Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 71

Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 71
Eins og aö framan greinir mun Leikfélag Reykjavíkur frumsýna Svartfugl í leik- gerö Bríetar Héðinsdóttur nú í byrjun marsmánaðar. Bríet er jafnframt leikstjóri, en með hlutverkfara Þorsteinn Gunnarsson og Jakob Þór Einarsson, er leika síra Kolbein Eyjólfsson, Gísli Rúnar Jónsson er leikur Guð- mund sýslumann Scheving, Sigurður Karlsson er leikur Bjarna Bjarnason og Margrét Helga Jó- hannsdóttir er fer með hlutverk Steinunnar Sveinsdóttur. Síra Jón Ormsson leikur Gísli Hall- dórsson, Ólöfu konu síra Eyjólfs leikur Sigrún Edda Björnsdóttir og föður Ólafar og móður leika þau Jón Sigurbjörnsson og Soffía Karlsdóttir. Hin myrtu eru leikin af þeim Valgerði Dan og Karli Guðmundssyni. Saekjanda og verjanda leika Guðmundur Pálsson og Steindór Hjörleifsson og Þröstur Leó Gunnarsson leikur Pál, bróður síra Eyjólfs. Tónlist er eftir Jón Þórarinsson og lýsingu annast David Walters, sem leikstjórinn tjáði ÞJÓÐLÍFI að myndi eiga stóran hlut í sýningunni, „gera magnaða hluti". Leikmynd og búninga ger- ir Steinþór Sigurðsson. I samtali við ÞJÓÐLÍF lagði Bríet Héðinsdóttir áherslu á að enda þótt fróðlegt væri að lesa um raunveruleg örlög sakborninganna í Sjöundár- málinu, kæmu þessarstaðreyndiráhorfendum sýningarinnar aðeins óbeint við. I Iðnó sé ekki verið að reyna að setja á svið sögulegan fróðleik ellegar staðreyndir, heldur skáldverk Gunnars Gunnarssonar. „Saga Bjarna og Steinunnar gæti verið uppistaða í margs konar listaverk og mörg leikrit," sagði Bríet, „en hér er um að ræða að setja á svið söguna Svartfugl. Efnið er skáldinu Frá æfingu á Svartfugli kveikja til að velta upp margs konar spurningum, Gunnars Gunnars- spurningum sem eru fyrst og fremst heimspeki- sonar. (Ljósmynd: legs og siðræns eðlis: um afstæði allrar sektar, Oddur Olafsson) um takmörk mannlegrar réttvísi, um ábyrgð okkar á náunganum." Bríet sagði ennfremur, að fráleitt væri að telja Svartfugl sakamálasögu, þótt kveikja hennarsé sakamál. Svör við spurningum á borð við þær, sem Svartfugl setur fram, væru tæpast á mann- legu færi - enda gefi Gunnar engar einfaldar niðurstöður heldur ætli okkur að svara, hverju fyrir sig. Fulltrúi okkar í sögunni er síra Eyjólfur Kolbeinsson, þess vegna er honum ætlað sama verkefni í sýningunni. „Hann er leikinn af tveimur leikurum, svipað og var í Ofvitanum í leikgerð Kjartans Ragnarssonar og mörgum öðrum leik- sýningum af þessu tagi,“ segir Bríet. „Ég legg áherslu á, að form og innihald verði ekki aðskilið og því hefur skáldsagan sagt fyrir um gerð sýn- ingarinnar. Gunnar Gunnarsson fullyrðir ekkert í þessu verki, gefur engin svör - utan eins: Við berum ábyrgð hvert á öðru, enginn lifir aðeins sjálfum sér. Öðrum spurningum er okkur gert að svarasjálf." Margrét Helga Jóhannsdóttir, er leikur Steinunni Sveinsdóttur. (Ljósmynd: Oddur Ólafsson) ÞJÓÐLÍF71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.