Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 8

Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 8
INNLENT Yfirvinna og aukavinna er mun algengari meðal karla en kvenna. Um 70% allra karla vinna á aldinum 18 —75 ára vinna einhverja vinnu umfram 40 stunda vinnuviku, en um 20% kvenna vinna slíka aukavinnu umfram 40 stundirnar — utan heimilis vel að merkja. (Sjá töflu 2) Þessar tölur eiga við alla einstak- linga, hvort sem þeir eru vinnandi eða ekki, en þegar litið er til vinnandi fólks verða töl- urnar enn hærri. Nærri 30% vinnandi kvenna unnu ein- hverja yfirvinnu á rannsóknartímabilunum apríl 1986 og aprfl 1987. Hins vegar unnu 78% vinnandi karla yfirvinnu 1986 og 83% þeirra árið 1987. Aukningin milli þessara ára gæti hugsanlega verið skýrð með „skattleys- isárinu“ í fyrra. Það kemur einnig í ljós, að 50% karlanna vinna yfir 50 stundir á viku á báðum könnunartímabilunum.(Sjá töflu 3) Um 11% kvennanna voru með meira en 50 stunda vinnuviku og um 6% þeirra fóru yfir 60 stunda vinnuviku. Rúmlega fjórðungur karlanna fór yfir 60 stundir á viku í heildar- vinnutíma. . Stétt með stétt í vinnutíma Þegar vinnutími er borinn saman eftir starfs- stéttum kemur í ljós, að verkakarlar vinna frá 53(1984) til 59 stunda (árið 1987) Sjó- menn og bændur vinna um 70 stundir á viku, atvinnurekendur, sérfræðingar og stjórn- endur vinna um 57 stundir á viku og iðnaðar- menn svipað, þó hjá þeim séu mun meiri sveiflur í vinnutíma en öðrum starfshópum. (Sjá töflu 4) Nýjar upplýsingar Bók Stefáns um atvinnu íslendinga, er rannsókn á atvinnuþátttöku, vinnutíma og vinnusiðgæði þjóðarinnar. Félagsvís- indastofnun gefur bókina út. I bókinni metur höfundur umfang launaðrar at- vinnu á íslandi með samanburði við önn- ur þjóðfélög á Norðurlöndum og nokkur aðildarríki Efnahags- og framfarastofn- unarinnar í París(OECD). Stefán byggir rannsókn sína m.a. á nýj- um gögnum um vinnu Islendinga, sem aflað var sérstaklega fyrir verkefnið í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands. Þau gögn, m.a. úr könnun í nóvember, eru í betra sam- ræmi við hliðstæðar upplýsingar frá ná- grannalöndunum en áður þekktist. Nið- urstöðurnar eiga áreiðanlega eftir að vekja mikla athygli, þar sem þær leiða m.a. í ljós gífurlega vinnuþrælkun í land- inu. - ó Meðal fullvinnandi kvenna er uppgefinn vinnutími skemmri en hjá körlum, enda er heimilisvinna á eigin heimilum ekki tekin með í reikninginn. Verkakonur vinna um 45 stundir á viku, en hafa farið upp í 57 stundir í aprflkönnun 1987, sem kann að skýrast vegna vertíðarástands þá. Konur í verslunar- og skrifstofustörfum vinna sömuleiðis um 45 stundir að meðaltali en vinnutími þeirra virðist hafa stóraukist 1987 en í nóvember- könnuninni 1987 var meðalvinnutími þeirra rúmlega 49 stundir. I hópi stjórnenda, sérf- ræðinga og atvinnurekenda vinna konur að meðaltali rúmlega 50 stundir á viku, en höf- undur hefur sérstakan fyrirvara á þeirri tölu vegna þess hve fáar konur úr þeim hópum eru í úrtakinu. Fjölskyldufólk vinnur mest Gift fólk vinnur að meðaltali 58 stundir á viku samkvæmt könnuninni í aprfl 1987 og fólk í sambúð 57,4 stundir . Einhleypir vinna rúmlega 50 stundir, fráskildir 50.3 stundir og ekkjur og ekklar 45.7 stundir á viku.