Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 56

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 56
HEILBRIGÐI í flestum vestrœnum löndum fer fram gífurleg rannsóknarvlnna vegna þessa sjúk- dóms. fólk ekki einu sinni aö gefa upp nafn sitt. Það er nokkuð sveiflukennt hversu margir koma í þessa mælingu, en þó hefur verið áberandi að fleiri koma í tengslum við alla opinbera umræðu um alnæmi. Þetta gerðist til dæmis eftir að síðasta fréttabréf Landlæknisem- bættisins var sent í hvert hús á landinu, en uppistaðan í því var einmitt umfjöllun um þennan sjúkdóm, viðtöl við sýkta einstak- linga og þess háttar. Einnig er algengt að fólk hringi og leiti upplýsinga, þegar fjallað hefur verið um þessi mál í fjölmiðlum. Aðspurð um hvort á döfinni væri að koma upp sérstöku heimili fyrir einstaklinga sýkta af alnæmi, sagði Vilborg það ekki vera fyrir- hugað. Mikil umræða hefði verið um það mál fyrir um hálfu öðru ári síðan, en sú um- ræða hefur legið alveg niðri síðan. En hún sagði að þetta fólk nyti góðrar heilbrigðis- þjónustu eins og aðrir og síst lakari. Þeir sem mega sfn minna, eða hafa einangrast á ein- hvern hátt vegna sjúkdómsins, njóta svo að- stoðar félagsmálastofnunar. Einnig nýtur fólk aðstoðar geðlækna ef á þarf að halda. Þeir sem hafa mælst með mótefni, en eru ekki með sjúkdóminn alnæmi, geta leitað til sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana að vild og sjá þessar stofnanir um reglulegt eftirlit með þeim. Eins og í öðrum tilfellum, þar sem fólk er greint með erfiðan eða banvænan sjúkdóm, leggst vitneskjan um alnæmissmit mjög þungt á viðkomandi einstaklinga. Sjúkra- stofnanir hér á landi reyna að leysa þann andlega og félagslega vanda sem skapast, eftir bestu getu. Það er misjafnt hversu þörf- in fyrir aðstoð heilbrigðisstéttanna er mikil, oft á fólk sem betur fer góða að, en það er ekki óalgengt að aðstoðar þessara aðila sé þörf. Oft einangrast fólk algjörlega vegna fordóma umhverfisins. Þess eru jafnvel dæmi að fjölskyldur og vinir fólks hafi slitið öllu sambandi við sjúkling við fréttir um að hann sé með alnæmi. Forvarnir og fræðslustarf Varðandi fræðslu- og forvamarstarf sagði Vilborg Ingólfsdóttir, að umræða um alnæmi væri stöðugt í gangi. Síðastliðinn vetur hefði farið fram fræðsla á vinnustöðum. Þá vom valdir vinnustaðir þar sem unnu að minnsta kosti 30 eða 40 manns. Starfsfólk heilbrigðis- kerfisins, hjúkrunarfræðingar og fleiri fóm í hádeginu á vinnustaðina, í matarhléi starfs- fólks, sem hafði verið undir fundinn búið. Haldnir vom um 20 mínútna fyrirlestrar og fyrirspumum frá starfsfólki svarað. Þessir vinnustaðafundir liggja niðri í sumar, en þar sem þeir gáfu mjög góða raun verður þeim fram haldið í haust. Vilborg sagði að frá því haustið 1986 hefði farið fram fræðsla um alnæmi og vamir gegn því, í flestum framhaldsskólum landsins og einnig í 8. og 9. bekk grunnskólanna. Form þessarar fræðslu hefur verið mismunandi, oft hefur það farið fram í kennslustundum og hafa líffræðikennarar og skólahjúkrunar- fræðingar séð um það í flestum tilfellum. Það 52

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.