Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 59

Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 59
VIÐSKIPTI Hagsæld eða kreppa? Leiðtogar stórveldanna stilltu sér upp að vanda — og allt lék í lyndi — á yfirborðinu. Eftir fundinn hafa hins vegar bandarísk stjórnvöld send japönskum tóninn og það er greinilega grunnt á því góða. Samlyndi þeirra stóru Meiri hagsœld eða kreppa á nœsta leiti? Mótmælendur létu á sér kræla. Efnahagsfundur hinna sjö stóru fór fram með pompi og prakt í Toronto á dögunum. Reyndar voru þátttakendur átta aðilar en ekki sjö ríki, þar sem Evrópubandalagið undir forystu þeirra Jacques Delors og Willy De Clercq tók einnig þátt í umræðunum og hefur reyndar gert svo síðan 1977. Engin meginbreyting var gerð á efnahags- stefnu aðildarríkjanna og lítill hiti var í um- ræðunum. Hins vegar voru að sjálfsögðu nokkur málefni sem vöktu meiri athygli en önnur. Japan vildi eindregið fá að vita hvort ekki yrði haldið uppi reglum og samþykktum GATT ef bæði Evrópa og N-Ameríka settu upp frjálsa markaði á sínum svæðum. í svari sínu sögðu báðir aðilar að aðalástæðan fyrir þessum frjálsu verslunarsvæðum væri ekki að loka markaðssvæðum, heldur að sýna gott fordæmi og reyna að auka alþjóða- og fjölþjóðaverslun. Einnig sagði Thatcher í einkaviðtali við fréttamann BBC að tollar hefðu ekki verið afnumdir innan Evrópu til þess eins að koma þeim á annars staðar. Stefna Evrópu í landbúnaðarmálum virtist 55

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.