Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 21

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 21
ERLENT Ratsjárnar í Fylingdale sem aldrei sofna á verðinum fylgjast með og skrá niður alla aðskotahluti í geimnum allt frá risastórum geimskipum niður í skrúfjárn og hanska sem geimfarar hafa misst. Ógnarjafnvægið enn til staðar „Góðan dag, herra forseti. í dag er dóms- dagur, við höfum átta mínútur. Vertu sæll.“ Kalda stríðið er enn háð með njósnastarf- semi og tíðindamaður Þjóðlífs sótti heim eina öflugustu ratsjárstöð Bretlands, þar sem nú stendur til að endurnýja tól og tæki. Sovét- menn óttast að um sé að ræða hluta af geim- varnaáætlun Bandaríkjanna. Bretar vísa því á bug en endurnýjunin mun kosta sem nemur yfir 20 milljörðum íslenskra króna. Þó svo Ronald Reagan og Mikael Gorbasjof virðist orðnir mestu mátar og þíða sé mikil í samskiptum austurs og vesturs þá er ógnar- jafnvægið eða detante eftir sem áður grunn- tónninn í samskiptum stórveldanna. Leið- togafundurinn í Moskvu var fyrst og fremst Heimsókn í eld- flaugaviðvörunar- stöð í Fylingdale í Englandi staðfesting á því að þótt stórveldin beini hundruðum kjarnorkueldflauga hvort gegn öðru þá geta þau af einurð og einlægni rætt um leiðir til þess að tryggja frið í heiminum. í ræðu sem Reagan, Bandaríkjaforseti hélt í Lundúnum á leið sinni frá Moskvu til Was- hington, dró hann enga dul á þá skoðun sína að einmitt vegna þess að Vesturlönd juku sífellt hernaðarstyrk sinn og héldu hernaðar- jafnvæginu, hefðu stórveldin komist að sam- komulaginu um útrýmingu skammdrægra kjarnorkueldflauga. Hann sagði að ef ekki hefði verið jafnræði með þjóðunum hefði samkomulag aldrei náðst. í ræðunni þakkaði hann Margréti Thatcher, forsætisráðherra Breta, sérstaklega fyrir staðfestu í varnar- málum. 21

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.