Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 71

Þjóðlíf - 01.07.1988, Side 71
UPPELDI Davíð Oddsson borgarstjóri. Hefur enn ekki fallist á lagatúlkanir ráðherra eða lagastofnunar Háskóla íslands. deildar Reykjavíkurborgar, ásamt því að vera formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga—. Annar lögfræðingur, Magnús Óskarsson, borgarlögmaður, komst að þeirri spaklegu niðurstöðu að grunnskólalög væru ekki meira en svo í gildi í Reykjavík. Engu var líkara en skólamálaráð snerti um tíma ein- hverja skáldæð í lögfræðingum borgarinnar. Borgin brýtur lög — Skólamálaráð tók svo til starfa en ég og aðrir bentum á að þarna væri brotið gegn grunnskólalögum. Vorið 1986 vanrækti Ragnar Júlíusson stórkostlega að boða til funda í Fræðsluráði, þrátt fyrir að mörg og brýn fundarefni lægju fyrir. I grunnskólalög- um segir að fundur skuli haldinn í Fræðslu- ráði ef 2 nefndarmenn æskja þess. Við Kri- stín Arnalds, sem vorum fulltrúar minnihlut- ans neyttum þessa og tókum að æskja funda í Fræðsluráði. Ekki gekk það þó átakalaust fyrir sig. Sem dæmi má nefna að við þurftum að leita fulltingis forseta borgarstjórnar til að knýja fram fund í fræðsluráði hinn 1. septem- ber 1986, en þá voru liðnar nær 7 vikur frá síðasta skólamálaráðsfundi og fullir tveir mánuðir frá síðasta fræðsluráðsfundi. Óvissan og sambandsleysið hafði þá m.a. leitt af sér að vanrækt hafði verið að auglýsa kennarastöður—. Haustið 1986 leituðu ýmsir aðilar, þ.á.m. fræðslustjóri, til menntamálaráðherra og fé- lagsmálaráðherra og óskuðu eftir úrskurði um lögmæti Skólamálaráðs—. Félagsmálaráðherra Alexander Stefánsson fékk Lagastofnun Háskóla íslands til að kanna málið og komst hún svo sem vænta mátti að niðurstöðu sem var borgarstjóra lítt Ásiaug Brynjólfsdóttir fræöslustjóri Reykjavík. I margra ára ónáð. að skapi enda voru þeir Björn Friðfinnsson og Magnús Óskarsson báðir gerðir afturreka þar með „lögskýringar“ sínar. Höfðu þeir lítinn sóma af þessu máli. Félagsmálaráðherra skrifar borgarstjóra 6. febrúar 1987 og leggur fyrir hann, m.a. með tilvísan í álitsgerð Lagastofnunar, að taka samþykkt um Skólamálaráð til endur- skoðunar og sjá um að Fræðsluráð starfi samkvæmt lögum. Þessu svaraði Davíð bréf- lega með hótfyndni og útúrsnúningum. Félagsmálaráðherra skrifar Davíð þá nýtt bréf 11. febrúar 1987 þar sem hann bendir honum á að hann misskilji lögin, telur upp runu lagabókstafa og sýnir honum fram á hvernig samþykkt um Skólamálaráð brjóti í bága við grunnskólalög. Síðan er liðið á ann- að ár og Davíð fer enn sínu fram. Sinnaskipti Kristínar Arnalds —í nóvember 1986 ákvað ég að hætta að sækja fundi í fræðsluráði og skólamálaráði á meðan beðið var úrskurðar félagsmálaráð- herra um lögmæti þeirra starfa sem þar fóru fram. Þegar hann hafði borist svo sem fyrr greinir í febrúar 1987 ákvað ég að taka á ný sæti í Fræðsluráði en ekki í Skólamálaráði þar sem ég vildi ekki eiga aðild að lögbrot- um. Nokkru síðar eða í mars 1987 tók Kristín Arnalds sams konar ákvörðun og sendi for- seta borgarstjórar vel rökstutt bréf um að hún væri hætt að sækja fundi Skólamálaráðs. Þessar ákvarðanir okkar Kristínar voru teknar í fullu samráði við borgarfulltrúa minnihlutans. Var nú svo komið að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu einir í Skólamála- ráði —. Bregður nú undarlega við. Hinn 15. aprfl “ "hí ííftí.i. w&r j>«... s" ...... " "kol..í|. »19 Ki, ■^wasfsia:- ''r. brcr tll i r.br.i.r !•; >l*»í I t {... •“'I.r.tMr, ...... *• "hrii.r 1. f "* '•*«■ ,rr ur N’*SI| V v rn,"*»rfyllstf ;VL.?LQ,„Æ9a 4rn»M, Atrlt 8,0t. «...t"i|.rÍJh fwíEfj;rth,r" Eftir að félagsmálaráðherra hafði kveðið upp þann úrskurð að skólamálaráðið bryti í bága við lögin, sagði Krisín Arn- alds sig úr ráðinu eins og Þorbjörn Broddason. Þetta gerði hún með bréfi 23 mars. 15. apríl afturkallaði Kristín Arnalds úr- sögn síria úr skólamálaráðinu án hokk- urra skýringa. Er skýringanna að leita í fundargerð skólamálaráð.sirts 15. apríl? 67

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.