Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 23

Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 23
ERLENT Michael Monk höfuðsmaður. Endurnýjun stöðvarinnar kostar 250 milljón sterlings' punda. Sú upphæð samsvarar um 20 og hálfum milljarði íslenskra króna. ríkjanna og annars leiðtoga Vesturlanda ef þörf krefur. Peir hafa einungis átta mínútur til þess að ákveða hvernig bregðast skuli við. Enn sem komið er hafa þeir ekki þann kost að skjóta eldflaugina niður (sá kostur verður hins vegar í boði ef geimvarnaáætlun Reag- ans Bandaríkjaforseta, verður að veruleika). Við slíkri árás geta leiðtogar Vesturlanda brugðist á tvennan hátt, — annað hvort að senda samskonar eldflaug á skotmark í So- vétríkjunum og bíða eftir því að verða sprengdir í loft upp eða bara bíða eftir því að verða sprengdir í loft upp. Að sjálfsögðu vonast allir til þess að fyrstu eldflauginni verði aldrei skotið á loft. Framtíð okkar byggist á þeirri von. Að sögn Mike Monke, höfuðsmanns og stöðvarstjóra í Fylingdale, þá hófst undir- búningurinn að viðvörunarkerfinu í október 1957. Sovétmenn höfðu þá skotið Spútnik I á loft og vestrænir herforingjar fóru að átta sig á þeim hernaðarstyrk sem var falinn í þeim möguleika að senda flaugar út í geiminn. Stöðin í Thule komst fyrst í gagnið þremur árum síðar. Ratsjárnar í Fylingdale voru settar í gang 1964. Ratsjárnar eru í gangi 24 tíma á sólarhring, allt árið um kring. Þær fylgjast með og skrá alla aðskotahluti í geimnum, — allt frá risastóru sovésku geim- stöðinni MIR og niður í skrúfjárn og hanska sem geimfarar hafa misst. 2. júní sl. voru 7160 gervitungl á sveimi í kringum jörðina, — flest að sjálfsögðu bandarísk og sovésk, en þó nokkur bresk, frönsk, kanadísk, vestur- þýsk, áströlsk, japönsk, ítölsk, hollensk, spænsk, indversk og kínversk. Þar sem tölv- urnar í Fylingdale hafa þessi gervitungl á skrá þá staldra ratsjárnar ekkert við þau. Þegar nýr hlutur kemur inn á ratsjárnar er hann athugaður sérstaklega og það er þannig sem kjarnorkueldflaugar yrðu fundnar. Fylingdale-stöðin hefur verið bitbein stór- veldanna að undanförnu. Fyrir dyrum stend- ur að endurnýja ratsjár stöðvarinnar. Sovét- menn óttast að með endurnýjuninni geti stöðin orðið hluti af geimvarnaáætlun Bandaríkjamanna en slíkt bryti í bága við gagn-eldflaugasamning stórveldanna frá 1972. Bandaríkjamenn og Bretar neita þessu alfarið og segja að forsendur endurnýjunar- innar sé tæknileg. Að þeirra sögn eru gömlu ratsjárnar einfaldlega orðnar gamlar og því sé nauðsyn á nýjum. Nýju ratsjárnar eru öfl- ugri, nákvæmari og fljótvirkari og munu auk þess geta skimað í allar áttir. Gömlu rat- sjárnar skima aðeins í 240° því þegar stöðin var upphaflega hönnuð var gert ráð fyrir því að eldflaugunum yrði skotið frá Sovétríkjun- um yfir Norðurpólinn til Bandaríkjanna. Þær geta því ekki fylgst með neinu sem gerist í 120° suður og vestur af Fylingdale. Með tilkomu kjarnorkukafbáta er nú unnt að skjóta eldflaugum af stað frá miðju Atlants- hafi og því telja hersérfræðingar nauðsynlegt að nýju ratsjárnar skimi í 360°. Michael Monke, höfuðsmaður sagði þegar tíðindamaður Þjóðlífs var í heimsókn í Fylingdale að endurnýjun stöðvarinnar væri gerð með það í huga eingöngu að stöðin gegni í framtíðinni sama hlutverki og áður. Hann neitaði því ekki að með miklum og kostnaðarsömum breytingum gæti hún að einhverju leyti orðið hluti að geimvörnum Bandaríkjamanna. Endurnýjunin kostar um 250 milljónir sterlingspunda en það samsvar- ar um tuttugu og hálfum milljarði íslenskra króna. Bandaríkjamenn leggja til um þrjá fjórðu hluta þeirrar upphæðar og Breta fjórðung. Kalda stríðið er enn háð í Fylingdale. Þíð- an í samskiptum austurs og vesturs var ekki sjáanleg þegar tíðindamaður Þjóðlífs var þar á ferð fyrir skömmu. Á meðan á heimsókn- inni stóð var skyndiæfing. Tölvurnar hermdu eftir sovéskri eldflaugaárás á Bretland. Nær raunveruleikanum hafa liðsforingjarnir sem þarna starfa ekki komist. Enn sem komið er, eftir um aldarfjórðung, hefur ekki reynt á ágæti eða gagnsemi stöðvarinnar. Vantraust á risavaxna birninum í austri var forsenda alls þess sem í stöðinni fór fram. Þarna sátu menn sem höfðu þann starfa að bíða eftir ragnarökum. Mótsagnir lífs og dauða blöstu við. Þarna var ógnarjafnvægið áþreifanlegt og holdi klætt. Þeir ungu menn sem þarna voru trúðu því að forsenda farsæls lífs og friðar á jörðu væri sú að ef . . . þá gætu þeir tekið upp símtólið og sagt: „Góðan dag, herra for- seti. í dag er dómsdagur, við höfum átta mínútur. Vertu sæll.“ Ásgeir Friðgeirsson/Lundúnum. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.