Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 58

Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 58
L I S T I R Besta verk Steinunnar JIM SMABT Athugapunktar um Tímastuld STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR sendi frá sér fyrstu skáldsögu sína fyrir síðustu jól og vakti hún mikla athygli og verðskuldaða. Mig langar að koma hér á framfæri fáeinum smáathugasemdum um þessa margslungnu sögu sem ég tel besta verk Steinunnar til þessa. Sagan er að nokkru leyti gáta, vekur að minnsta kosti margar spurningar. Hún heitir Tímaþjófurinn, hver svo sem stelur, frá hverjum svo sem stolið er. Efnið er nokkurn veginn þetta: Mennta- skólakennari á í ástarsambandi við kvæntan samkennara sinn sem gengur í sjóinn eftir að hún segir honum upp; þá á hún í 100 daga löngu ástarsambandi við annan kvæntan samkennara og nýtur þess til hins ítrasta uns hann vísar henni á bug eftir nokkra mánuði; eftir það hugsar hún stöðugt um hann og ber aðra karlmenn saman við hann og saknar hans uns sögunni lýkur og lífslöngun hennar er þrotin. Söguhetjan, Alda, hefur áhyggjur af því að hún er orðin 37 ára og reyndar 44 í sögulokin, ellin skelfir hana meira en flest annað, og með nákvæmu tímatali í sögunni er lögð áhersla á það. Hún telur sig gáfaða og af fínum ættum og lítur ekki við hverjum sem er; ekki minnkar ástarþrá hennar til sögukennarans, sem heitir reyndar Anton, eftir að hann verður menntamálaráðherra. Af þessu sjást meginatriðin í sögunni: Þetta er sálfræðileg saga og er ástarsaga — og um leið er sagan harmleikur. Átök bók- arinnar eiga sér stað í höfði Öldu, eins og höfundur komst að orði í blaðaviðtali (Þjv. 23/11 1986), allt er sagt út frá huga Öldu og snýst eiginlega um hugsanir hennar. FORM sögunnar er fjölþætt. Höfundur hef- ur kallað hana „langt ljóð“. í upphafi er frásögnin hefðbundin í formi, þar segir frá aðdraganda ástarævintýrsins í lausu máli (prósa). Eftir að ástin tekur að blómstra breytist textinn á löngum kafla í ljóð enda ástin vafalaust póetískari en hið tiltölulega prósaíska tilhugalíf að ekki sé minnst á ör- væntingu þess manns sem hafnað er. Því- næst tekur sagan á sig mynd ferðafrásagnar, sendibréfa og jafnvel dagbókar á löngum kafla. Þar er söguefnið hvorki aðdragandi ástarævintýrsins né ástarævintýrið sjálft heldur óþreyjan, vonin, vonbrigðin og loks örvæntingin. Alda er alltaf í ferðalögum. En hún gleymir ekki Ástinni miklu. Kaflar þeir þar sem ástin ofurheita er á dagskrá eru óvenjulega fallega skrifaðir, kannski það besta í bókinni. Hér er ekki rætt um ást heldur Ástina: „Hvað hef ég að gera við litla ást? Guð forði mér frá smáást" (65). Sagan er kannski ekki ástarsaga í þeim skilningi að hún fjalli um ást milli tveggja manna en hún fjallar þó um ástina og hún er að nokkru leyti óður til ástarinnar í kjölfar eldri skáld- verka um það efni. Bókmenntavísanir eru margar í sögunni. Alda söguhetja er ensku- og þýskukennari og les Hamlet, Hölderlin og sonnettur Shakespeare - að ógleymdum Raymond Chandler og Patriciu Highsmith — og hér og þar er vísað í bókmenntaminni, meira að segja sumarkenningu Egils Skallagríms- sonar. Alda stendur í sporum Ófelíu, ást hennar er á jaðri þráhyggju líkt og ást Diljár á Steini Elliða í Vefaranum mikla frá Kasm- ír — nema hvað hér er það Alda sem ferðast um heiminn á flótta undan hugarangri sínu líkt og Steinn undan trúnni í járnbrautarlest. Alda fer að dæmi Werthers unga sem styttir sér aldur á jólum af ástarsorg. Alda er raun- ar lík Werther um margt. Þau elska þann sem þau geta ekki án verið ekki síst af því að þau finna að einmitt hann/hana geta þau ekki fengið. Að minnsta kosti einum níu sinnum kallar hún Anton „minn vinur“, og leiða þau orð hugann að Snæfríði íslandssól sem elskaði mennta- og veraldarmanninn Arnas Arnae- us í íslandsklukkunni. Og raunar ferst henni líkt og Snæfríði sem heldur kvaðst vilja þann versta en þann næst besta því Alda missir frá sér Egil vin sinn og fleiri en endar með Símon sem hún ber engan ástarhug til. Önnur af sögupersónum Halldórs Lax- ness notar reyndar orðalagið „minn vinur" um elskhuga sinn; það er Salka Valka sem segir um Arnald í orðasennu við Steinþór: „Minn vinur (...) minn vinur hefur augu sem ljóma af hugsjón mannkynsins“ (441). Og Álda er um tíma ákveðin, vel gefin, eftirsótt og sjálfstæð stúlka einmitt eins og Salka Valka. En draumaprinsinn hennar, menntaða hetjan með augun fögru, staldrar ekki lengi við hjá henni. Þessi samanburður liggur ef til vill í augum uppi, en ég fyrir mitt leyti kom auga á hann þar sem fugl seg<r „voða“ á blaðsíðu 76 enda man ég öngvan fugl annan sem tekur sér það orð í gogg nema æðarfuglinn í Sölku Völku, sem mef hefur reyndar fundist að sé táknmynd elsk- hugans Arnalds — og svo þennan hérna < Tímaþjófinum. Þegar leiðir þeirra Sölku og Arnalds skiljast segir Salka: „Nú ætla ég að leysa þig úr viðjum“ (448); Alda segir við svipað tækifæri: „Ég ætla að sleppa þér ur híðinu bangsi minn sæll og bless. Mitt er að láta þig lausan, að rjúfa í þér dvalann" (54)- Og úr því nú er einu sinni farið að ræða um Sölku: Læknirinn í þeirri sögu segir urr> Sigurlínu móður Sölku að hún eigi sér elsk' huga sem sé mikill séntilmaður og á þar við dauðann, segir að hún muni komast til hans. sem hún og gerir von bráðar. Dauðinn er líka elskhugi Öldu. Og Alda er umfram alk háttvís, séntilmaður, rétt eins og dauðinn. hugarfóstur hennar. DAUÐINN er ofarlega á baugi í sögunm- Hún hefst í gamla kirkjugarðinum í Reykja( vík; fljótlega gengur fyrrverandi elskhug1 Öldu í sjóinn og deyr; hún er 37 ára finnst lífið vera að hlaupa frá sér, kvt'ður ellinni svo mjög sem orð fá lýst; Alma syst<r hennar deyr úr krabbameini; foreldra1 hennar eru dánir; hún hefur alltaf banvænan skammt af svefnlyfi í svefnborðsskúffunn! sinni. Og sögulokin verða ekki öðru v<sl skilin en svo að hún sé feig; hún væntl dauða síns og telur sig af þeirri ástæðu ekki þurfa að taka svefnlyfjaskammtinn. í lokaorðum sögunnar renna þeir sama dauðinn og elskhuginn mikli þ.e.a.s. Anton' 58 J

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.