson, þá settur konrektor við Reykjavíkurskóla, var sendur utan með Bjarna og skyldi hann búa fangann undir dauðann. Fóru þeirtil Björgvinjar og var Bjarni líflátinn þar. Ekki er sagan þar með öll af þeim Steinunni og Bjarna, að minnsta kosti ekki hvað Steinunni varðar. Hún var urðuð á Skólavörðuholtinu þar sem vegurinn upp úr Reykjavík lá og var dys hennar í daglegu tali nefnd Steinkudys. Á árinu 1913 hófst hafnargerð í Reykjavík og var efni í höfnina sumpart sótt á Skólavörðuholtið. Sumar- ið 1914 hafði allt holtið lækkað svo mjög að Steinkudys stóð á malar- og moldarstöpli. Þáver- andi þjóðminjavörður, prófessor Matthías Þórðar- son, lét rjúfa dysina til þess að sjá hvað hún hefði að geyma. Kistan og beinagrindin sem í henni var voru flutt á Þjóðminjasafnið og skoðaði þáver- andi landlæknir, Guðmundur Björnsson, beina- grindina. Sagði Guðmundur, að læknirinn sem krufði líkið hefði notað hamp til að þurrka af höndum sér og stungið honum síðan inn í kviðar- holið en þar hefði hampurinn skotið frjóöngum við feyrnunarhitann. Er þar sennilega að finna skýringuna á þeim munnmælum, er gengu í bæn- um, að kista Steinunnar Sveinsdóttur hafi verið full af hárum er hún var grafin upp. Beinagrind Steinunnar var síðan grafin í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík að tilhlutan nokkurra kvenfélaga í bænum. Enginn minnisvarði auð- kennirgröf hennar, en Guðbrandur Jónsson seg- ir í bók sinni að auðvelt sé að finna hana eftir korti yfirgamla kirkjugarðinn, en Steinunn hafi verið jarðsett nokkru vestan við líkhúsið, að kórbaki. 68 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.