Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 4

Þjóðlíf - 01.03.1986, Blaðsíða 4
JLlMilf Nú þegar 2. tbl. ÞJÓÐLÍFS kemur fyrir augu lesenda er rétt aö byrja á aö þakka ágætar viðtökur viö hinu fyrsta. Þær viðtökur hafa sannfært okkur um að ÞJÓÐLÍF eigi erindi á tímaritamarkaðnum. Þetta tölublað er nokkur breytt frá hinu fyrsta. Þótt við höldum fast við þá ritstjórnarstefnu sem við.höfum kynnt bjóðum við nú upp áfjölbreyttara efni. Síðastatölublað var nokkuð í þyngra lagi, þótt það hafi komið á daginn að lesendur hafa ekki látið það aftra sér frá því að kynna sér efni þess. Nokkur blaðaskrif spunnust út frá einstökum greinum. Grein Hans Kr. Guðmundssonar um geim- varnaráætlun Bandaríkjanna vakti mikla athygli. Þá hefur mikil umræða spunnist í kerfinu vegna viðtalsins við Þorgils Axelsson tæknifræðing um svokallaða Bókun A- 188. Við teljum okkur því hafa náð þeim tilgangi okkar að hreyfa við málum og vekja umræður. Af efni þessa heftis vekjum við fyrst athygli á grein dr. Svans Kristjánssonar um valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þá er fjallað um hinn siðferðilega vanda sem læknar, hjúkrunarstéttirog aðstandendursjúklingastanda frammi fyrir þegar taka þarf afstöðu til þess hvort nýta eigi alla hugsanlega tækni til að halda lífi í dauðvona sjúklingum. Skyggnst er á bak við deilurnar um Lánasjóð íslenskra námsmanna og fjallað er um undirbúning undir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en kandidatar eru þegar farnir að hugsa sér til hreyfings þótt tæp þrjú ár séu til kosninganna. Bókmenntir, tónlist og leikhús fá einnig sitt pláss. Breytingar hafa orðið á ritstjórn blaðsins. ÞJÓÐLÍFI bættist starfskraftur í lok janúar er Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur kom til starfa sem annar tveggja ritstjóra tímaritsins. Auður hefur starfað sem blaðakona við Þjóðviljann og síðar fulltrúi ritstjóra við tímaritið Mannlíf, en auk þess hefur hún stundað þýðingar og fræðistörf á sviði félags- og stjórnmálafræði. Við bjóðum hana velkomna til starfa. Jón Guðni Kristjánsson. TfMARITIÐ ÞJÓÐLÍF, 1. tbl. 2. árg. Mars 1986. Útgefandi: Félagsútgáfan hf., Laugavegi 18A, pósthólf 1752, 121 Reykjavík, sími 62 18 80. Framkvæmdastjóri: Ólafur Ólafsson. Ritstjórar: Auður Styrkársdótlir (sími: 79017) og Jón Guðni Kristjánsson (sími: 38105). Auglýsinga- stjóri: Áslaug Jóhannesdóttir. Hönnun og útlit: Björn Br. Björnsson. Ljósmyndir: Einar Gari- baldi, Gunnar Elísson og Oddur Ólafsson. Film- uvinna: Prentmyndastofan hf. Prentun og bók- band: Prentsmiðjan Oddi hf. Forsfðumynd: Gunnar Elísson, snyrting: Ólöf Ingóifsdóttir. SÉRFRÆÐILEGIR RÁÐUNAUTAR: Efnahagsmál, stjórnmál, sagnfræði, siðfræði: Birgir Árnason, Gísli Gunnarsson, Helgi Skúli Kjartansson, Magnús Ólafsson, Svanur Krist- jánsson, Vilhjálmur Árnason. Orku- og iðnað- armál: Finnbogi Jónsson. Húsnæðismál: Guðni Jóhannesson, Ingi Valur Jóhannesson. Líf- fræði, líftækni: Jakob Kristinsson, Úllar Antons- son. Eðlisfræði, efnistækni: Hans Kr. Guð- mundsson. Jarðfræði: Sigurður Steinþórsson. Læknisfræði, heilbrigðismál: Helgi Kristbjarnar- son, Helgi Valdimarsson. Tóniist: Aagot Ósk- arsdóttir, Andrea Jónsdóttir, Tómas R. Einars- son. Bókmenntir: Árni Sigurjónsson, Þorvaldur Kristinsson. Leikhús: Hlín Agnarsdóttir. Ráðunautarnir bera enga ábyrgð á efni og framsetningu nema sérstaklega sé til þeirra vitn- að eða þeir skrifi undir nafni. TÍMARITIÐ ÞJÓÐLlF kemur út sex sinnum á ári. Áskriftarverð fyrir hálft ár: 490,- kr. Verð í lausasölu: 198.- kr. Tvær snjallar frá BRAUN Þetta er litla rafhlöðurakvélin frá BRAUN, vélin sem þú getur sett í hanskahólfið á bílnum, skrifborðsskúffuna og jaínvel skyrtuvasann. Ótrúlega góð vél miðað við stærð og verð. ,,System t-2-3“ er nýjasta gerðin frá BRAUN. „Elegant" rafmagnsrakvél, sem er hljóðlátari og kröftugri en aðrar gerðir. Bartskerinn og rakhnífurinn geta unnið saman þegar þú ert með langa skeggbrodda, eða „óþekk" hár. Aðalumboð: Verslunin Borgartúni 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.