(Sjá töflu 5) Meiri aukavinna Um 20% launafólks stundar einhver launuð aukastörf hjá öðrum en á aðalvinnustað sín- um. Um 22% fullvinnandi karla er með slík aukastörf og um 16% fullvinnandi kvenna. (Sjá töflu 6) í könnun Félagsvísindastofnun- ar kemur fram lengri vinnutími og aukavinna en komið hafa fram í könnunum Kjararann- sóknarnefndar og trúlega réttari, þar sem Kjararannsóknarnefnd byggir aðallega á upplýsingum frá fyrirtækjunum en könnun Félagsvísindastofnunar byggir á upplýsing- um frá einstaklingunum sjálfum. Algengast er að karlar í skrifstofu- og þjónustustörfum ýmiss konar vinni launaða aukavinnu annars staðar en á aðalvinnustað sínum eða tæplega 33%. Sömu sögu er að segja af konum í verslunar— og skrifstofu- störfum, sem oftar en aðrar konur stunda aukavinnu annars staðar en á aðalvinnustað. Stefán nefnir það sem hugsanlega skýringu, að verkakarlar og verkakonur eigi frekar möguleika á meiri yfirvinnu á aðalvinnustað sínum en aðrir starfshópar þurfi að leita á annan vettvang. Aukastörf eru algengust hjá fólki frá 25 ára aldri til fertugs, en úr því fer að draga úr aukavinnunni. Lengsti vinnutími í heimi í bók Stefáns er gerður samanburður á vinnutíma á íslandi og öðrum löndum. Þó höfundur undirstriki mikla fyrirvara á talna- upplýsingum fer vart á milli mála, að Islend- ingar eru trúlega með lengsta vinnutíma í heimi. Vegna mismundandi staðla birtir höf- Stefán Ólafsson. Óskynsamleg kjara- stefna, sem byggir á lágum grunnlaunum og mikilli yfirvinnu, því hún leiðir til lítilla afkasta í atvinnulíf- inu. Mynd: Marisa Ara- son. Niðurstöðurnar Óskynsamleg kjarastefna Þjóðlíf lagði þá spurningu fyrir höfund bókarinnar sem sagt er frá á síöum þess- um, hvort niðurstöðurnar væru ekki áfcllisdómur yfir íslenskri þjóðfélagsgerð að hans mati? „Ég hef ekki hugsað mikið um málið út frá því sjónarmiði. Svarið myndi þó lík- lega ráðast mikið af því hverjar ástæður eru fyrir þessum langa vinnutíma. Ef ís- lendingar vinna svona mikið vegna þess að þeir endilega vilja gera það, þá gæti þetta ekki talist áfellsidómur. Þá mætti frekar líta á það sem blessun að næga vinnu skuli að fá til að svala vinnufýsn- inni. Þjóðfélög sem búa við mikið at- vinnuleysi öfunda okkur af því að geta haldið fullri vinnu. Ef hins vegar Islendingar vilja vinna skemur og hafa leiðst út í það að vinna afar langan vinnutíma vegna þess hvernig kjaramálum er skipað hér á landi, þá mætti ef til vill segja að um nokkurn áfell- isdóm væri að ræða. f nágrannaþjóðfé- lögunum hefur verið farin sú leið, að stytta vinnutíma og auka framleiðni og gera fólki kleift að ná þeim lífskjörum með dagvinnu einni sem þjóðfélögin hafa efni á. Það sem mér er þó efst í huga er hversu óskynsamleg sú kjarastefna er, sem bygg- ir á lágum grunnlaunum og mikilli yfir- vinnu, því hún leiðir til lítilla afkasta í atvinnulífinu. Launamaðurinn nær ef til vill launakjörum sem hann sættir sig við með því að vinna 55 stunda vinnuviku, en afköstunum sem hann skilar fyrirtækinu hefði hann hugsanlega getað náð á 40 stundum. Skynsamlegast væri við slíkar ímyndaðar aðstæður að greiða honum heildarlaunin fyrir dagvinnuna eina og fá öll afköstin á þeim tíma. Það væri hag- kvæmt, bæði fyrir fyrirtækið og fjöl- skyldulífið“, sagði Stefán Ólafsson að lokum. óg 8

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.