Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 74

Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 74
m> tilkomu verka Guðrúnar varfarið að skipta bókmenntum í œðri og óæðri ein af fáum hefur komist í skáldatölu á íslandi - og það á fyrri hluta aldarinnar - en það er skáldkonan Hulda. /... /hin þýða angan orðanna, sem falla og hníga í stuðla og stef eins létt og mjúkt eins og álfmeyjadans í tunglsljósi /... / eða dans skógardísa og vatna / ... / (Sveinn Sigurðsson) Hér fer ekki á milli mála hvaða eiginleikar eru eignaðir skáld- verkinu, þegar Ijóðunum er líkt við „álfmeyjadans". Jafnalgengt er að verkum kvenna sé líkt við hannyrðirfremuren listaverk: Ljóðakver þetta er hið snotr- asta að ytra frágangi og mynd höfundarins framan við. (Matthí- as Jochumsson) Þá er fróðlegt að sjá hvernig verk kvenna eru borin saman við verk karla, en slíkan samanburð mátti Hulda gangast undir: Kvæði Huldu eru viðkvæm og Ijúf, lipur og Ijett /... / Hún slær jafnan á viðkvæmustu strengina, þá sem gefa frá sér þýðustu tón- ana /... / Vígslóði Stephans G. er aftur á móti samfelldur kvæða- bálkur I... I Efnið er stórfeng- legt og skáldið brýst um fast, leitar að rökum til þessa mikla skapadóms/... / (Steindór Guðmundsson) Hér sannast, svo ekki verður um villst, að jafnvel þegar karl- menn eru allir af vilja gerðir að hæla verkum kvenna, grípa þeir ósjálfrátt til lýsinga sem ætlað er að gera kvennabókmenntirnar fagrarog heillandi - einsog konum er ætlað að vera - and- stætt hinni djúphugsuðu snilld sem körlum er eignuð. Dæmið um Huldu og Stephan G. ertal- andi vitnisburður um þetta; rit- dómarinn leitast við að finna boðskap eða heimspeki í verki Stephans, en Ijóðabók Huldu er afgreidd með staðlaðri kvenlýs- ingu. Afþreyingar- bókmenntir En víkjum aftur að þeim vanda sem kvenrithöfundurinn stendur frammi fyrir þegar hún ætlar að skapa heim í skáldverki. Hvaða leið skyldu íslenskir kvenrithöf- undar hafa valið í skáldskap? Staðreyndin er sú, að tveir af afkastamestu rithöfundum þjóð- arinnar, þær Guðrún frá Lundi og Ingibjörg Sigurðardóttir, hafa báðar lagt það fyrir sig að skrifa afþreyingarbækur. Er þá ónefnd ein vinsælasta skáldkonan í dag, Snjólaug Bragadóttir, og raunar fleiri. Það má segja að íslenskar afþreyingarbókmenntir hafi að stórum hluta verið bornar uppi af konum. Hér á landi hefur verið talað um afþreyingarbókmenntir sem hluta af alþýðlegri skáldsagna- gerð, einkum þjóðlegar skemmtisögur, en einnig róm- antískar ástarsögur. Þær Guð- rún og Ingibjörg hafa fyllt sinn hvorn flokkinn. Það hefureinkum þótt einkenni dæmigerðra afþreyingarbók- mennta að þær staðfesta ríkj- andi gildi og viðhorf til heimsins. Þær eru neysluvara og hlutverk þeirra sem slíkra er að veita fólki hvíld. Persónusköpun og at- burðarás eru ákveðin fyrirfram - hver kannast ekki við kápu- myndirnar sem segja yfirleitt all- ar það sama um innihald hvers bókaflokks? Atburðarás sagn- anna lýtur því ákveðinni formúlu, sem gerir það að verkum að lest- urinn verður auðveldari. Spenn- an felst ekki í því að vita hvað gerist - því Ijóshærða hjúkrun- arkonan nær ávallt í háa, mynd- arlega lækninn sinn að lokum, þrátt fyrir lævíslegar tilraunir þeirrar rauðhærðu og leggja- löngu til þess að véla hann í net sitt. Spurningin er einungis um það hvernig endalokin ber að höndum. Einhver hefur látið þau orð falla að afþreyingarbók- menntir séu tjáning á íhaldsemi hverrar siðmenningar, og má það til sanns vegar færa. Þessi bókmenntagrein heldur á lofti gamalli hlutverkaskiptingu karls og konu - sé reynt að brydda upp á frjálslyndari við- horfum eru þau ávallt borin til baka. Takmark ástarsagnanna er einfaldlega það að finna hinn eina rétta, og sögunni lýkur þar sem hún ætti raunar að hefjast: frammifyriraltarinu. Guðrúnfrá Lundi Þjóðlegu skemmtisögurnar sem höfundar á borð við Guð- rúnu frá Lundi hafa tileinkað sér eru hins vegar ólíkar þessum dæmigerðu afþreyingarsögum um margt. Sögur hennar eru raunsannur vitnisburður um búskaparhætti og líf sveitafólks í kringum aldamótin, séð með augum konunnar. Það er athygl- isvert, að sögur Guðrúnar gerast flestar innandyra þar sem lýst er verkum og starfsháttum kvenna Guðrún frá Lundi. Hún hefurhvorki forsendur né aðstæður til að gleyma sér í dagdraumum að erlendri fyrir- mynd afþreyingarsagna. og samskiptum þeirra innbyrðis og við utanaðkomandi fólk. Ásta- málin koma alls staðar við sögu þar sem hinn sígildi ástarþríhyrn- ingur er til staðar. En þótt ástin sé stórkostleg reynsla, er hún ófrjáls, og því er það ekki hún sem er rauði þráðurinn í verkum Guðrúnar, heldur boð skyldunn- ar. Það er því uppreisn og bæl- ing tilfinninganna sem er aðal- viðfangsefni sagnanna. En Guðrún heldur sig við jörð- ina, - hún hefur hvorki for- sendur né aðstæður til að gleyma sér við dagdrauma að erlendri fyrirmynd afþreying- arsagna. Hún lýsir veruleika kvenna og gefur hugarfluginu lausan tauminn um stund, en niðurstaða verka hennar er í anda þess veruleika og tíðar- anda, sem hún sjálf upplifir. Guðrún frá Lundi verður að kallast geysilega afkastamikill rithöfundur, eins og raunar fleiri íslenskir kvenrithöfundar. Hún lauk við sextán skáldverk en fór þó ekki að skrifa bækurfyrr en hún var komin fast að sextugu. Bækur Guðrúnar hafa notið mik- illa vinsælda, en ekki virðingar að sama skapi. Það var með tilkomu verka hennar sem farið var að skipta íslenskum skáld- verkum í æðri og óæðriflokka. 74 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.03.1986)
https://timarit.is/issue/378663

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.03.1986)

Aðgerðir: