Þjóðlíf - 01.07.1988, Síða 35

Þjóðlíf - 01.07.1988, Síða 35
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Hálfri öld síðar. Olga og Annie dóttir hennar á dögunum í Freiburg. Það er einmitt Annie sem er á myndinni með foreldrum sínum ársgömul á bls.32. Börnin urðu 5 talsins. barnavagni; við höfðum ekkert rúm. Ég man ennþá eftir því hvernig baðherbergið var. Þar var aldrei Ijós og ekkert heitt vatn. Framleiðsla á leðurvörum Fljótlega eftir að eiginmaður minn kom til ísíands hóf hann framleiðslu á leðurvörum. Hann varð sér einhvern veginn úti um vél, sem hann notaði til að framleiða buddur og veski. Á þessum tíma var eiginmaður minn mjög tíður gestur á heimili Atla Ólafssonar (Friðrikssonar) og móður hans Frú Friðriks- son. Atli var mjög góður í þýsku og hann ráðlagði manni mínum, sem var laginn í höndum að eðlisfari að fara að stunda leður- vinnu. Síðar sinnaðist okkur við Atla og ég hef það fyrir víst, að hann hafi unnið að því að koma okkur á brott. Vélin okkar stóð síðan frammi á gangi í húsi Hjálpræðishersins og við hana sat eigin- maður minn og saumaði. Ég festi smellur á buddurnar. Reyndi að læra íslensku Eiginmaður minn lagði mikið á sig til að læra íslensku. Hann sat tímunum saman uppi á bókasafni og las. Ég held að hann hafi verið orðinn nokkuð góður í málinu. Hann var jafnvel farinn að kunna málfræðina; ég lærði hins vegar allt eftir eyranu. Ég man ekki lengur nákvæmlega hversu lengi við bjuggum hjá Hjálpræðishernum. Vorið 1936 fengum við íbúð á Holtsgötu 12. Þar höfðum við tveggja herbergja íbúð, og notuðum annað herbergið fyrir verkstæðið. Sextánda september 1936 fæddist síðan annað barn okkar, það eina sem fætt er á íslandi. Tæpum mánuði síðar, þann 10. októ- ber, komu móðir mín og bróðir til íslands en okkur hafði tekist að finna handa þeim her- bergi í bænum. Móðir mín lést á Islandi en bróðir minn býr þar enn. Vítamínskortur Ef ég á að vera hreinskilin, þá líkaði mér ekki verulega vel við Reykjavík. Hún var svo gjörsamlega ólík öllu því, sem við þekktum. Við ferðuðumst dálítið út fyrir bæinn, fór- um mikið fótgangandi. Ég man að við fórum stundum gangandi til Hafnarfjarðar. Það voru fallegar ferðir. Mataræðið olli okkur líka erfiðleikum. Við þjáðumst af vítamínskorti á íslandi. Vorum vön því að borða mikið grænmeti, en það var mjög erfitt að fá. Ávextirnir voru líka dýrir og gamlir. Hvernig er það, bjargið þið íslendingar ykkur ekki enn með því að taka lýsi? Einangrun Á vissan hátt fundum við til einangrunar gagnvart öðru fólki á Islandi. Þó voru ýmsir sem við kynntumst og kunnum vel við. Páll ísólfsson organisti var einn þeirra. Hann bauð okkur einu sinni til sín í kirkjuna og spilaði Cesar-Franck fyrir okkur. Við höfð- um bæði gaman af sígildri tónlist og þetta fannst okkur yndislegt. Einu sinni fórum við í leikhús og ég sá leikrit sem ég þekkti frá Þýskalandi. Mér fannst gaman að heyra það þarna á öðru máli. Á þessum tíma voru tvö hótel í Reykja- vík, Hótel ísland og Hótel Borg. Þangað fórum við stundum á kvöldin og dönsuðum eins og ungt fólk gerir, er það ekki? Oft fórum við líka í bíó. Ég man sérstak- lega eftir því að einu sinni sáum við Borgar- ljós Chaplins. Reykjavíkurbíóin voru ágæt og höfðu nokkuð gott úrval mynda. Komið úr landi Fljótlega slettist upp á vináttu okkar og Atla Ólafssonar. Við áttum á einhvern hátt í sam- keppni við móður hans, Frú Friðriksson, sem sjálf stóð í verslunarrekstri. Vörurnar okkar voru fyrst og fremst seldar í verslun Katrínar Viðar, sem var ágæt kona. Ólaf Friðriksson hitti ég aldrei. Frú Friðriksson hafði góð sambönd og þau mæðginin, Atli og hún, höfðu eflaust í sameiningu mikil áhrif á það að okkur var vísað úr landi árið 1938. Eiginmaður minn skrifaði dómsmálaráð- herra Islands bréf þar sem hann beiddist þess að við fengjum að vera áfram en beiðni hans var hafnað. Við snerum okkur líka til danska sendiherrans en ekkert dugði. Enginn Is- lendingur veitti okkur lið í þessari baráttu okkar, en nokkrir hjálpuðu okkur fjárhags- lega, þegar sýnt var að okkur yrði vísað úr landi með tvö lítil börn, eins og tveggja ára. Yfirheyrð af lögreglu Islendingar höfðu enga ástæðu til að vísa okkur úr landi. Þeir hlutu að vita hvernig ástand mála var í Þýskalandi. Ég trúi því ekki, að allir þessir íslensku stjórnmálamenn hafi ekkert vitað. Ég myndi líkja því við rétt- armorð, sem íslensk yfirvöld frömdu á okk- ur. Þau sendu okkur í rauninni beint aftur í dauðann. Ég veit ekki hvað olli þessari ákvörðun Islendinga. Kannski var þetta út- lendingahatur, kannski eitthvað annað. Við vorum kölluð á lögreglustöðina ein- hvern tíma á árinu 1937, að mig minnir. Þar vorum við sett í harkalega yfirheyrslu, hvort í sínu lagi. Ég hafði aldrei áður verið kölluð fyrir lögreglu á ævinni. Ég man að varðstjór- inn spurði mig margra áleitinna spurninga. Að lokum sagði hann við mig eftirfarandi setningu og hana man ég enn á íslensku (Olga Rottberger segir setninguna á furðan- lega góðri íslensku): „Ef þér farið ekki með góðu, þá farið þér með lögregluvaldi." Skipið sem okkur var gert að fara með til Þýskalands, fór af stað 10. maí 1938. Við vorum flutt af lögreglu að skipshlið. Fengu hæli í Danmörku Það var tilviljun að skipið sem við fórum með til Þýskalands stansaði í Danmörku, þar sem við gátum beðist hælis. Skipið hefði alveg eins getað farið beint til Þýskalands og þá hefði sjálfsagt verið úti um okkur. Vinafólk okkar í Danmörku hafði barist fyrir því að við fengjum hæli í landinu og ég man að við vorum sótt af lögreglu um borð. Danir eru sérstaklega mannlegir að öllu leyti. í Danmörku kynntist ég því í hverju það felst að vera mannlegur. Okkur var veitt hæli í Danmörku með því skilyrði að við ynnum enga vinnu. Þar vorum við síðan fram á haust 1942 þegar nasistar hófu skipulega leit að Gyðingum í landinu. 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.