Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 37

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 37
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Pólskir gyðingar við dauðans dyr í Auschwitz 1943. Gyðingar í Þýskaiandi og hersetnu löndunum áttu yfir höfði sér óhugnanlega fangavist, vinnubúðir, pyntingar og að lokum dauða. Flótti og búseta í öðrum löndum var eina leiðin. Gyðingar voru niðurlægðir með ótrúlegri mannvonsku í Þýskalandi og jafnvel víðar. Gula gyðingastjarnan var næld í klæði þeirra í Þýskalandi og á hernámssvæðum þeirra til að hægt væri að þekkja þá frá öðrum! Helene Mann lést á íslandi skömmu eftir að styrjöldinni lauk og hafði þá þolað miklar þjáningar í einsemd og einangrun. Hún mun hafa frétt af örlögum dóttur sinnar, Olgu, sem og því að hún hafi orðið að skilja börn sín eftir í hinni hersetnu Danmörku. Sú vitn- eskja mun hafa valdið öldruðu konunni óbærilegri hugarkvöl. Hún náði samt að lifa þá stund, þegar fregn barst af því að Rottber- ger-fjölskyldan öll hefði lifað styrjöldina af. Hans Mann Jakobsson hefur búið á Islandi alla tíð síðan og er hann íslenskur ríkisborg- ari. „Það verður að fagna því. . .“ Á fjórða áratugnum báru skrif málgagna Sjálfstæðismanna, Vísis og Morgunblaðsins, tíðum megnan keim af Gyðingahatri sem og hrifningu af stjórnvaldsaðgerðum nasista í Þýskalandi. 27. apríl 1938 skrifaði Morgun- blaðið undir fyrirsögninni Útlendingum vís- að úr landi: „Lögreglan hefur vísað úr landi þýskum Gyð- ingi Rottberger að nafni, og konu hans. Verður hann látinn fara með næstu ferð til útlanda. Rottberger þessi hefir dvalið hjer um tíma án þess að hafa landvistar— eða atvinnu- leyfi. Lögreglan hefir nú með höndum rannsókn á dvöl útlendinga hjer á landi og síðan út- lendingaeftirlitið var aukið um nýárið, hefir útlendingum reynst erfiðara að setjast hjer að. Það verður að fagna því, að yfirvöldin skuli hafa tekið rögg á sig gagnvart þeim lands- hornalýð, sem flækst hefir hingað til lands í þeirri von, að ekkert eftirlit væri haft með dvöl þeirra, eins og tíðkast hefir í mörg ár. Vonandi sjá yfirvöldin til þess að útlend- ingum verði sem minnst veitt hjer landvistar- leyfi og að það fólk erlent, sem hjer er nú án landvistarleyfis, verði tafarlaust látið fara úr landi“. Hvað vissu íslendingar? Hvað hafði gerst í Þýskalandi? Þegar saga Rottberger-hjónanna og annarra Gyðinga sem flýðu til íslands undan ofsókn- um þýskra nasista er skoðuð, þá vaknar sú spurning hve mikið Islendingar vissu — eða gátu vitað — um ógnarríkið í Þýskalandi. Nasistar höfðu komist í stjórn í Þýskalandi 30. janúar 1933 ásamt þjóðernissinnuðum, borgaralegum smáflokki, DNVP (Deutschnationale Volkspartei), að nafni. Með fulltingi þessa hjálparflokks seildust nasistar síðan smám saman til alræðisvalds í landinu og má segja að þeir hafi verið komnir til valda að fullu og öllu í maí 1933. í stefnuskrá þýska Nasistaflokksins frá 1920 er þegar tekið skýrt fram að Gyðingar geti „ekki verið meðlimir í þýsku samfélagi". Þegar eftir valdatökuna 1933 tóku nasistar að hrinda þessari stefnuskrá í framkvæmd. Árið 1935, árið sem Rottbergerhjónin flýðu land, voru samþykkt svonefnd Niirnberg-lög sem gerðu Gyðinga nánast alveg réttlausa í land- inu. Eftir Kristalsnóttina svokölluðu í nóvem- ber 1938, þegar skipulegar árásir voru gerðar á verslanir og íbúðarhús Gyðinga mátti heiminum síðan ljóst vera að hverju stefndi. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Gyðing- um og sú ætlun þeirra að senda fólk úr landi allt fram á vor 1940, hljóta að teljast óskiljan- legar í ljósi hinna undangengnu atburða. 35

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.