Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 30
Menn skulu minnast þess, ad borgarstjóm-
arkosningarnar n.k. vor snúast fyrst og
fremst um það, hvort Fteykvíkingar vilji að
Davið Oddsson stjórni borginni áfram með
öruggan og traustan meirihluta Sjálfstæðis-
manna að baki sér... (Guðmundur H.
Garðarsson, 1986)
Spyrja má: Er eitthvað athugavert við stjórnar-
hætti í Reykjavík? Eru ekki allir ánægðir með
fyrirgreiðslukerfið?
Lítum fyrst aðeins á jákvæðu hliðarnar. Fyrir-
greiðslukerfið veitir fólki þjónustu, sem ekki er
fyrir hendi annars staðar. Jafnframt myndast
persónuleg tengsl milli yfirvalds og þegnanna í
stað ópersónulegra samskipta almennings við
sérfræðinga og skrifstofulið. Um leið axlar borg-
arstjórinn pólitíska ábyrgð; hann segirsem svo:
„Ég er ábyrgur, ég læt verkin tala, ef þið eruð
ánægð kjósið þið mig, ef ekki setjið mig þá af
næst.“
Gagnrýnin á fyrirgreiðslupólitíkina er af ýmsum
toga. Með henni eru stjórnmál færð af opinberum
vettvangi, þar sem hægt er að skoða og meta
pólitískar ákvaðarnir, yfir á einkavettvang.
Stjórnmál eru gerð að einkamálum tveggja eða
þriggja einstaklinga. I rauninni erstjórnmálamað-
urinn að útdeila gögnum og gæðum, sem al-
menningur hefur fært honum í hendur og á þar af
leiðandi rétt á að fylgjast með starfi sjórnmála-
mannsins. Borgarstjórinn segist vera ábyrgur; til
þess að meta störf hans verður fólk að vita hvaða
ákvarðanir hann tekur. Nú veit enginn „utanað-
komandi" hvað fór fram f viðtölum borgarstjóra
við þúsundir borgarbúa á liðnu kjörtímabili. Þar
að auki væru sjálfsagt allir sammála um, að
Borgarstjórnarmeirihluti flokksins
byggir á því að þúsundir kjósenda
vinstri flokkanna í þingkosningum
greiða Sjálfstæðisf okknum atkvæði í
borgarstjórn.
Bjarni Benediktsson og kona
hans, Sigríður Björnsdóttir,
koma af kjörstað.
almenningur ætti ekki rétt á að hnýsast í einka-
mál, þar með talin persónuleg viðtöl borgarstjór-
ans við fólk á skrifstofu hans.
Ein helsta gagnrýnin á fyrirgreiðslukerfi, í
Reykjavík sem annars staðar, er sú að almenn-
ingur verður háður greiðasemi og velvilja vald-
hafanna. í stað samskipta jafningja \ lýðræðis-
þjóðfélagi kemur misrétti í fyrirgreiðslukerfinu.
Lýðræðisríki eru jafnframt réttarríki, þar sem lög
ráða en ekki menn; um leið eru pólitísk réttindi og
skyldur manna opinber og augljós. Fyrirgreiðslu-
pólitík byggir hins vegar á ójöfnuði. Þar leitar
skjólstæðingurt'ú höfðingjans\ hann hlustar á
beiðnir, sumir fá óskir sínar uppfylltar, aðrir ekki.
Fyrirgreiðslukerfi er því ekki eðli málsins sam-
kvæmt lýðræðislegt. Engu að síður getur verið að
margir - jafnvel flestir - kjósi það fremur en
stjórn sérfræðinga og embættismanna, standi val
fólks einungis milli þessara tveggja kosta. Fyrir-
greiðslukerfi skapar einnig oft öryggiskennd hjá
„skjólstæðingnum"; „höfðinginn" erað minnsta
kosti maður sem hlustar og tekur ákvarðanir en
ekki einhver fjarlæg, ópersónuleg stofnun með
flóknarreglur.
Hið pólitíska fyrirgreiðslukerfi Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík hefur dregist saman á und-
anförnum árum og áratugum. Alls kyns stofnanir
sjá nú um mörg viðfangsefni, sem áður voru
beint á verksviði borgarstjórans. Kosningaósigur
Sjálfstæðisflokksins 1978 hefur einnig haft hér
nokkur áhrif. Ekki er lengur náttúrulögmál að
flokkurinn ráði alltaf borginni og núverandi meiri-
hluti hefur þannig meira aðhald frá kjósendum.
M ikilvægi forystumanna
Forysta er vissulega ekki allt í stjórnmálum, en
getur samt ráðið úrslitum um framgang eða
hnignun stjórnmálaflokka. Sjórnmálamenn ráða
ekki við ýmsar ytri kringumstæður í þjóðfélaginu,
en miklu skiptir hvernig þeir bregðast við þeim. Á
miklum umbrota- og breytingatímum sést þetta
mjög glöggt. Þannig hafði kreppan mikil og var-
anleg áhrif í stjórnmálum. Við höfum séð hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík brást við; hélt
meirihluta sínum og kom sterkur út úr kreppunni.
í þingkosningum minnkaði hins vegar fylgi flokks-
ins þegar á heildina er litið frá og með tvennum
þingkosningum á árinu 1942. Fyrir þann tíma var
fylgi flokksins í þingkosningum nokkru meira en í
borgarstjórnarkosningum. Munurinn var samt lítill
og flokkurinn hafði yfir 50 prósent atkvæða að
meðaltali, bæði til borgarstjórnar og þings. Á
eftirstríðsárunum hefur fylgið íþingkosningum
hins vegar verið nokkru minna að meðaltali, eða
um 45 prósent.
í hatrömmum stéttaátökum árið 1942 varð
Sjálfstæðisflokkurinn fyrir fylgistapi í þingkosn-
ingum í Reykjavík, sem flokkurinn náði ekki að
vinna upp aftur á eftirstríðsárunum. Af borgar-
stjórnarkosningum er aðra sögu að segja: þar
hefurfylgi flokksins haldist í ríflega 50 prósentum
að meðaltali. Úr þessum tölum má lesa hvernig
Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík hefurtekist að
skilja borgarmálin frá landsmálapólitíkinni. Borg-
arstjórnarmeirihiuti flokksins byggir á því að þús-
undir kjósenda vinstri flokkanna í þingkosningum
greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði í borgar-
stjórnarkosningum. Langlífi valdakerfis Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík hvílir að miklu leyti á
hæfni forystu flokksins á vettvangi borgarmála.
Innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þróaðist
snemma tröppugangur, sem verðandi forystu-
menn í flokknum urðu að ganga eftir:
Fyrsta þrep:
Þátttaka í starfi flokksfélaganna.
Annaö þrep:
Seta í borgarstjórn (borgarstjóri).
Þriöja þrep:
SetaáAlþingi.
Fjóröa þrep:
Forysta í flokknum, ráðherradómur.
Þessa leið fóru þeir Bjarni Benediktsson, borg-
arstjóri, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæð-
isflokksins, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri,
30 ÞJÓÐLÍF