Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 18
INNLENT
Með breiðfirsku
framkvæmdafólki
Eyjaferöa er rennt alveg inn undir kletta
eynna, svo næstum má teygja sig í hreiður
ritunnar, skarfanna og lundanna og sá blaða-
maður Þjóðlífs í anda alla útlendu fugla-
skoðarana, sem sækja landið heim, skríkj-
andi af undrun og sælu.
í mörgum eyjanna má sjá afar sérkennileg-
ar bergmyndanir og á meðan á siglingunni
stóð fengu farþegar að heyra útskýringar á
hinum ýmsu náttúrufyrirbrigðum sem fyrir
augu bar, frá stjórnanda bátsins, sem einnig
reifaði sögu eyjabyggðarinnar að fornu og
nýju. Flestir vita að núorðið eru Flatey og
Skáleyjar einu eyjarnar í Breiðafirði sem
búið er í allt árið, á hinum er einungis haldið
til yfir sumarið. En færri vita kannski að á
Hrappsey var stofnuð fyrir 200 árum fyrsta
prentsmiðja í einkaeignu á íslandi. Þessa
prentsmiðju átti Bogi Benediktsson og starf-
aði hún í Hrappsey í um 20 ár, en var síðan
flutt að Hólum. Mikið mannlíf var á eyjun-
um hér áður fyrr, búið á öllum þeim eyjum
sem lendandi var við og eitthvert vatn að
finna.
Þessi fyrri ferð endaði svo með 2ja tíma
viðkomu í Flatey, þar sem Eyjaferðir hafa
leiðsögumann sem fer með farþegum um
eyna og skýrir frá helstu stöðum og sögu
eyjarinnar. I seinni ferðinni var svipað og í
þeirri fyrri siglt á milli eyjanna og lónað fyrir
utan Hvítabjarnareyjar, Brokey, Dímonar-
klakka og endað á því að sigla inn í röstina
fyrir mynni Hvammsfjarðar, þar sem eru
einhver mestu sjávarföll við Island, og sú
sigling var vægast sagt ævintýri líkust.
Þau Svanborg og Pétur sögðust hafa byrj-
Hjónin Svanborg
Siggeirsdóttir og
Pétur Agústsson
fœra út kvíarnar á
hverju ári. Vaxandi
ferðamanna-
straumur til
Breiðafjarðar.
Svanborg Siggeirsdóttir og Pétur Ágústsson
heita drífandi og dugmikil hjón vestur í
Stykkishólmi. Þau hafa með eljusemi sinni og
miklum áhuga átt sinn þátt í því á undanförn-
um árum að gera Stykkishólm og Breiða-
fjörðinn að vaxandi ferðamannastað. Blaða-
maður Þjóðlífs var á ferðinni þar vestra
fyrstu helgina í júlí og reyndi á eigin skinni
skoðunarferðir Eyjaferða, en svo nefnist
fyrirtækið sem þau hjónin reka ásamt Óskari
Eyþórssyni og fleirum.
í fyrri ferðinni sem undirrituð fór var
farið í rólega útsýnisferð um nokkrar af eyj-
um Breiðafjarðar. Eins og margir vita er fjöl-
skrúðugt fuglah'f á eyjunum og í ferðum
Egilshús í Stykkishólmi. Þetta 125 ára
gamla hús, sem var að niðurlotum komið
hefur nú heldur betur fengið andlitslyft-
ingu. Þar reka Eyjaferðir nú gistiaðstöðu
og veitingasölu ásamt fleiri aðilum.
EYJAF
Pétur Ágústsson og Svanborg Siggeirs-
dóttir um borð í öðrum farþegabáti Eyja-
ferða, Hafrúnu. Eyjaferðir halda uppi
reglubundnum útsýnisferðum um
Breiðafjarðareyjar, auk þess sem hópar
geta pantað skoðunarferðir um eyjarnar
að eigin óskum.
að að flytja farþega um eyjarnar fyrir nokkr-
um árum og þá á hraðbátum, en Pétur var
skipstjóri á fiskiskipum í 20 ár. Þau fóru þó
ekki út í þetta til þess að græða á ferða-
mannabransanum, heldur kom þetta til
vegna óska gesta á Hótel Stykkishólmi, og
fleiri, um að sigla um Breiðafjörðinn. Einnig
höfðu þau hjónin mikinn áhuga á að leyfa
fólki að njóta fegurðar Breiðafjarðareyja.
Þetta uppátæki þeirra hlóð svo utan á sig,
með þeim afleiðingum að þau létu smíða
fyrir sig farþegabát, Brimrúnu, og stofnuðu
Eyjaferðir árið 1986, ásamt Eyþóri Ágústs-
syni, föður Óskars, sem síðar tók við af hon-
um. Brimrún tekur 20 farþega. Eftirspurnin
eftir eyjaferðunum þeirra hélt áfram að auk-
ast og nú í vor keyptu Eyjaferðir stærri far-
þegabát frá Noregi, Hafrúnu, glæsilegan 55
feta bát, sem tekur 62 farþega. Fyrirtækið
hefur gengið nokkuð vel það sem af er, nema
veður hefur hamlað örlítið í júní, en ef það
fer að verða skaplegra lítur út fyrir að út-
gerðin ætli að bera sig í sumar.
Útsýnisferðirnar eru mjög vinsælar og
m.a. er það fastur liður hjá gestum á Hótel
Stykkishólmi að fara í skoðunarferðir, sér-
staklega fuglaskoðunarferðir. Annars fara
Eyjaferðir, fyrir utan sínar reglubundnu
skoðunarferðir um Breiðafjörð, ferðir eftir
óskum hvers og eins. Óskar Eyþórsson, einn
18