Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 19
flokksins. Þessi stefnuskrá gerði
að engu hugmyndir manna um
hugsanlega skattahækkun á
síðara kjörtímabili Reagans, til
að rétta af hallann í þjóðarbú-
skapnum. (heild erstefnuskráin
mjög íhaldsöm. Lýst er yfir
stuðningi við bænahald í skólum
og andstöðu við fóstureyðingar
- einnig fyrir konur er hafa orðið
fórnarlömb nauðgara eða blóð-
skammar. Leggurstefnuskráin
til að enginn dómari verði út-
nefndurtil Hæstaréttar nema
hann sé fylgjandi áðurnefndum
sjónarmiðum.
MARIO CUOMO
Lausnari?
Mario Cuomo, ríkisstjóri í New
Vork, hefur verið talinn líklegast-
urforsetaframbjóðandi demó-
krata allar götur frá því hann hélt
eldheita barátturæðu á flokks-
þinginu fyrir kosningarnar 1984.
Frá þeim tíma hefur hróður Cuo-
mos, sem er 53 ára gamall,
aukistjafnt og þétt. Hann hefur
haldið fyrirlestra um allt land við
góðan orðstír. Nýlega var hann á
ferðinni íTexas þar sem hann
hélt ræðu, er vakti mikla hrifn-
ingu. Margir stjórnmálaskríb-
entar höfðu hins vegar haldið því
fram, að Cuomo ætti litlu fylgi að
fagna þar um slóðir vegna ít-
alsks ætternis síns. Reyndar
hafa vangaveltur blaðamanna
þess eðlis, að frambjóðandi af
ítölskum ættum eigi enga mögu-
leika á því að verða forseti,
kveikt heilaga reiði í brjósti
þessa snaggaralega manns og
nýlega lýsti hann því yfir að vel
gæti svo farið að hann gæfi kost
á sér til framboðs - til að sanna
að hann hefði jafn mikla mögu-
leika og aðrir frambjóðendur.
Cuomo hefur verið mikið í
sviðsljósinu og á síðasta ári valdi
tímaritið Playboy hann einn af 10
kynþokkafyllstu karlmönnum
Bandaríkjanna. Stjórnmálasér-
fræðingar telja Cuomo einn af
hæfustu ræðumönnum sem
uppi eru nú í Bandaríkjunum.
Þeir segja hann búinn þeirri náð-
argáfu að geta sett flókna hluti
fram á einfaldan og auðskiljan-
legan hátt. Mary McGrory, póli-
tískur dálkahöfundur hjá Was-
hington Post lýsti Cuomo sem
„íhugulum og tápmiklum stjórn-
málamanni", sem eigi auðvelt
með að ná til kjósenda í fjölmiðl-
um - ekki síst í sjónvarpi.
RICHARD GEPHARDT
Hver er stefnan?
Það er jafn erfitt að finna Rich-
ard Gephardt stað í pólitíkinni og
að henda reiður á því í hvaða átt
hann og stuðningsmenn hans
eru að reyna að þoka Demó-
krataflokknum. Gephardt, sem
er 44 ára, kom fram á sjónar-
sviðið seint á sjöunda áratugn-
um og vakti fyrst á sér athygli
með harkalegri gagnrýni á ýmis
velferðarmálefni, sem flokkurinn
studdi. Síðar sneri Gephardt
blaðinu við og styður nú þessi
sömu málefni, sem mörg hver
eiga undir högg að sækja vegna
stefnu Reagans.
Gephardt hafði haldið uppi
harðri gagnrýni á forystu Demó-
krataflokksins er hann var valinn
til forystustarfa í flokknum 1984.
Nú gegnir hann fjórða mikil-
vægasta embætti innan þing-
flokksins í fulltrúadeildinni auk
þess að vera forseti Leiðtoga-
samtaka demókrata. í Leiðtoga-
samtökunum eru þingmenn úr
öldungardeild og fulltrúadeild og
ríkisstjórar. Samtökin hafa það
markmið að þoka Demókrata-
flokknum nær miðju í bandarísk-
um stjórnmálum.
Stjarna Gephardts hefur risið
hratt, „vegna þess að hann er
gáfaður, kemur vel fyrir í sjón-
varpi og er örlátur á viðtöl við
fjölmiðla," segir pólitískur dálka-
höfundur blaðsins The Baltimore
Sun. Gephardt hefur einnig gefið
sér tíma til að afla sér stuðnings
og vinsælda félaga sinna í Dem-
ókrataflokknum, einkum yngri
kynslóðarinnar. Allt sem Gep-
hardt hefur aðhafst undanfarið
hefur verið rökrétt skref þess,
sem áhuga hefur á forsetafram-
boði, þótt hann gefi ekki enn upp
hug sinn til þess máls. Gephardt
hefur ráðið reyndan ráðgjafa
sem aðstoðarmann sinn, en sá
starfaði fyrir Gary Hart í kosn-
ingabaráttunni 1984. Þá hefur
hann stofnað kosningasjóð sem
stendur straum af fundahöldum
hans um allt landið, auk þess
sem demókratar, sem eru að
berjast fyrir þingsæti í kosning-
unum á þessu ári, hafa fengið
fjárframlög úrsjóðnum.
HOWARD BAKER
I valdaklíkunni?
Howard Baker reyndi að ná
útnefningu Repúblikanaflokks-
ins fyrir kosningarnar 1980, en
þá reyndist tímaskortur vera
hans versti óvinur. Baker, sem
þá var þingflokksformaður repú-
blikana í öldungadeildinni, hafði
lítinn tíma til að sinna kosninga-
baráttu, nema rétt um helgar
eins og hann hefur orðað það.
Baker hefur lagt þingmennsku á
hilluna og nú hefur hann nægan
tíma til að berjast fyrir útnefn-
ingu, ef hann ákveður að fara í
framboð.
Baker er 59 ára og var áður
þingmaður fyrir Tennessee-fylki.
Hann hefur lýst því yfir í fjölmiðl-
um að hann hafi áhuga á að
verða forseti, einn líklegra fram-
bjóðenda. Hann er vel liðinn af
fyrrverandi samstarfsmönnum í
þinginu og fylgir sömu línu og
forsetinn í utanríkis- og varnar-
málum. í innanlandsmálum er
hann talinn frekar frjálslyndur af
repúblikana að vera. Hann er
fylgjandi fóstureyðingum, ef líf
móður er talið vera í hættu, svo
og ef um nauðgun eða blóð-
skömm er að ræða. Ólíkt öðrum
frambjóðendum repúblikanatel-
ur hann nauðsynlegt að hækka
skatta til að koma á jafnvægi í
þjóðarbúskapnum.
Baker á ekki upp á pallborðið
hjá „nýja hægri" armi flokksins
og telja margir að það geti komið
í veg fyrir forsetadrauma hans.
Er það mat stjórnmálasér-
fræðinga að þessi armur flokks-
ins ráði úrslitum um það hvaða
frambjóðandi hlýtur útnefningu.
Skoðanakannanirsýna, að
Baker er sá frambjóðandi repú-
blikana sem helst gæti höfðað til
demókrata. Staða hans í Suður-
ríkjunum er óvenju sterk. Á móti
vegur hins vegar að margir telja
hann tilheyra „valdaklíkunni í
Washington" og margirtelja
framkomu hans í sjónvarpi ekki
nægilega sannfærandi.
Árni Þórður Jónsson stundar fram-
haldsnám í fjölmiðlafræðum í Was-
hington D.C. í Bandaríkjunum.
ÞJÓÐLÍF 19