Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 5

Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 5
VÍSINDI Stærstu laxar á íslandi.Dr. Össur Skarphéðinsson skrifar um stærstu laxa sem veiðst hafa á íslandi.......... 49 Alnæmi. íslendingar duglegir að koma í mótefnamælingu. Um 20% landsmanna hafa mætt .............. 51 Fordómar gegn alnæmi............... 54 VIÐSKIPTI Samlyndi þeirra stóru. Fundurinn í Toronto. Evrópubandalagið er að koma fram eins og ný bandaríki Evrópu..... 55 Ungur athafnamaður................... 58 Smáfréttir .......................... 57 UPPELDI Duttlungar og pólitísk nærsýni ráða ferðinni, segir Þorbjörn Broddason lektor og fulltrúi í Fræðsluráði Reykjavíkur. Hann fer hörðum orðum um þá stefnu sem orðið hefur ofan á í skólamálum Reykvíkinga og rekur þar ýmsar uppákomur og sögu ráðsins síðustu ár.............................. 65 Nýjungar í uppeldismálum. Viðtal við Guðrúnu Einarsdóttur og Margréti Pálu Ólafsdóttur um ráðgjafarstarfsemi á barnaheimilum........................... 71 ÝMISLEGT Bílar. Ásgeir Sigurgestsson skrifar um fyrstu ökutækin á Hafnarfjarðar- veginum.............................. 73 Forsetaheimsókn. Heimsókn Vigdísar í V-Þýskalandi ........................ 59 Barnalíf............................. 62 Krossgátan .......................... 78 Leiðari / Afellisdómur Rannsóknir Stefáns Ólafssonar lektors á vinnutíma íslendinga í samanburði við aðrar þjóðir leiða í Ijós að þjóðin vinnur meira og lengur en nokkur þjóð í hinum þekkta heimi. Að meðaltali vinnan fullvinnandi einstaklingar 55 stunda vinnuviku og annað er eftir því eins og sjá má af frásögn Þjóðlífs af væntanlegri bók Stefáns, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gefur út. Ýmiss sérkenni þessarar þjóðar eru þess eðlis að ástæða þyki til að halda í þau. Það væri til að mynda ánægjulegt ef hægt væri að lesa út úr því sérkenni þjóðarinnar að vinna lengur en aðrar þjóðir ÍDetra mannlíf en annars staðar; betri lífskjör, meiri mannrækt og menningu, innihaldsríkara uppeldi og þar fram eftir götum. En því miður er því alls ekki að heilsa. Niðurstöðurnar eru því áfellisdómur yfir íslenskri þjóðfélagsgerð. Hinn langi vinnutími er áfellisdómur yfir þjóðfélagsgerðinni, þar sem við búum við ófremdarástand í húsnæðismálum, liðónýtt dagvistarkerfi, lélegt skólakerfi og ýmsa fleiri þætti samneyslunnar í algerum ólestri. Margt af því sem miður fer í íslensku mannfélagi má einnig rekja beinlínis til þeirrar vinnuþrælkunar sem viðgengst í þjóðfélaginu. Niðurstöðurnar eru áfellisdómur yfir verkalýðshreyfingu sem árum saman hefur gert þannig samninga að þýða í raun lengri vinnudag fyrir einstaklingana. Verkalýðsskrifstof- urnar hafa ekki mótað, hvað þá heldur framfylgt stefnu sem felur í sér að dregið verði úr þeirri gegndarlausu vinnu sem viðgengst í landinu. Síðustu árin hefur meir að segja heldur hallast á ógæfuhliðina, þar sem ekki er samið nema í undantekningartilvikum um raunveruleg laun, heldur hefur hinum villta markaði verið látin launastefnan eftir. Verka- lýðshreyfing sem ekki semur einu sinni um laun er ekki mikils virði. Evrópsk verkalýðs- hreyfing barðist fyrir 40 stunda vinnudegi á síðustu öld, nú berst hún fyrir lögleiðingu 35 stunda vinnuviku sem víða er orðin að veruleika. íslenska verkalýðshreyfingin virðist ætla að sigla á vit nýrrar aldar án þess að hafa í raun komið á 40 stunda vinnuviku. Niðurstöðurnar eru einnig áfellisdómur yfir samtökum atvinnurekenda, sem hafa látið stjórnast af óhagkvæmum skammtímastjónarmiðum við samningagerð. Rekja má at- vinnusjúkdóma og vinnuslys í yfirgnæfandi tilfellum til hins langa vinnutíma í landinu. Hvað eftir annað hefur verið sýnt fram á það með rökum, að hægt er að ná fram sömu framleiðni og næst með vinnuþrælkuninni með því að stytta vinnutíma og auka hagræð- ingu í rekstri fyrirtækja og stofnana. Með öðrum oröum; þaö borgar sig að stytta vinnutím- ann og hækka kaupið. Vinnuþrælkunin er ekki síður áfellisdómur yfir ríkisstjórnum og stjórnmálaflokkum í landinu, sem ekki hafa fjallað um vinnutímann, nema í stöku tilfellum til að hvíla sig frá hvunndagsprósentum umræðunnar. Það er hjóm og tál, að tala um aukin samskipti foreldra og skóla, þegar vinnuþrælkunin er jafn mikil í þjóðfélaginu og raun ber vitni. Raunverulegur árangur í jafnréttismálum kynjanna er beinlínis undir því kominn hvort næst að draga úr vinnuþrælkuninni eða ekki. Við íslendingar verðum að horfast í augu við umfang vandamálsins. Ef við viljum bæta uppeldi barnanna, auka innihald mannlífsins með menningar— og mannrækt, verðum við að ráðast til atlögu við vinnuþrælkunina. Hér er um sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að ræða. Óskar Guðmundsson Útgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752,121 Reykjavík, simi 621880. Stjórn Félagsútgáfunnar: Svanur Kristjánsson, Björn Jónasson, Ásgeir Sigurgestsson, Jóhann Antonsson, Pétur Reimarsson. Vara- menn: Árni Sigurjónsson, Brynjar Guðmundsson. Framkvæmdastjóri: Ólafur Sigurðsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Erlendir fréttaritarar: Arthúr Björgvin Boliason (Munchen), Ásgeir Friðgeirsson (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finnland), Ingólfur V. Gíslason (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Ragnar Baldursson (Tokyo). Innlendir fréttaritar- ar: Jóhannes Sigurjónsson (Húsavík), Páll Ásgeirsson (fsafjörður), Smári Geirsson (Neskaupstaður), Sveinn Helgason (Selfoss). Setn. og fl. María Sigurðardóttir. Ljósmyndir: Marissa Arason. Auglýsingastjóri: Hrannar B. Arnarsson. Auglýsingar: Héðinn Kjartansson. Skrifstofustjóri: Eiríkur Stephensen. Setning, umbrot, filmuvinna, prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar Kópavogi. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. Dreifing: Ævar Guðmundsson, sími 38838 og bflasími 985-23334. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.