Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 67
SVART
FUGL
Morðin á Sjöundá —
eitt mesta sakamál ís-
landssögunnar-
sagan af ástum og ör-
lögum Bjarna og
Steinunnar, verður
viðfangsefnið í Iðnó
bráðlega. Bríet Héð-
insdóttir hefur gert
nýja leikgerð við sögu
Gunnars Gunnars-
sonar, SVARTFUGL,
er fjallar um Sjöund-
ármálið, og verður
leikgerðin frumsýnd í
byrjun marsmánaðar
undir leikstjórn Bríet-
ar. SVARTFUGL hefur
verið kallað eitt
áhrifamesta skáld-
verk íslenskra bók-
mennta, og vissulega
er það með áhrifa-
meiri skáldverkum
Gunnars Gunnars-
sonar.
Jörðin Sjöundá liggur milli Skorar og
Bæjaróss í Rauðasandshreppi, fremur
lítil en þó ekki kot, og má enn sjá bæjar-
rústirnar. Jörðin var afskekkt mjög og illfært á
næstu bæi. Mannaferðir voru strjálarog heima-
fólk gat því nánast athafnað sig að vild sinni. Og
þarna athöfnuðu þau sig, Bjarni Bjarnason og
Steinunn Sveinsdóttir. Afleiðingin varð mann-
legur harmleikur.
[ bók Guðbrands Jónssonar, Sjö dauðasyndir
(Bókfellsútgáfan 1951), erfjallað ítarlega um
morðin á Sjöundá og málareksturinn í kjölfar
þeirra og er að mestu stuðst við þá frásögn hér.
Þar segir að um aldamótin 1800 hafi búið á
Sjöundá hjónin Bjarni Bjarnason og Guðrún Eg-
ilsdóttir ásamt þremur börnum sínum, níu, átta og
sjö ára gömlum. Síðla árs 1801 réðust til sambýl-
is við þau Jón nokkur Þorgrímsson og kona hans
Steinunn Sveinsdóttir. Þau áttu fimm börn og var
hið elsta þeirra níu ára gamalt en hið yngsta
ársgamalt. Og þarna í fásinninu í byrjun síðustu
aldar vöknuðu þær kenndir sem mannkyninu hef-
ur einatt reynst erfitt að hemja: ástir tókust með
þeim Bjarna og Steinunni, svo miklar að sam-
dráttur þeirra fór hvorki framhjá þeirra ekta-
mökum né tveimur vinnuhjúum sem á bænum
ÞJÓÐLlF 67