Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 62

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 62
Varfærni einkennir viðskiptalífið. Örn Validmarsson fyrir framan tölvustýrðu pökkun- arvélina. Mynd Marisa Arason Bjartsýnn á framtíðina Segir Örn Valdimarsson sem keypti hálfrar aldar gamalt fyrirtœki og œtlar að bæta hálfri öld við sögu þess —Ég er nýbúinn að kaupa þetta eðla fyrir- tæki, segir örn Valdimarsson sem hefur ný- tekið við rekstri Rekords sem er hálfrar ald- ar gamalt fyrirtæki. Efnagerðin Rekord var áður í eigu Kron en á síðustu árum hefur farið minna fyrir því. Fyrirtækið er nú komið í eigið húsnæði við Auðbrekku í Kópavogi. „Verkefni fyrirtæk- isins eru þau sömu og voru á gullaldarárum þess, við flytjum inn hráefni til matvælagerð- ar, pökkum niður og setjum á markað. Fram að þessu hefur ekki verið notast við mikið annað en mannshöndina en nú er ég að vél- væða fyrirtækið. Fyrirtækið hefur t.d. keypt fullkomna tölvustýrða pökkunarvél frá Bandaríkjunum. Alls vinna hjá Rekord sjö manns , — og það er gott starfsfólk, á því byggist fyrirtækið. Pað hálfa ár sem ég hef veitt fyrirtækinu forstöðu hefur verið góður gangur í viðskiptunum. — Vörumerkið Rekord hefur unnið sér ákveðinn sess í hálfa öld, það er sérstaklega ódýr vara, t.d. kakó og ýmsar kryddvörur. Þá höfum við verið með Romar-búðinga og fleiri vörur. Annars erum við núna að fara út í framleiðslu á nýju vörumerki, sem heitir Okkar krydd, 75 tegundir af hvers konar kryddvörum. Þetta krydd er frá Svíþjóð og hefur aflað sér mikillar virðingar, þeir segja að þetta krydd sé hágæðavara. Nordfalks, sænska fyrirtækið er með 49% markaðshlut- deild í Svíþjóð, sem segir sína sögu. — Salan hefur verið jöfn í hefðbundinni vöruframleiðslu okkar, en mikil sala verið í nýjum vörum eins og grill— og steikolíu og grillkolum sem léttreykir þann mat sem sett- ur er á grill, „Gillrök" eða grillreyk kalla sænskir þetta. — Auðvitað hef ég orðið var við vissan samdrátt, aðallega þó í meiri varfærni við- skiptavinanna, þeir kaupa ekki jafn mikið í einu og áður, fara varlegar í innkaupin. En þrátt fyrir augljósan samdrátt í efnahagslíf- inu er ég bjartsýnn á framtíð þessa fyrirtækis og held að það fari létt með að bæta hálfri öld við aldur sinn, sagði Örn Valdimarsson 28 ára gamall athafnamaður að lokum. Dönsk klassik í kúluhúsum Formfagrir glerskálar eru víða að skjóta upp kollinum um þessar mundir. Glerskálarnir eru dönsk hönnun, Classica og þykja traustir og heppilegir sem gróðurhús og hvfldarskál- ar við aðstæður hér á landi. Skálaranir eru gerðir úr áli og 4 mm gleri. Dyr og kúpull eru úr acrylefni og er hægt að lyfta kúplinum að vild til loftræstingar. Hæð hússins er alls staðar mikil, þannig að húsið þykir sérstaklega rúmgott af gróðurhúsi að vera. Það fæst í tveimur stærðum; 12 kantað 3.3 metrar að þvermáli kostar 197 þúsund, og 16 kantað 4.3 metrar að þvermáli, sem kostar 277 þúsund. Framleiðandi fullyrðir í kynn- ingarbæklingi að ekkert hús hafi skemmst af veðri eða vindum frá því byrjað var að fram- leiða þau árið 1976. Sýningarskáli hjá Skógræktinni í Fossvogi. Sýningarhús er hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur á Fossvogsbletti í Reykjavík en 58 innflytjandi er heildverslunin Smiðshús í Bessastaðahreppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.