Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 9

Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 9
f SiegHeiI! íslandsleiðangur þýskra nasista 1936 : ^ ÞEIM firrum, sem hugmyndafræð- ljj®ar nasismans héldu að Þjóðverjum á fyrri a aldarinnar var sú trú að meginupp- Prettu þýskrar menningar væri að finna í séfUm °8 'jóðum sem íslendingar skemmtu Sgr við að festa á skinn til forna. Þessi trú niannfræðingar, norrænumenn og ýmsir þió'r ^ðagrúskarar héldu að lýðnum, Þe*m ^Sangi að sannfæra þýsku 'na um, að hún væri komin af eðalborn- j)](-,nPrrænum kynstofni sem hefði hreinna flokk' æe>um °8 göfngra eðli en aðrir þjóð- aQ , ar' Einn liður í boðun þessar trúar var goð uynna. Þjööverjum norræn hetju- og Sjj a*vasði, að viðbættum þeim fjölskyldu- •niðöld SCm ís*ens*c'r sagnamenn skráðu á Þetta daður við íslendingasögur og Eddu- kvæði átti sér reyndar nokkuð langan að- draganda. Ýmis þýsk skáld, þeirra á meðal Fouqué og Wagner, gerðu sér mat úr ís- lenskum fornsögum og hetjukvæðum þegar á 19. öld. Slíkir höfundar leituðu framar öðru fanga í Eddukvæðum, enda voru ís- lendingasögur á þeim tíma að mestu óþýdd- ar á þýsku. Það var ekki fyrr en með svo- nefndri íslendingabók (Islánderbuch) Art- húrs Bónus sem kom út árið 1907, að Þjóð- verjar áttu þess kost að lesa umræddar sögur á eigin máli. Þar var um að ræða tveggja binda úrval úr íslendingasögum, að viðbætt- um ítarlegum formála útgefanda, þar sem hann klifar sérstaklega á þeirri siðfræði drottnunar og réttar hins sterka (Herreneth- ik), sem hann telur að hafi verið grunntónn í félagslífi íslendinga á söguöld. Árið 1911 byrjar forleggjarinn Eugen Diederichs sam- fellda útgáfu íslenskra fornrita og á næstu áratugum er flestöllum miðaldaritum íslend- inga snúið á þýsku. Enda þótt Eugen Diederichs hafi verið snortinn af þeim rómantíska hetjuanda, sem hann taldi ríkja í sögunum, hefur hann þó engan veginn órað fyrir því, að þær yrðu síðar notaðar til að kynda undir jafn háska- legum þjóðrembingi og raun bar vitni. Einn þeirra fyrstu sem notaði íslendinga- sögur sem vopn í menningarbaráttu nasista var norrænufræðingurinn Bernhard Kumm- er. í doktorsritgerð Kummers „Endalok Miðgarðs", sem kom út árið 1933, eru sög- urnar hafnar á stall sem órækur vitnisburður um yfirburði hins germanska kyns yfir Róm- verjum og öðrum „lítilmótlegri" kynþáttum. Þegar fram liðu stundir lét Bernhard Kummer mikið að sér kveða í þeirri „menningarumræðu" sem átti sér stað á uppgangstímum nasismans og var ötull við að róa undir kynþáttahatri og aríadýrkun. 9

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.