Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 18

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 18
INNLENT Með breiðfirsku framkvæmdafólki Eyjaferöa er rennt alveg inn undir kletta eynna, svo næstum má teygja sig í hreiður ritunnar, skarfanna og lundanna og sá blaða- maður Þjóðlífs í anda alla útlendu fugla- skoðarana, sem sækja landið heim, skríkj- andi af undrun og sælu. í mörgum eyjanna má sjá afar sérkennileg- ar bergmyndanir og á meðan á siglingunni stóð fengu farþegar að heyra útskýringar á hinum ýmsu náttúrufyrirbrigðum sem fyrir augu bar, frá stjórnanda bátsins, sem einnig reifaði sögu eyjabyggðarinnar að fornu og nýju. Flestir vita að núorðið eru Flatey og Skáleyjar einu eyjarnar í Breiðafirði sem búið er í allt árið, á hinum er einungis haldið til yfir sumarið. En færri vita kannski að á Hrappsey var stofnuð fyrir 200 árum fyrsta prentsmiðja í einkaeignu á íslandi. Þessa prentsmiðju átti Bogi Benediktsson og starf- aði hún í Hrappsey í um 20 ár, en var síðan flutt að Hólum. Mikið mannlíf var á eyjun- um hér áður fyrr, búið á öllum þeim eyjum sem lendandi var við og eitthvert vatn að finna. Þessi fyrri ferð endaði svo með 2ja tíma viðkomu í Flatey, þar sem Eyjaferðir hafa leiðsögumann sem fer með farþegum um eyna og skýrir frá helstu stöðum og sögu eyjarinnar. I seinni ferðinni var svipað og í þeirri fyrri siglt á milli eyjanna og lónað fyrir utan Hvítabjarnareyjar, Brokey, Dímonar- klakka og endað á því að sigla inn í röstina fyrir mynni Hvammsfjarðar, þar sem eru einhver mestu sjávarföll við Island, og sú sigling var vægast sagt ævintýri líkust. Þau Svanborg og Pétur sögðust hafa byrj- Hjónin Svanborg Siggeirsdóttir og Pétur Agústsson fœra út kvíarnar á hverju ári. Vaxandi ferðamanna- straumur til Breiðafjarðar. Svanborg Siggeirsdóttir og Pétur Ágústsson heita drífandi og dugmikil hjón vestur í Stykkishólmi. Þau hafa með eljusemi sinni og miklum áhuga átt sinn þátt í því á undanförn- um árum að gera Stykkishólm og Breiða- fjörðinn að vaxandi ferðamannastað. Blaða- maður Þjóðlífs var á ferðinni þar vestra fyrstu helgina í júlí og reyndi á eigin skinni skoðunarferðir Eyjaferða, en svo nefnist fyrirtækið sem þau hjónin reka ásamt Óskari Eyþórssyni og fleirum. í fyrri ferðinni sem undirrituð fór var farið í rólega útsýnisferð um nokkrar af eyj- um Breiðafjarðar. Eins og margir vita er fjöl- skrúðugt fuglah'f á eyjunum og í ferðum Egilshús í Stykkishólmi. Þetta 125 ára gamla hús, sem var að niðurlotum komið hefur nú heldur betur fengið andlitslyft- ingu. Þar reka Eyjaferðir nú gistiaðstöðu og veitingasölu ásamt fleiri aðilum. EYJAF Pétur Ágústsson og Svanborg Siggeirs- dóttir um borð í öðrum farþegabáti Eyja- ferða, Hafrúnu. Eyjaferðir halda uppi reglubundnum útsýnisferðum um Breiðafjarðareyjar, auk þess sem hópar geta pantað skoðunarferðir um eyjarnar að eigin óskum. að að flytja farþega um eyjarnar fyrir nokkr- um árum og þá á hraðbátum, en Pétur var skipstjóri á fiskiskipum í 20 ár. Þau fóru þó ekki út í þetta til þess að græða á ferða- mannabransanum, heldur kom þetta til vegna óska gesta á Hótel Stykkishólmi, og fleiri, um að sigla um Breiðafjörðinn. Einnig höfðu þau hjónin mikinn áhuga á að leyfa fólki að njóta fegurðar Breiðafjarðareyja. Þetta uppátæki þeirra hlóð svo utan á sig, með þeim afleiðingum að þau létu smíða fyrir sig farþegabát, Brimrúnu, og stofnuðu Eyjaferðir árið 1986, ásamt Eyþóri Ágústs- syni, föður Óskars, sem síðar tók við af hon- um. Brimrún tekur 20 farþega. Eftirspurnin eftir eyjaferðunum þeirra hélt áfram að auk- ast og nú í vor keyptu Eyjaferðir stærri far- þegabát frá Noregi, Hafrúnu, glæsilegan 55 feta bát, sem tekur 62 farþega. Fyrirtækið hefur gengið nokkuð vel það sem af er, nema veður hefur hamlað örlítið í júní, en ef það fer að verða skaplegra lítur út fyrir að út- gerðin ætli að bera sig í sumar. Útsýnisferðirnar eru mjög vinsælar og m.a. er það fastur liður hjá gestum á Hótel Stykkishólmi að fara í skoðunarferðir, sér- staklega fuglaskoðunarferðir. Annars fara Eyjaferðir, fyrir utan sínar reglubundnu skoðunarferðir um Breiðafjörð, ferðir eftir óskum hvers og eins. Óskar Eyþórsson, einn 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.