Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 75

Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 75
Ingibjörg Sigurðardóttir. Einn af- kastamesti rithöfundur þjóðarinnar, en er ekki talin með skáldum i Skáldatali. Ingibjörg Siguröardóttir Ingibjörg Sigurðardóttir er að því leyti ólík stöllu sinni, auk þess að vera fjórum áratugum yngri, að hún semur sig að er- lendri fyrirmynd í sagnagerð sinni. Sögur hennar gerast oft á tíðum í borginni, en í lokin er þó snúið í sveitina og sæluna þar. Þetta eru yfirleitt ástarsögur sem eiga sér stað fyrir hjónaband, eins og í dæmigerðum ástarróm- önum. Það kemur þó einnig fyrir að fjallað er um vandamál sem upp kunna að koma í hjóna- bandinu, til dæmis vegna drykkjuskapar eða viðlíka óreglu eiginmannsins. En þótt atburða- rás þeirra sagna gerist að mestu innan veggja heimilisins, er sá heimur afar óraunverulegur. Lesandanum er engan veginn Ijóst hvernig heimilið lítur út, eða hvað konan tekur sér fyrir hend- ur þegar hún er ekki að snæða Ijúffengan kvöldverð með eigin- manninum eða bíða heimkomu hans. Persónusköpunin erein- hæf og ótrúverðug, og þótt höf- X ngibj órg fellir konuna inn íþd stóðludu kvení- mynd sem hefðin hefur njörvað hana í. undur leitist við að fjalla um vanda sem er alvarlegs eðlis - á borð við óreglu - þá verður ekkert úr því í höndum höfundar. Efnið fellur einfaldlega inn í klisjubundna formúlu afþreying- arsagna um átök góðs og ills. Lausnin felst síðan í frelsun and- ans: svarti sauðurinn ratar á veg dyggðarinnar fyrir kristilega handleiðslu góðra aðstandenda og allt fellur í réttar skorður. Vertu sjdlfriþér trú Það verður ekki framhjá því litið, að sögurnar hennar Guð- rúnar skilja mun meira eftir sig en sögur Ingibjargar. En hvað skyldi valda því? Sannleikurinn er sá að önnur er sjálfri sér trú, en hin ekki. Þótt Guðrún fjalli um ástir og afbrýði, togstreitu, fjandskap og vináttu í millum fólks, hættir hún sér aldrei út fyrir það sem hún þekkir og reynir ekki að tala út frá öðrum sjónarhóli en sínum eigin. Og þrátt fyrir þá íhaldsemi sem bækur hennar birta er það hennar rödd sem heyrist í verk- unum og leiðir lesandanum fyrir sjónir einhvern veruleika sem heitið getur. Ingibjörg aftur á móti fellir kon- una inn í þá stöðluðu kvenímynd sem hefðin hefur njön/að hana í. Manngerðirnar verða flatar og einhæfar, veruleikalýsingar ófull- nægjandi og heimursögunnar þar af leiðandi ótrúverðugur. Nú veit lesandinn vissulega að það er verið að segja honum ósatt, enda er það eitt hlutverk afþreyingarbókmennta, - en engu að síður má gera þá kröfu að lesandinn játist hinni listrænu blekkingu og láti höfundinn leiða sig inn í heim sögunnar. Þetta tekst Ingibjörgu hins vegar ekki, af þeirri einföldu ástæðu að hún notast við úrelta kvenmynd og miðlartakmarkaðri reynslu úr heimi konunnar. Útkoman verð- ur ósannfærandi og ófrumleg formúlusmíð. En Ingibjörg er ekki sú eina sem hefur fallið í þessa gryfju. Það hafa ýmsar kynsystur henn- ar einnig gert, allt frá því að Torf- hildur Hólm reið á vaðið, til að mynda Snjólaug frá Skáldalæk. Villugjamir vegir Af öllu því sem hér hefur verið sagt má Ijóst vera, að það eitt að vera kona og skrifa bækur nægir engan veginn til þess að skapa kvenrithöfundum hefð í bók- menntum. Það er staðreynd að reynsluheimur kvenna er annar en karla. Heimili, barnauppeldi og þjónustustörf ýmiss konar, sem hafa verið hlutskipti kvenna gegnum tíðina, eru harla frá- brugðin hinu opinbera atvinnulífi og þeim heimi sem karlar hrær- ast í, og annað gildismat sem þar ræður ríkjum. Sú hætta er hins vegar alltaf fyrir hendi að kvenrithöfundar geri ekki greinarmun á hinum tvöfalda reynsluheimi, en gangi þess í stað gagnrýnislaust inn í karlahefðina, eins og dæmin sanna. Slíkt er hins vegar skað- legt bókmenntum þeirra, enda hljómar það hjákátlega að stæla rödd sem í eðli sínu liggur á ann- arri tíðni en manns eigin. Sama má segja um sköpun skáld- verka; þar er það rödd úr brjósti skáldsins sem hljómar sterkast og nærtil lesandans. Heimildir: Helga Kress: Draumurum veruleika. Rvk. 1977. Sama: „Kvennabókmenntir." ísienskar kvennarannsóknir 29. ágúst-1. sept. 1985, Háskóla íslands, Odda. Rvk. 1983. Jakobína Siguröardóttir: Kvæöi. Rvk. 1983. Joanna Russ: How to suppress Wo- men's Writing?London 1983. Ragnhildur Richter: „Baráttan viö bók- menntaheföina. Um konurog bók- menntahefð.' íslenskar kvennarann- sóknir. SteindórGuömundsson: Ritdómur. Nýj- arkvöldvökurXW, 159. Svava Jakobsdóttir: „Reynsla og raun- veruleiki - nokkrir þankar kvenrithö- fundar." Konurskrifa tilheiðurs Önnu Sigurðardóttur. Rvk. 1980. Sveinn Sigurösson: ritdómur. Eimreiðin 1934,238. Toril Moi: Sexual/Textual politics. London & New York, 1985. Ólína Þorvarðardóttir stundar nám á cand.mag. stigi í íslensku við Há- skóla íslands. Hún starfar sem frétta- maður hjá sjónvarpinu. ÞJÓÐLÍF 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.