Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 42

Þjóðlíf - 01.07.1988, Qupperneq 42
Torfi Þorgrímsson prentari, sem margir héldu að væri sonur Jónasar. Meðal af- komenda hans hefur sú arfsögn verið líf- seig, hvað sem staðreyndum málsins líð- ur. „Líkaði Jónasi þeta hálf illa. Hann var þá kenndur við einhverja kvenpersónu, sem hafði elt hann og komið á gluggann stund- um. Torfi prentari (Þorgrímsson) var af sum« um kenndur Jónasi, en ég veit ekkert meir um þetta“.l) Gröndal hefur haldið að Konráð Gíslason hafi sett saman vísuna í Kaupmannahöfn til að stríða vini sínum í Reykjavík. Annars er tilurð þessarar vísu að öðru leyti á huldu. Jónas hafði verið hér í náttúruskoðunarferð- um við vísindastörf en bjó milli ferða í „Há- konsens húsi“, Aðalstræti 8 sem síðar kallað- ist Fjalakötturinn. Hann svaf þar í græn- lenskum hvflupoka sem svo var nefndur, væntanlega tekið það upp úr Grænlandssögu Sigurðar Breiðfjörð, segir Gröndal. Grönd- al þá drengur að aldri heimsótti Jónas í þetta hús, og átti sjálfur eftir að búa í sama her- bergi, „útgrafinni rottuholu" í Hákonsens- húsi. En hver var þessi „kvenpersóna" sem stundum kom á gluggann hjá Jónasi? Klem- enz Jónsson landritari segir frá því í grein um ýmislegt í Reykjavíkurlífinu á hinni öldinni, sem hann vinnur eftir lögregluskýrslum, að þennan vetur, 1841 —1842, hafi Jónas ekki haft „stundlegan frið fyrir miðaldra ekkju einni“, svo hann hafi kært það til bæjarfó- geta.2) Klemenz birtir úr kostulegri áminn- ingu bæjarfógetans, Stefáns Gunnlaugsson- ar, um að hætta allri ásókn á Jónas eftirleið- is. Konan hét Þóra Torfadóttir fædd 1. maí 1795 og því mun eldri en Jónas, sem fæddist 1807. Þóra dó árið 1857. Hún var gift Þor- grími Eilífssyni, sem var ekki eilífari en svo að hann lést árið 1841. Torfi prentari sonur Þóru og Þorgríms (eða Jónasar?) kemur síð- ar við frásögn þessa. Nú kemur hér við sögu mikið ritverk, sem bókaforlagið Svart á hvítu er að vinna að á öllum verkum Jónasar Hallgrímssonar og sögu hans. I leitirnar hefur nefnilega komið Herbert prentari, sonur Sigmundar Guð- mundssonar prentara og Guðbjargar Torfadóttur— Jónassonar skálds? kærubréfið Jónasar vegna ásóknar Þóru en frumrit þess var talið glatað. Þorleifur Ósk- arsson sagnfræðingur rakst á þetta bréf í gögnum Þjóðskjalasafns. Hann fann einnig bréf Hákonsens hattamakara, sem átti hús- ið. Þessi bréf, forleikur þessa máls alls, munu hvergi hafa áður birst á prenti. Þegar Einar Hákonsen skrifar þessi bréf er Jónas leigjandi hjá honum en hann var þá í náttúruskoðunarferð sinni á íslandi. í Há- konsenshús hefur Jónas væntanlega flutt inn veturinn 1839 —40. Þann vetur lá Jónas lengi sjúkur. Þá er Þorgrímur bóndi Þóru enn á lífi, en væntanlega í kör vegna veikinda. Há- konsen hefur ef til vill skrifað þessi bréf fyrir hönd Jónasar leigjanda síns til bæjarfóget- ans, sem hafði yfir að ráða lögreglumönnum einum eða tveimur í bænum. Bæjar— og landfógeti var þá Stefán Gunnlaugsson eins og áður sagði. Fyrra bréf Hákonsens hljóðar svo: „Það er fleirum kunnugt orðið, að Þóra kona Þorgríms nokkurs húsmanns hér í bænum, situr um hús mitt, með gægjum, hvar helst sem henni hentugast sýnist, stundum með nefið á gluggunum, stundum inni í fordyri, ogstundum í eldhúsi, oftast leynilega. Ég get nú ekki lengur þolað yfir þessari hennar að- ferð, sem að svo mótstríðandi er borgaralegu frelsi, af hvaða náttúru sem þetta kann að álítast, óþolandi hnýsni með storkun, þjófsá- leitni, eða leitast við að granda einhvurjum sem innanhúss er. Hvað urn þetta er, finn eg mig afsakaðan til þess, að biðja yðar velbor- inheit auðmjúklega hér við að hafa eftir mögulegleikum viðburði við, að stía þessum skramba frá húsi mínu því fyr sem heldur, til þess að fyrirbyggja það lakara sem hér af kynni að hljótast — Reykjavik 18a sept.1840 Auðmjúkast E.Hákonsen. Geir prentari, sonur Herberts prentara, sonar Guðbjargar Torfadóttur Jónasson- ar skálds? Viðbúið er að Stefán fógeti hafi veitt Þóru tiltal og freistað þannig að ljúka þessu máli. Ekki hefur Þóra látið sér segjast hafi hún fengið slíkt tiltal, því hálfu ári síðar skrifar Hákonsen sitt síðara bréf til fógeta: „Ég veit reyndar að ekki muni gott aðgjörðar fyrir bæjaryfirvald ( herra landfógetann), að hamla Þóru konu Þorgríms frá aðferð sinni, sem mér þó sýnist vera til svívirðingar fyrir kaupstað okkar í það heila tekið. Þó er hún mér mest til ama, þar eð hún bæði nótt og dag stendur á hleri og á gægjum við glugga mína, því þykist ég ekki geta (á meðan sama fram fer) aðnotið þess frelsis sem bæjar- ins borgurum er ætlað . Þar eð þessi hennar aðferð hefur nú viðvarað heila tvo vetur, eða lengra tímabil, þykist eg orðinn vera lang- knúður til þess, að biðja yðar velborinheita bestu úrræða, að afstýra þessum mínum hnekkir í borgararétts friði. Það er ekkert lagaleysi að maður sjálfur hefni þeirra mót- gjörða sem manni kunna að mæta. Þess því heldur veit ég að yðar velborinheit muni nauðsyn þykja, að afstýra því, að maður sjálfur leiti hefnda (kannski ómátulega).“ Reykjavík þann 10a apríl 1841. [E.Hákonsen.] Svívirðileg ásókn Þorgrímur bóndi Þóru lést í byrjun ágúst 1841 og er þá viðbúið að eitthvað hægi á kerlu, en vorið eftir var allt við það sama, Jónas hafði ekki flóafrið fyrir henni. í árslok 1841 flutti Jónas sig um set yfir í Dillonshús, Suðurgötu 2 (húsið er nú í Arbæjarsafni) en það breytti engu um eftirleitan Þóru Torfadóttur. I aprflmánuði 1842 sér Jónas sig knúinn til að skrifa Stefáni Gunnlaugssyni kærubréf. Sjálfsagt hafa þeir verið kunningjar og bréfið er merkt „prívat“ dagsett 19. aprfl: 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.