Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 82

Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 82
Með manni sínum, Hjörleifi Sveinbjörnssyni, og sonunum Sveinbirni og Hrafnkatli. (Ljósmynd: Gunnar Elísson.) Sveinbjörn haföi þaö aldrei gerst áöur aö borgarfulltrúi færi fram á fæöingarorlof, en Sólrún fékk því framgengt aö héreftir fá konur í hópi borgarfulltrúa slíkt orlof. Fjórum árum og tveimur börnum síðar situr Sólrún í borðstofunni og ég bið hana að bera saman Kvennafram- boðið nú og þegarþað varstofnað. Sólrún: Það ererfitt. Við urðum til haustið 1981 og stóðum í kosningaundirbúningi allan fyrsta veturinn. Þá ríkti mikil stemmning, þá var allt nýtt og við höfðum það á tilfinningunni að við værum þátttakendur í sögulegum við- burðum. Því fylgdi ákveðin víma sem síðan rann af okkur þegar hið daglega puð í borgarmálunum hófst. Þannig held ég að þetta gerist í öllum hreyfingum. Þegar starfið verður hversdagslegt er spurningin að halda sig við efnið. Þjóðlíf: Og hvernig hefurþað gengið? Sólrún: Það var okkur alger nýjung að hefja störf í borgarstjórn. Öll okkar orka fór í að kynna sér málin, vinna upp tillögur og móta stefnuna. Samhliða því höfum við getað haldið uppi dampi í kringum Veru, blaðið okkar. Við vonuðumst til þess að geta einnig tekið á öðrum verkefnum en það hefur gengið verr, verið tilviljanakennt. Það hafa ekki orðið til neinir fastir hópar utan um annað en þetta tvennt. Að því leyti er sömu sögu að segja af Kvennafram- boðinu og Rauðsokkahreyfingunni sáluðu. Við höfum það þó fram yfir í Kvennaframboðinu að við komum stokki af konum inn í borgarapparatið þar sem þær fá laun og geta einbeitt sér að ýmsum málum. Ég vonaðist til að samhliða þessu mynduðu konur með sér hópa til að vinna að þeim málum sem á þeim brenna. En það hefur ekki gerst nema að takmörkuðu leyti. Það virðist vera þannig með blessað grasrótarlýðræðið að þar gerist ekkert af sjálfu sér, það þarf að ýta við fólki til þess að það fari af stað. Við höfum einfaldlega ekki haft af- gangsorku til að gera það. Það er tiltölulega lítill stokkur af konum sem heldur uppi íslenskri kvennahreyfingu. Sjálft batteríið er svipað og á Norðurlöndunum en konurnar sem halda því uppi eru bara miklu færri. En það hefur ýmislegt gerst í framhaldi af Kvennafram- boðinu. Þar má benda á Samtök kvenna á vinnumarkaði, Kvennaathvarfið, Vesturgötu 3 o.fl. Það hefur orðið vakn- ing í málefnum kvenna og hún er afleiðing þeirrar umræðu sem hófst með Kvennaframboðinu. Það hefur líka færst aukið líf í önnur kvennasamtök. Kvenréttindafélag íslands hefur starfað mikið, konur í stjórnmálaflokkunum hafa tekið til höndunum. Ég er ekki að segja að allt þetta sé Kvenna- framboðinu að þakka en það kom róti á hlutina. Þetta er jákvætt því auðvitað getur ekki allt gerst innan Kvenna- framboðsins, konur í pólitísku flokkunum og óflokksbundn- ar vilja einnig starfa að málunum." Þjóðlíf: Það er orðið sjaldgæft að Hótel Vík iðiaf lífi, helst að það gerist í kaffinu á 1. maí. Hefur félögunum ekki fækkað talsvert? Sólrún: Jú, það eru færri virkar núna en áður þótt félagafjöldinn sé sá sami. Það kom í Ijós að einungis takmarkaður hópur hefur áhuga á borgarmálunum. Borgin er ákveðinn vettvangur sem sjálfsagt er að nota en þegar farið er að ræða smáatriðin í málaflokkum á borð við skipulagsmál, umferðarmál, félagsmál o.s.frv., fer ekki hjá því að áhuginn dofni." Þjóðlíf: Margar fóru til liðs við Kvennalistann. Sólrún: Já, Kvennalistinn á sinn þátt í þessari þróun. Þegar hann var stofnaður stóð deilan einmitt um það hvort við hefðum afgangsorku til að sinna þessum tveimur stóru ... Ef til vill hefur þetta orðið til þess að Kvennalistinn hefur komist betur frá utanríkismál- um en ella hefði orðið. Vilhjdlmur Þ. er kapítuli út af fyrir sig. Hann virðist hafa sér- staka ánægju af að sýna að það er hann sem valdið hefur. verkefnum, borgar- og þingmálum, samtímis. Mérfannst á sínum tíma komin lítil reynsla á borgarmálastarfið. Það leið aðeins hálft ár frá borgarstjórnarkosningum þangað til farið var að ræða alþingisframboð og ég vildi sjá til. Ég óttaðist að hreyfingin yrði bara tveir hópar. Þessi ótti rættist að sumu leyti, grasrótarstarfið hefur verið lítið. En það getur vel verið að þetta hefði gerst þótt ekki hefði verið farið út í alþingisframboð. Um það er erfitt að segja, enda finnst mér tilgangslaust að tala um pólitík í þáskildagatíð." Þjóðlíf: Umáramótin 1982-83 stóðu yfirmiklardeilurí kvennahreyfingunni og þær snerust um fleira en hve mikla orku konurnar hefðu. Þær snerust ekki síður um það hvort konur ættu einhverja óskipta hagsmuni sem hópur íýms- 82 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.