Þjóðlíf - 01.03.1986, Síða 30

Þjóðlíf - 01.03.1986, Síða 30
Menn skulu minnast þess, ad borgarstjóm- arkosningarnar n.k. vor snúast fyrst og fremst um það, hvort Fteykvíkingar vilji að Davið Oddsson stjórni borginni áfram með öruggan og traustan meirihluta Sjálfstæðis- manna að baki sér... (Guðmundur H. Garðarsson, 1986) Spyrja má: Er eitthvað athugavert við stjórnar- hætti í Reykjavík? Eru ekki allir ánægðir með fyrirgreiðslukerfið? Lítum fyrst aðeins á jákvæðu hliðarnar. Fyrir- greiðslukerfið veitir fólki þjónustu, sem ekki er fyrir hendi annars staðar. Jafnframt myndast persónuleg tengsl milli yfirvalds og þegnanna í stað ópersónulegra samskipta almennings við sérfræðinga og skrifstofulið. Um leið axlar borg- arstjórinn pólitíska ábyrgð; hann segirsem svo: „Ég er ábyrgur, ég læt verkin tala, ef þið eruð ánægð kjósið þið mig, ef ekki setjið mig þá af næst.“ Gagnrýnin á fyrirgreiðslupólitíkina er af ýmsum toga. Með henni eru stjórnmál færð af opinberum vettvangi, þar sem hægt er að skoða og meta pólitískar ákvaðarnir, yfir á einkavettvang. Stjórnmál eru gerð að einkamálum tveggja eða þriggja einstaklinga. I rauninni erstjórnmálamað- urinn að útdeila gögnum og gæðum, sem al- menningur hefur fært honum í hendur og á þar af leiðandi rétt á að fylgjast með starfi sjórnmála- mannsins. Borgarstjórinn segist vera ábyrgur; til þess að meta störf hans verður fólk að vita hvaða ákvarðanir hann tekur. Nú veit enginn „utanað- komandi" hvað fór fram f viðtölum borgarstjóra við þúsundir borgarbúa á liðnu kjörtímabili. Þar að auki væru sjálfsagt allir sammála um, að Borgarstjórnarmeirihluti flokksins byggir á því að þúsundir kjósenda vinstri flokkanna í þingkosningum greiða Sjálfstæðisf okknum atkvæði í borgarstjórn. Bjarni Benediktsson og kona hans, Sigríður Björnsdóttir, koma af kjörstað. almenningur ætti ekki rétt á að hnýsast í einka- mál, þar með talin persónuleg viðtöl borgarstjór- ans við fólk á skrifstofu hans. Ein helsta gagnrýnin á fyrirgreiðslukerfi, í Reykjavík sem annars staðar, er sú að almenn- ingur verður háður greiðasemi og velvilja vald- hafanna. í stað samskipta jafningja \ lýðræðis- þjóðfélagi kemur misrétti í fyrirgreiðslukerfinu. Lýðræðisríki eru jafnframt réttarríki, þar sem lög ráða en ekki menn; um leið eru pólitísk réttindi og skyldur manna opinber og augljós. Fyrirgreiðslu- pólitík byggir hins vegar á ójöfnuði. Þar leitar skjólstæðingurt'ú höfðingjans\ hann hlustar á beiðnir, sumir fá óskir sínar uppfylltar, aðrir ekki. Fyrirgreiðslukerfi er því ekki eðli málsins sam- kvæmt lýðræðislegt. Engu að síður getur verið að margir - jafnvel flestir - kjósi það fremur en stjórn sérfræðinga og embættismanna, standi val fólks einungis milli þessara tveggja kosta. Fyrir- greiðslukerfi skapar einnig oft öryggiskennd hjá „skjólstæðingnum"; „höfðinginn" erað minnsta kosti maður sem hlustar og tekur ákvarðanir en ekki einhver fjarlæg, ópersónuleg stofnun með flóknarreglur. Hið pólitíska fyrirgreiðslukerfi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík hefur dregist saman á und- anförnum árum og áratugum. Alls kyns stofnanir sjá nú um mörg viðfangsefni, sem áður voru beint á verksviði borgarstjórans. Kosningaósigur Sjálfstæðisflokksins 1978 hefur einnig haft hér nokkur áhrif. Ekki er lengur náttúrulögmál að flokkurinn ráði alltaf borginni og núverandi meiri- hluti hefur þannig meira aðhald frá kjósendum. M ikilvægi forystumanna Forysta er vissulega ekki allt í stjórnmálum, en getur samt ráðið úrslitum um framgang eða hnignun stjórnmálaflokka. Sjórnmálamenn ráða ekki við ýmsar ytri kringumstæður í þjóðfélaginu, en miklu skiptir hvernig þeir bregðast við þeim. Á miklum umbrota- og breytingatímum sést þetta mjög glöggt. Þannig hafði kreppan mikil og var- anleg áhrif í stjórnmálum. Við höfum séð hvernig Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík brást við; hélt meirihluta sínum og kom sterkur út úr kreppunni. í þingkosningum minnkaði hins vegar fylgi flokks- ins þegar á heildina er litið frá og með tvennum þingkosningum á árinu 1942. Fyrir þann tíma var fylgi flokksins í þingkosningum nokkru meira en í borgarstjórnarkosningum. Munurinn var samt lítill og flokkurinn hafði yfir 50 prósent atkvæða að meðaltali, bæði til borgarstjórnar og þings. Á eftirstríðsárunum hefur fylgið íþingkosningum hins vegar verið nokkru minna að meðaltali, eða um 45 prósent. í hatrömmum stéttaátökum árið 1942 varð Sjálfstæðisflokkurinn fyrir fylgistapi í þingkosn- ingum í Reykjavík, sem flokkurinn náði ekki að vinna upp aftur á eftirstríðsárunum. Af borgar- stjórnarkosningum er aðra sögu að segja: þar hefurfylgi flokksins haldist í ríflega 50 prósentum að meðaltali. Úr þessum tölum má lesa hvernig Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík hefurtekist að skilja borgarmálin frá landsmálapólitíkinni. Borg- arstjórnarmeirihiuti flokksins byggir á því að þús- undir kjósenda vinstri flokkanna í þingkosningum greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði í borgar- stjórnarkosningum. Langlífi valdakerfis Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík hvílir að miklu leyti á hæfni forystu flokksins á vettvangi borgarmála. Innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þróaðist snemma tröppugangur, sem verðandi forystu- menn í flokknum urðu að ganga eftir: Fyrsta þrep: Þátttaka í starfi flokksfélaganna. Annaö þrep: Seta í borgarstjórn (borgarstjóri). Þriöja þrep: SetaáAlþingi. Fjóröa þrep: Forysta í flokknum, ráðherradómur. Þessa leið fóru þeir Bjarni Benediktsson, borg- arstjóri, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæð- isflokksins, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, 30 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.